Elska gervigras Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2016 06:00 Harpa fagnar einu marka sinna ásamt Fanndísi Friðriksdóttur og Hallberu Gísladóttur. vísir/hilmar þór guðmundsson/ksí Ísland er áfram með fullt hús stiga í sínum riðli í undankeppni EM 2017 eftir 5-0 stórsigur á Hvíta-Rússlandi í Minsk í gær. Íslensku stelpurnar hafa unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 17-0 og eiga því frábæra möguleika á að ná því markmiði sínu að vinna riðilinn og komast beint til Hollands þar sem lokakeppnin verður haldin næsta sumar. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins miklir. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi yfir á 14. mínútu með sínu 76. landsliðsmarki en svo var komið að Stjörnukonunni Hörpu Þorsteinsdóttur sem skoraði næstu þrjú mörk Íslands. Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fimmta markið með skalla fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta var önnur þrenna Hörpu fyrir landsliðið en hún skoraði einnig þrjú mörk þegar Ísland rúllaði yfir Möltu, 0-8, fyrir tveimur árum. „Við erum alltaf ótrúlega ánægðar þegar við náum í þrjú stig og það er alltaf markmiðið,“ sagði Harpa í samtali við Fréttablaðið eftir leik. „Við erum sátt við spilamennskuna og að skora fimm mörk, það er þremur fleira en í fyrri leiknum,“ bætti Harpa við og vísaði til leiksins við Hvít-Rússa á Laugardalsvelli síðasta haust sem Ísland vann 2-0. Lokatölurnar gáfu þó alveg rétta mynd af þeim leik en íslenska liðið fór illa með mörg upplögð tækifæri. Harpa segir að aðstæður hafi haft sitt að segja um muninn á milli leikjanna. „Það voru örlítið betri aðstæður hérna. Heima var grenjandi rigning og það gerði okkur aðeins erfiðara fyrir. Það voru toppaðstæður í dag [í gær], gervigras og ég elska gervigras,“ sagði Harpa sem er auðvitað vön því að spila á gervigrasi á Samsung-vellinum í Garðabæ, heimavelli Stjörnunnar. Harpa segir að leikskipulag íslenska liðsins hafi gengið nær fullkomlega upp í Minsk í gær. „Við vissum nokkurn veginn út í hvað við vorum að fara. Við vorum með ákveðið upplegg sem við framkvæmdum vel,“ sagði framherjinn öflugi en Harpa er nú komin með 14 mörk fyrir íslenska landsliðið. Þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína með yfirburðum er íslenska liðið ekki í efsta sæti riðilsins. Þar sitja Skotar sem hafa spilað fimm leiki og unnið þá alla með markatölunni 27-2. Skotland og Ísland mætast einmitt í Falkirk í næstu umferð en sá leikur mun væntanlega hafa mikið um það að segja hvort liðið vinnur riðilinn. „Nú getum við farið að hugsa um næsta leik sem er hrikalega stór,“ sagði Harpa sem býst við erfiðum leik í Skotlandi. „Þetta er nánast einvígi og ég held að bæði lið séu meðvituð um það. Þetta verður hörkuslagur. Við ætlum okkur að vinna riðilinn og til þess þurfum við að vinna Skota.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Sjá meira
Ísland er áfram með fullt hús stiga í sínum riðli í undankeppni EM 2017 eftir 5-0 stórsigur á Hvíta-Rússlandi í Minsk í gær. Íslensku stelpurnar hafa unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 17-0 og eiga því frábæra möguleika á að ná því markmiði sínu að vinna riðilinn og komast beint til Hollands þar sem lokakeppnin verður haldin næsta sumar. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins miklir. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi yfir á 14. mínútu með sínu 76. landsliðsmarki en svo var komið að Stjörnukonunni Hörpu Þorsteinsdóttur sem skoraði næstu þrjú mörk Íslands. Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fimmta markið með skalla fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta var önnur þrenna Hörpu fyrir landsliðið en hún skoraði einnig þrjú mörk þegar Ísland rúllaði yfir Möltu, 0-8, fyrir tveimur árum. „Við erum alltaf ótrúlega ánægðar þegar við náum í þrjú stig og það er alltaf markmiðið,“ sagði Harpa í samtali við Fréttablaðið eftir leik. „Við erum sátt við spilamennskuna og að skora fimm mörk, það er þremur fleira en í fyrri leiknum,“ bætti Harpa við og vísaði til leiksins við Hvít-Rússa á Laugardalsvelli síðasta haust sem Ísland vann 2-0. Lokatölurnar gáfu þó alveg rétta mynd af þeim leik en íslenska liðið fór illa með mörg upplögð tækifæri. Harpa segir að aðstæður hafi haft sitt að segja um muninn á milli leikjanna. „Það voru örlítið betri aðstæður hérna. Heima var grenjandi rigning og það gerði okkur aðeins erfiðara fyrir. Það voru toppaðstæður í dag [í gær], gervigras og ég elska gervigras,“ sagði Harpa sem er auðvitað vön því að spila á gervigrasi á Samsung-vellinum í Garðabæ, heimavelli Stjörnunnar. Harpa segir að leikskipulag íslenska liðsins hafi gengið nær fullkomlega upp í Minsk í gær. „Við vissum nokkurn veginn út í hvað við vorum að fara. Við vorum með ákveðið upplegg sem við framkvæmdum vel,“ sagði framherjinn öflugi en Harpa er nú komin með 14 mörk fyrir íslenska landsliðið. Þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína með yfirburðum er íslenska liðið ekki í efsta sæti riðilsins. Þar sitja Skotar sem hafa spilað fimm leiki og unnið þá alla með markatölunni 27-2. Skotland og Ísland mætast einmitt í Falkirk í næstu umferð en sá leikur mun væntanlega hafa mikið um það að segja hvort liðið vinnur riðilinn. „Nú getum við farið að hugsa um næsta leik sem er hrikalega stór,“ sagði Harpa sem býst við erfiðum leik í Skotlandi. „Þetta er nánast einvígi og ég held að bæði lið séu meðvituð um það. Þetta verður hörkuslagur. Við ætlum okkur að vinna riðilinn og til þess þurfum við að vinna Skota.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Sjá meira
Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn