Haukar eða ÍBV fara alla leið Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. apríl 2016 06:00 Vísir/Anton Undanúrslitin í Olís-deild karla hefjast í kvöld. Deildarmeistarar Hauka taka á móti ÍBV á Ásvöllum og bikarmeistarar Vals fá Aftureldingu í heimsókn í fyrstu leikjum liðanna. Vinna þarf þrjá til að komast í lokaúrslitin, en Haukar eiga titil að verja.Fréttablaðið fékk Gunnar Andrésson, þjálfara spútnikliðs Gróttu, til að spá í spilin fyrir undanúrslitin. Gunnar kom nýliðum Gróttu í úrslitaleik bikarsins og í úrslitakeppnina.Svakalegt einvígi „Þetta verður svaka rimma. Það er alveg ljóst,“ svarar Gunnar spenntur aðspurður um einvígi Hauka og ÍBV. Haukar unnu tvo af þremur leikjum liðanna í deildakeppninni en veturinn var framan af nokkur vonbrigði fyrir Eyjamenn. „Það þekkir enginn Eyjaliðið betur en Gunnar Magnússon. En á móti má segja að það eru ferskir vindar með Eyjaliðinu. Það er búið að bíða eftir úrslitakeppninni þar sem deildin var vonbrigði fyrir liðið. Að mínu mati verður sigurvegarinn úr þessari rimmu Íslandsmeistari, allavega miðað við spilamennskuna hjá þessum liðum í dag,“ segir Gunnar. Haukarnir eru óumdeilt besta lið landsins en hvað þarf ÍBV að gera til að vinna Hauka þrisvar. „Eyjamenn þurfa að ná upp frábærum leik í Hafnarfirði þar sem allt gengur upp. Það verður samt mjög erfitt því Haukar eru með rútínerað lið. Lykilinn hjá ÍBV verður að vinna fyrsta leikinn í Hafnarfirði og setja þetta einvígi í uppnám. Handboltalega er þetta mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar sem getur ekki annað en ausið Haukaliðið lofi. „Eyjamenn spila væntanlega sína 5-1 vörn en Haukarnir leysa hana vel. Þeir gerðu það í öllum leikjunum á móti okkur þar sem við spiluðum 5-1 og við áttum ekki séns. Haukar var eina liðið sem við unnum ekki. Þetta verður mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar.Hentar Völsurum betur Gunnar er tiltölulega viss um að Valur fari áfram úr einvígi sínu gegn Aftureldingu þrátt fyrir meiðsli Ómars Inga Magnússonar sem er mikið áfall fyrir Hlíðarendapilta. Ólafur Stefánsson verður til taks í úrslitakeppninni og má væntanlega búast við að sjá besta handboltamann Íslandssögunnar taka nokkrar sóknir fyrir Valsliðið. „Ég hef meiri trú á Val. Það er með sterkari hóp og vinnur þetta einvígi,“ segir Gunnar sem hefur engar áhyggjur af Val þrátt fyrir að Framarar hafi farið með þá alla leið í oddaleik. „Það hentar Val mun betur að spila á móti Aftureldingu heldur en Fram. Vörn Framara hentar Val ekkert vel og Valsararnir voru í bölvuðu basli í sóknarleiknum.“ Það er ekki flókið hvað Afturelding þarf að gera til að komast áfram, að mati Gunnars: „Afturelding þarf að spila svakalega góðan varnarleik og fá mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum. Markvarslan er líka lykill,“ segir hann. „Ef Afturelding nær upp uppstilltum leik í sókninni verður þetta 50-50 einvígi en möguleikar Aftureldingar liggja í markvörslu, sterkri vörn og hraðaupphlaupum,“ segir Gunnar Andrésson. Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Undanúrslitin í Olís-deild karla hefjast í kvöld. Deildarmeistarar Hauka taka á móti ÍBV á Ásvöllum og bikarmeistarar Vals fá Aftureldingu í heimsókn í fyrstu leikjum liðanna. Vinna þarf þrjá til að komast í lokaúrslitin, en Haukar eiga titil að verja.Fréttablaðið fékk Gunnar Andrésson, þjálfara spútnikliðs Gróttu, til að spá í spilin fyrir undanúrslitin. Gunnar kom nýliðum Gróttu í úrslitaleik bikarsins og í úrslitakeppnina.Svakalegt einvígi „Þetta verður svaka rimma. Það er alveg ljóst,“ svarar Gunnar spenntur aðspurður um einvígi Hauka og ÍBV. Haukar unnu tvo af þremur leikjum liðanna í deildakeppninni en veturinn var framan af nokkur vonbrigði fyrir Eyjamenn. „Það þekkir enginn Eyjaliðið betur en Gunnar Magnússon. En á móti má segja að það eru ferskir vindar með Eyjaliðinu. Það er búið að bíða eftir úrslitakeppninni þar sem deildin var vonbrigði fyrir liðið. Að mínu mati verður sigurvegarinn úr þessari rimmu Íslandsmeistari, allavega miðað við spilamennskuna hjá þessum liðum í dag,“ segir Gunnar. Haukarnir eru óumdeilt besta lið landsins en hvað þarf ÍBV að gera til að vinna Hauka þrisvar. „Eyjamenn þurfa að ná upp frábærum leik í Hafnarfirði þar sem allt gengur upp. Það verður samt mjög erfitt því Haukar eru með rútínerað lið. Lykilinn hjá ÍBV verður að vinna fyrsta leikinn í Hafnarfirði og setja þetta einvígi í uppnám. Handboltalega er þetta mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar sem getur ekki annað en ausið Haukaliðið lofi. „Eyjamenn spila væntanlega sína 5-1 vörn en Haukarnir leysa hana vel. Þeir gerðu það í öllum leikjunum á móti okkur þar sem við spiluðum 5-1 og við áttum ekki séns. Haukar var eina liðið sem við unnum ekki. Þetta verður mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar.Hentar Völsurum betur Gunnar er tiltölulega viss um að Valur fari áfram úr einvígi sínu gegn Aftureldingu þrátt fyrir meiðsli Ómars Inga Magnússonar sem er mikið áfall fyrir Hlíðarendapilta. Ólafur Stefánsson verður til taks í úrslitakeppninni og má væntanlega búast við að sjá besta handboltamann Íslandssögunnar taka nokkrar sóknir fyrir Valsliðið. „Ég hef meiri trú á Val. Það er með sterkari hóp og vinnur þetta einvígi,“ segir Gunnar sem hefur engar áhyggjur af Val þrátt fyrir að Framarar hafi farið með þá alla leið í oddaleik. „Það hentar Val mun betur að spila á móti Aftureldingu heldur en Fram. Vörn Framara hentar Val ekkert vel og Valsararnir voru í bölvuðu basli í sóknarleiknum.“ Það er ekki flókið hvað Afturelding þarf að gera til að komast áfram, að mati Gunnars: „Afturelding þarf að spila svakalega góðan varnarleik og fá mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum. Markvarslan er líka lykill,“ segir hann. „Ef Afturelding nær upp uppstilltum leik í sókninni verður þetta 50-50 einvígi en möguleikar Aftureldingar liggja í markvörslu, sterkri vörn og hraðaupphlaupum,“ segir Gunnar Andrésson.
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira