Fyrirmyndir skipta máli Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. apríl 2016 00:01 Víða um heim þráast menn við í fornaldarhugsun og afturhaldi. Þetta endurspeglast til dæmis í upphlaupi bókstafstrúarbjána í Bandaríkjunum, Stevens nokkurs Anderson baptistapredikara, sem eftir umfjöllun CNN um Ísland í síðasta mánuði taldi víst að hér væru allir meira og minna á leið til helvítis fyrir sakir yfirgengilegs hórdóms og kvenfrelsisins sem plagi landið. Í þættinum sem var kveikjan að upphlaupi predikarans var fjallað um „óhefðbundin fjölskyldugildi“ hér á landi og hátt hlutfall barna sem fæðast utan hjónabands. Steven Anderson var tekinn tali í morgunþætti Harmageddon á X-inu í vikunni og fann þar femínisma allt til foráttu. „Biblían segir að það eigi að kenna ungum konum að vera allsgáðar, að elska menn sína og börn. Að vera auðmjúkar á heimilum sínum og hlýðnar mönnum sínum. Femínismi er því algjörlega á skjön við boðskap Biblíunnar,“ sagði hann. Þankagangur sem þessi er vitanlega sem betur fer á undanhaldi, þótt það gangi mishratt í heiminum. Með heimskulegum upphrópunum sínum um vítislogana sem bíði Íslendinga er líklegra að hann hafi í hugum kúgaðra kvenna í hópi áheyrenda sinna kveikt vonarneista um betra líf og meðvitund um að hægt sé að ráða eigin lífi og líkama, í stað þess að láta forpokaða karlpunga ráða för. Hér á landi hefur nefnilega ýmislegt áunnist þótt enn sé einhver leið í land í fullu jafnrétti kynjanna. Sá árangur og umræða um jafnrétti kynjanna skilar sér líka með beinum hætti, líkt og endurspeglast í ákvörðun Heiðrúnar Mjallar Bachman, 21 árs au pair stúlku í Níkaragva, að kæra til lögreglu kynferðisárás sem hún nýverið varð fyrir þar í landi. Hún hefur lýst því hvernig umræða um að fórnarlömb kynferðisofbeldis varpi frá sér skömminni af glæpnum yfir á gerandann hafi orðið kveikjan að því að hún hafi ákveðið að láta glæpinn ekki yfir sig ganga. „Ég ætla ekki að segja fyrst eftir tíu ár að mér hafi verið nauðgað af manni og ekkert hafi verið gert í því. Ég ætla að segja það núna. Ég er stolt af því að vera íslensk kona og ég kalla svo sannarlega ekki allt ömmu mína. Ég ætla að nota þennan styrk núna,“ sagði Heiðrún í viðtali við Fréttablaðið í gær. Ytra mæta henni hins vegar töluverðir örðugleikar í málarekstrinum. Meintur árásarmaður, sem er þjóðþekktur fegurðarkóngur þar í landi, hefur ekki einu sinni verið kallaður í yfirheyrslu. Á sama tíma dregur lögreglan lappirnar við rannsóknina og hún þarf að svara niðurlægjandi spurningum um pilssídd og hvort hún hafi gefið árásarmanni sínum undir fótinn. Nálgunin er forneskjuleg, en það var hún líka hér á landi fyrir ekki svo löngu. Breytingar sem hér hafa orðið eru hins vegar til marks um að hægt er að þoka hlutum til betri vegar. Á þann hátt er fordæmi Íslands mikilvægt, burtséð frá fordæmingu fordómapúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Víða um heim þráast menn við í fornaldarhugsun og afturhaldi. Þetta endurspeglast til dæmis í upphlaupi bókstafstrúarbjána í Bandaríkjunum, Stevens nokkurs Anderson baptistapredikara, sem eftir umfjöllun CNN um Ísland í síðasta mánuði taldi víst að hér væru allir meira og minna á leið til helvítis fyrir sakir yfirgengilegs hórdóms og kvenfrelsisins sem plagi landið. Í þættinum sem var kveikjan að upphlaupi predikarans var fjallað um „óhefðbundin fjölskyldugildi“ hér á landi og hátt hlutfall barna sem fæðast utan hjónabands. Steven Anderson var tekinn tali í morgunþætti Harmageddon á X-inu í vikunni og fann þar femínisma allt til foráttu. „Biblían segir að það eigi að kenna ungum konum að vera allsgáðar, að elska menn sína og börn. Að vera auðmjúkar á heimilum sínum og hlýðnar mönnum sínum. Femínismi er því algjörlega á skjön við boðskap Biblíunnar,“ sagði hann. Þankagangur sem þessi er vitanlega sem betur fer á undanhaldi, þótt það gangi mishratt í heiminum. Með heimskulegum upphrópunum sínum um vítislogana sem bíði Íslendinga er líklegra að hann hafi í hugum kúgaðra kvenna í hópi áheyrenda sinna kveikt vonarneista um betra líf og meðvitund um að hægt sé að ráða eigin lífi og líkama, í stað þess að láta forpokaða karlpunga ráða för. Hér á landi hefur nefnilega ýmislegt áunnist þótt enn sé einhver leið í land í fullu jafnrétti kynjanna. Sá árangur og umræða um jafnrétti kynjanna skilar sér líka með beinum hætti, líkt og endurspeglast í ákvörðun Heiðrúnar Mjallar Bachman, 21 árs au pair stúlku í Níkaragva, að kæra til lögreglu kynferðisárás sem hún nýverið varð fyrir þar í landi. Hún hefur lýst því hvernig umræða um að fórnarlömb kynferðisofbeldis varpi frá sér skömminni af glæpnum yfir á gerandann hafi orðið kveikjan að því að hún hafi ákveðið að láta glæpinn ekki yfir sig ganga. „Ég ætla ekki að segja fyrst eftir tíu ár að mér hafi verið nauðgað af manni og ekkert hafi verið gert í því. Ég ætla að segja það núna. Ég er stolt af því að vera íslensk kona og ég kalla svo sannarlega ekki allt ömmu mína. Ég ætla að nota þennan styrk núna,“ sagði Heiðrún í viðtali við Fréttablaðið í gær. Ytra mæta henni hins vegar töluverðir örðugleikar í málarekstrinum. Meintur árásarmaður, sem er þjóðþekktur fegurðarkóngur þar í landi, hefur ekki einu sinni verið kallaður í yfirheyrslu. Á sama tíma dregur lögreglan lappirnar við rannsóknina og hún þarf að svara niðurlægjandi spurningum um pilssídd og hvort hún hafi gefið árásarmanni sínum undir fótinn. Nálgunin er forneskjuleg, en það var hún líka hér á landi fyrir ekki svo löngu. Breytingar sem hér hafa orðið eru hins vegar til marks um að hægt er að þoka hlutum til betri vegar. Á þann hátt er fordæmi Íslands mikilvægt, burtséð frá fordæmingu fordómapúka.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun