Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, segir að liðsfélagi sinn, Cristiano Ronaldo, hafi sýnt það og sannað í 3-0 sigrinum á Wolfsburg í kvöld að hann sé besti leikmaður í heimi.
Real Madrid var 2-0 undir eftir fyrri leikinn í Þýskalandi en þrenna frá Ronaldo skaut spænska stórliðinu áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.
„Við skildum allt eftir á vellinum. Við lofuðum stuðningsmönnunum að við myndum vinna og þeir eiga þetta skilið,“ sagði Ramos eftir leikinn á Santíago Bernabeu í kvöld.
„Cristiano átti skilið að vera hetja kvöldsins. Hann gefur allt sem hann á fyrir liðið. Cristiano sýndi enn og aftur af hverju hann er besti leikmaður heims.
„Við áttum sigurinn skilið og njótum þess að vera komnir í undanúrslit,“ bætti Ramos við en Real Madrid verður með í undanúrslitunum sjötta árið í röð sem er jöfnun á meti Barcelona.
Ramos: Ronaldo sýndi af hverju hann er besti leikmaður heims
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn