NBA: San Antonio vann síðasta heimaleikinn og náði meti Boston | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 07:15 San Antonio Spurs þurfti að hafa mikið fyrir síðasta heimasigri tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta en hann kom í höfn eftir framlengingunni og sá til þess að þetta Spurs-lið er komið í sögubækurnar.Kawhi Leonard skoraði 26 stig þegar San Antonio Spurs vann 102-98 sigur á Oklahoma City Thunder eftir framlengdan leik. Þetta var fertugasti heimasigur San Antonio liðsins og með því jafnaði liðið met Boston Celtics frá 1985-86. Bæði liðin unnu 40 af 41 heimaleik sínum. „Þetta er eitt af þessum goðsagnakenndu liðum með Larry Bird, (Kevin) McHale og (Robert) Parrish. Þetta er því nokkuð gott hjá okkur. Það er ekki auðvelt að tapa bara einum heimaleik allt tímabilið," sagði Tony Parker eftir leikinn. San Antonio gat þarna tapað fjórða leik sínum í röð eftir töp fyrir Golden State (tvisvar) og Denver í leikjunum á undan en tókst að vinna sig inn í leikinn eftir slaka byrjun. Billy Donovan, þjálfari Oklahoma City gerði Spurs aðeins auðveldara fyrir með því að hvíla stjörnuleikmennina Kevin Durant, Russell Westbrook og Serge Ibaka. Oklahoma City náði mest 18 stiga forystu í fyrri hálfleik en Spurs vann sig inn í leikinn. Dion Waiters kom leiknum í framlengingu með því að skora körfu og fá víti að auki eftir brot David West. Kawhi Leonard skoraði 6 stig í framlengingunni og Parker var með þrjú stig. Tony Parker skoraði alls 20 stig og Tim Duncan var með 12 stig og 9 fráköst. Dion Waiters, Enes Kanter, Steven Adams og Cameron Payne skoruðu allir 17 stig fyrir Oklahoma City Thunder. Kanter var einnig með 16 fráköst.Joe Johnson skoraði 25 stig og Luol Deng var með 17 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann 99-93 sigur á Detroit Pistons. Miami tryggir sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með útisigri á Boston Celtics í lokaleik sínum. Dwyane Wade skoraði 14 stig í leiknum en hann skoraði ekki sín fyrstu stig í leiknum fyrr en 4:14 voru eftir af fyrri hálfleiknum og hafði ekki þurft að bíða svona lengi í leik til að komast á blað í meira en áratug.Nýliðinn Norman Powell var með 18 stig og Litháinn bætti við 17 stigum og 11 fráköstum þegar Toronto Raptors liðið vann 122-98 heimasigur á Philadelphia 76ers. Robert Covington skoraði 24 stig fyrir Philadelphia liðið.Paul George og George Hill skoruðu báðir 19 stig fyrir Indiana Pacers í 102-90 heimasigri á New York Knicks. Þessi sigrar Toronto Raptors og Indiana Pacers sáu til þess að liðin munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Toronto-liðið er með heimavallarréttinn.Austin Rivers, sonur þjálfarans Doc Rivers, var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers í 110-84 sigri á Memphis Grizzlies en Austin skoraði 14 stig. Chris Paul bætti við 12 stigum og 13 stoðsendingum og Blake Griffin var einnig með 12 stig. Zach Randolph skoraði 14 stig fyrir Memphis en Clippers-liðið vann alla fjóra leikhlutana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New York Knicks 102-90 Detroit Pistons - Miami Heat 93-99 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 122-98 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 102-98 (framlengt) Los Angeles Clippers - Memphis Grizzlies 110-84Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
San Antonio Spurs þurfti að hafa mikið fyrir síðasta heimasigri tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta en hann kom í höfn eftir framlengingunni og sá til þess að þetta Spurs-lið er komið í sögubækurnar.Kawhi Leonard skoraði 26 stig þegar San Antonio Spurs vann 102-98 sigur á Oklahoma City Thunder eftir framlengdan leik. Þetta var fertugasti heimasigur San Antonio liðsins og með því jafnaði liðið met Boston Celtics frá 1985-86. Bæði liðin unnu 40 af 41 heimaleik sínum. „Þetta er eitt af þessum goðsagnakenndu liðum með Larry Bird, (Kevin) McHale og (Robert) Parrish. Þetta er því nokkuð gott hjá okkur. Það er ekki auðvelt að tapa bara einum heimaleik allt tímabilið," sagði Tony Parker eftir leikinn. San Antonio gat þarna tapað fjórða leik sínum í röð eftir töp fyrir Golden State (tvisvar) og Denver í leikjunum á undan en tókst að vinna sig inn í leikinn eftir slaka byrjun. Billy Donovan, þjálfari Oklahoma City gerði Spurs aðeins auðveldara fyrir með því að hvíla stjörnuleikmennina Kevin Durant, Russell Westbrook og Serge Ibaka. Oklahoma City náði mest 18 stiga forystu í fyrri hálfleik en Spurs vann sig inn í leikinn. Dion Waiters kom leiknum í framlengingu með því að skora körfu og fá víti að auki eftir brot David West. Kawhi Leonard skoraði 6 stig í framlengingunni og Parker var með þrjú stig. Tony Parker skoraði alls 20 stig og Tim Duncan var með 12 stig og 9 fráköst. Dion Waiters, Enes Kanter, Steven Adams og Cameron Payne skoruðu allir 17 stig fyrir Oklahoma City Thunder. Kanter var einnig með 16 fráköst.Joe Johnson skoraði 25 stig og Luol Deng var með 17 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann 99-93 sigur á Detroit Pistons. Miami tryggir sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með útisigri á Boston Celtics í lokaleik sínum. Dwyane Wade skoraði 14 stig í leiknum en hann skoraði ekki sín fyrstu stig í leiknum fyrr en 4:14 voru eftir af fyrri hálfleiknum og hafði ekki þurft að bíða svona lengi í leik til að komast á blað í meira en áratug.Nýliðinn Norman Powell var með 18 stig og Litháinn bætti við 17 stigum og 11 fráköstum þegar Toronto Raptors liðið vann 122-98 heimasigur á Philadelphia 76ers. Robert Covington skoraði 24 stig fyrir Philadelphia liðið.Paul George og George Hill skoruðu báðir 19 stig fyrir Indiana Pacers í 102-90 heimasigri á New York Knicks. Þessi sigrar Toronto Raptors og Indiana Pacers sáu til þess að liðin munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Toronto-liðið er með heimavallarréttinn.Austin Rivers, sonur þjálfarans Doc Rivers, var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers í 110-84 sigri á Memphis Grizzlies en Austin skoraði 14 stig. Chris Paul bætti við 12 stigum og 13 stoðsendingum og Blake Griffin var einnig með 12 stig. Zach Randolph skoraði 14 stig fyrir Memphis en Clippers-liðið vann alla fjóra leikhlutana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New York Knicks 102-90 Detroit Pistons - Miami Heat 93-99 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 122-98 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 102-98 (framlengt) Los Angeles Clippers - Memphis Grizzlies 110-84Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira