Real Madrid skaust á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með 0-1 sigri á Real Sociedad á útivelli í dag.
Gareth Bale skoraði eina mark leiksins þegar hann skallaði fyrirgjöf Lucas Vázquez í netið á 80. mínútu. Þetta var þriðja mark Bale í síðustu tveimur deildarleikjum Real Madrid og nítjánda deildarmark hans á tímabilinu.
Cristiano Ronaldo lék ekki með Madrídingum í dag vegna meiðsla en vonast er til að hann verði með í seinni leiknum gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.
Real Madrid er á toppi spænsku deildarinnar með 84 stig, tveimur stigum á undan Barcelona og Atlético Madrid sem spila síðar í dag.
