H&M í túnfætinum stjórnarmaðurinn skrifar 13. apríl 2016 08:00 Enn berast af því tíðindi í íslenskum fjölmiðlum að sænski tískurisinn H&M hyggist opna verslanir hér á landi. Nú í DV þar sem segir að H&M ætli sér að opna tvær verslanir hér á næstu þremur árum, eina í Smáralind og aðra til á Hafnartorgi sem áætlað er að verði risið árið 2018. Í fréttinni sagði að fasteignafélagið Reginn hefði á undanförum dögum átt í viðræðum við H&M og nú væri svo komið að leigusamningar væru tilbúnir til undirritunar. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort satt reynist, en H&M veitir almennt ekki sérleyfi og því hlýtur að standa til að verslanirnar verði opnaðar á eigin reikning. Slíkt er ekki algengt hér á landi, en langflest alþjóðleg vörumerki sem hingað rata, gera það í samstarfi við heimafólk, oftast með sérleyfissamningum þar sem alþjóðlega fyrirtækið þiggur greiðslur sem nema hlutfalli af veltu. Heimafólkið sér svo um reksturinn. Í raun er ekki einfalt að sjá hvað ætti að fá alþjóðlegt stórfyrirtæki til að líta hingað til lands eftir vexti. Við vitum öll að Ísland er í raun örmarkaður á alþjóðlega vísu og því ekki eftir miklu að slægjast í alþjóðlegu samhengi. Hvað þá fyrir keðju á borð við H&M sem árið 2015 velti ríflega 22 milljörðum Bandaríkjadala og skilaði réttum fjórum milljörðum dala í EBIDTA hagnað. Það eru ríflega 500 milljarðar íslenskra króna! Vandséð er að tvær verslanir á Íslandi komi til með að bæta verulega við þessar afkomutölur. Við það bætist svo að töluverður höfuðverkur getur verið að fylgjast með starfseminni í fjarlægu landi. Í þeim efnum skiptir ekki öllu máli hvort verslanirnar eru tvær eða tvö hundruð. Þessu til viðbótar benda kannanir til þess að H&M sé nú þegar með allt að 30 prósenta hlutdeild á íslenskum fatamarkaði og það án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar eru nú þegar traustir viðskiptavinir H&M, þótt þeir geti einungis nálgast varninginn á ferðum sínum. Spurningin er því hvort H&M h telji raunhæft að hækka þetta hlutfall, og réttlætanlegt að taka á sig þann kostnað og þá fyrirhöfn sem fylgir því að setja upp verslanir. Augljóslega samkvæmt fréttinni, og ef svo er mun stjórnarmaðurinn láta af öllum bölsýnisspám enda byggir fólk ekki upp 22 milljarða dala fyrirtæki án þess að vita hvað það er að gera! Stjórnarmaðurinn Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Enn berast af því tíðindi í íslenskum fjölmiðlum að sænski tískurisinn H&M hyggist opna verslanir hér á landi. Nú í DV þar sem segir að H&M ætli sér að opna tvær verslanir hér á næstu þremur árum, eina í Smáralind og aðra til á Hafnartorgi sem áætlað er að verði risið árið 2018. Í fréttinni sagði að fasteignafélagið Reginn hefði á undanförum dögum átt í viðræðum við H&M og nú væri svo komið að leigusamningar væru tilbúnir til undirritunar. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort satt reynist, en H&M veitir almennt ekki sérleyfi og því hlýtur að standa til að verslanirnar verði opnaðar á eigin reikning. Slíkt er ekki algengt hér á landi, en langflest alþjóðleg vörumerki sem hingað rata, gera það í samstarfi við heimafólk, oftast með sérleyfissamningum þar sem alþjóðlega fyrirtækið þiggur greiðslur sem nema hlutfalli af veltu. Heimafólkið sér svo um reksturinn. Í raun er ekki einfalt að sjá hvað ætti að fá alþjóðlegt stórfyrirtæki til að líta hingað til lands eftir vexti. Við vitum öll að Ísland er í raun örmarkaður á alþjóðlega vísu og því ekki eftir miklu að slægjast í alþjóðlegu samhengi. Hvað þá fyrir keðju á borð við H&M sem árið 2015 velti ríflega 22 milljörðum Bandaríkjadala og skilaði réttum fjórum milljörðum dala í EBIDTA hagnað. Það eru ríflega 500 milljarðar íslenskra króna! Vandséð er að tvær verslanir á Íslandi komi til með að bæta verulega við þessar afkomutölur. Við það bætist svo að töluverður höfuðverkur getur verið að fylgjast með starfseminni í fjarlægu landi. Í þeim efnum skiptir ekki öllu máli hvort verslanirnar eru tvær eða tvö hundruð. Þessu til viðbótar benda kannanir til þess að H&M sé nú þegar með allt að 30 prósenta hlutdeild á íslenskum fatamarkaði og það án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar eru nú þegar traustir viðskiptavinir H&M, þótt þeir geti einungis nálgast varninginn á ferðum sínum. Spurningin er því hvort H&M h telji raunhæft að hækka þetta hlutfall, og réttlætanlegt að taka á sig þann kostnað og þá fyrirhöfn sem fylgir því að setja upp verslanir. Augljóslega samkvæmt fréttinni, og ef svo er mun stjórnarmaðurinn láta af öllum bölsýnisspám enda byggir fólk ekki upp 22 milljarða dala fyrirtæki án þess að vita hvað það er að gera!
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent