Sparisjóður Austurlands hefur falið lögfræðingi sjóðsins að skoða hvernig staðið var að sölu hlutabréfa sinna í Borgun og meta í kjölfarið hvort ástæða sé til að grípa til aðgerða. Þetta kemur í fréttatilkynningu frá Sparisjóðnum sem send var út að loknum aðalfundi sjóðsins.
Í árslok 2014 seldi sparisjóðurinn hlutabréf í Borgun til félags í eigu stjórnenda Borgunar. Hlutaféð nam 0,32 prósentum af heildarhlutafé félagsins og var verðið 22,2 milljónir króna. „Ef það upplýsingar sem fram hafa komið í fjölmiðlum undanfarið um virði Borgunar eru réttar gæti virði hlutar Sparisjóðsins á þessum tíma hafa verið umtalsvert hærri en 22,2 milljónir,“ segir í tilkynningunni.
Þar kemur einnig fram að hagnaður sjóðsins fyrir skatta og lögbundið fimm prósenta framlag til samfélagslegra verkefna hafi numið 36,2 milljónum króna. Hagnaður eftir skatta var 25,8 milljónir en það er talsvert lægri upphæð en gert var ráð fyrir. Á áætlun yfirstandandi árs er gert ráð fyrir því að hagnaður muni nema um sextíu milljónum króna.
Þá kemur einnig fram að viðskiptavinum sjóðsins hafi fjölgað mjög á síðasta ári og vikulega bætist í hóp þeirra. „Þetta er bæði innan fjórðungs, sem og annars staðar á landinu, og í mörgum tilfellum viðskiptavinir fyrrverandi sparisjóða sem vilja vera áfram í viðskiptum hjá sparisjóði.“
Sparisjóður Austurlands kannar stöðu sína gagnvart Borgun

Tengdar fréttir

FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti
FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann.

Forstjóri Borgunar undrast boðaða málsókn Landsbankans
Haukur hafnar því að stjórnendur Borgunar hafi leynt Landsbankann einhverjum upplýsingum í viðræðunum.

Telur bankaráð Landsbankans vanhæft til að ákveða málshöfðun
Hæstaréttarlögmaður telur heppilegra að nýtt bankaráð Landsbankans eða Bankasýslan ákveði málshöfðun vegna sölunnar á 31 prósents hlut bankans í Borgun. Hagsmunir s