Angel di Maria, leikmaður PSG og fyrrum leikmaður Man. Utd, ætlar sér ekki að tapa fyrir Man. City í Meistaradeildinni í kvöld.
Í kvöld fer fram síðari leikur liðanna í átta liða úrslitum keppninnar. Fyrri leikurinn í París fór 2-2. PSG hefur ekki komist í undanúrslit síðan 1995.
„Við þurfum að spila okkar leik. Halda boltanum, sækja hratt og nýta færin okkar,“ sagði Di Maria en hann fór frá United eftir aðeins eitt ár hjá félaginu.
Það var brotist inn heima hjá honum. Fjölskyldunni leið í kjölfarið illa í borginni og vildi komast þaðan. United sleppti honum síðan til PSG.
„Okkar stíll er að sækja og þannig vinnum við okkar leiki. Andstæðingar okkar eyða mikilli orku í að elta boltann og síðan særum við þá.“
Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og í beinni textalýsingu á Vísi þar sem mörk leiksins koma einnig.
Ætlum að láta City elta boltann
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn