James Harden búinn að bæta eitt óvinsælasta metið í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2016 14:30 James Harden. Vísir/Getty James Harden er algjör lykilmaður í liði Houston Rockets sem er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Harden hefur ekki enn náð að tryggja sínu liði sæti í úrslitakeppninni þótt að aðeins einn leikur sé eftir en hann hefur aftur á móti tryggt sér eitt allra óvinsælasta metið í sögu NBA. James Harden er með flottar tölur í vetur enda að skora 28,8 stig, taka 6,2 fráköst og gefa 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er allt það besta sem hann hefur gert til þessa á tímabilinu. Harden er hinsvegar mjög mikið með boltann og það kostar sitt að búa til allar þessar sóknir Houston-liðsins. Það hefur kostað hann svo mikið að Harden er nú eigandi metsins yfir flesta tapaða bolta á einu tímabili. Harden bætti met Artis Gilmore sem var búinn að eiga metið yfir flesta tapaða bolta frá árinu 1978. Artis Gilmore tapaði 366 boltum tímabilið 1977-78 eða 4,5 að meðaltali í leik en það var einmitt fyrsta tímabilið sem þessi tölfræði var tekin saman í NBA. James Harden hefur þegar tapað 373 boltum á þessu tímabili eða 4,6 að meðaltali í leik. Russell Westbrook er einnig á topplistanum og hann á eftir einn leik. Hann gæti því hækkað sig úr 13. sæti listans enda "bara" fimm tapaðir boltar upp í áttunda sætið.Flestir tapaðir boltar á einu tímabili í NBA: 1. James Harden 373 (2015-16, Houston Rockets) 2. Artis Gilmore 366 (1977-78, Chicago Bulls) 3. Kevin Porter 360 (1977-78, Toronto Raptors) 4. Micheal Ray Richardson 359 (1979-80, New York Knicks) 5. Ricky Sobers 352 (1977-78, Indiana Pacers) 6. Charles Barkley 350 (1985-86, Philadelphia 76ers) 7. Reggie Theus 348 (1979-80, Chicago Bulls) 8. Bob McAdoo 346 (1977-78, New York Knicks) 8. George McGinnis 346 (1978-79, Denver Nuggets) 10. Ron Harper 345 (1986-87, Cleveland Cavaliers) 11. Allen Iverson 344 (2004-05, Philadelphia 76ers) 12. Isiah Thomas 343 (1986-87, Detroit Pistons) 13. Jeff Ruland 342 (1983-84, Washington Bullets) 13. Russell Westbrook 342 (2015-16, Oklahoma City Thunder) NBA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
James Harden er algjör lykilmaður í liði Houston Rockets sem er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Harden hefur ekki enn náð að tryggja sínu liði sæti í úrslitakeppninni þótt að aðeins einn leikur sé eftir en hann hefur aftur á móti tryggt sér eitt allra óvinsælasta metið í sögu NBA. James Harden er með flottar tölur í vetur enda að skora 28,8 stig, taka 6,2 fráköst og gefa 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er allt það besta sem hann hefur gert til þessa á tímabilinu. Harden er hinsvegar mjög mikið með boltann og það kostar sitt að búa til allar þessar sóknir Houston-liðsins. Það hefur kostað hann svo mikið að Harden er nú eigandi metsins yfir flesta tapaða bolta á einu tímabili. Harden bætti met Artis Gilmore sem var búinn að eiga metið yfir flesta tapaða bolta frá árinu 1978. Artis Gilmore tapaði 366 boltum tímabilið 1977-78 eða 4,5 að meðaltali í leik en það var einmitt fyrsta tímabilið sem þessi tölfræði var tekin saman í NBA. James Harden hefur þegar tapað 373 boltum á þessu tímabili eða 4,6 að meðaltali í leik. Russell Westbrook er einnig á topplistanum og hann á eftir einn leik. Hann gæti því hækkað sig úr 13. sæti listans enda "bara" fimm tapaðir boltar upp í áttunda sætið.Flestir tapaðir boltar á einu tímabili í NBA: 1. James Harden 373 (2015-16, Houston Rockets) 2. Artis Gilmore 366 (1977-78, Chicago Bulls) 3. Kevin Porter 360 (1977-78, Toronto Raptors) 4. Micheal Ray Richardson 359 (1979-80, New York Knicks) 5. Ricky Sobers 352 (1977-78, Indiana Pacers) 6. Charles Barkley 350 (1985-86, Philadelphia 76ers) 7. Reggie Theus 348 (1979-80, Chicago Bulls) 8. Bob McAdoo 346 (1977-78, New York Knicks) 8. George McGinnis 346 (1978-79, Denver Nuggets) 10. Ron Harper 345 (1986-87, Cleveland Cavaliers) 11. Allen Iverson 344 (2004-05, Philadelphia 76ers) 12. Isiah Thomas 343 (1986-87, Detroit Pistons) 13. Jeff Ruland 342 (1983-84, Washington Bullets) 13. Russell Westbrook 342 (2015-16, Oklahoma City Thunder)
NBA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira