Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 07:30 Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. Kobe Bryant þurfti vissulega að spila í 42 mínútur og taka 50 skot í leiknum en hann ætlaði sér að enda á alvöru Kobe frammistöðu og sigri eftir alla þessa tapleiki á tímabilinu. Hann hefur aldrei tekið fleiri skot í einum leik ekki einu sinni þegar hann skoraði 81 stig fyrir tíu árum. Sigrarnir voru aðeins 17 hjá Lakers en Svarta mamban neitaði hreinlega að enda á tapi. Hann fór fyrir endurkomu Lakers sem lenti fimmtán stigum undir í leiknum. Síðustu sekúndurnar voru líka magnaðar enda skoraði Kobe þrist þegar 59 sekúndur voru eftir og önnur þriggja stiga karfa hans 31 sekúndum fyrir leikslok kom Lakers yfir í 97-96. Hann náði síðan sextugasta stiginu með því nýta tvö víti fjórtán sekúndum fyrir leikslok. Bryant endaði síðan á því að gefa stoðsendingu á Jordan Clarkson áður en hann yfirgaf völlinn í síðasta sinn 4,1 sekúndum fyrir leikslok. Allir í Staples Center höfðu staðið á fætur fyrir lokakaflann og það var vissulega Kobe-legt að skora átta stig á síðustu 55 sekúndum sínum í NBA hvað þá að ná 60 stigum í síðasta leiknum.Þetta var í fyrsta sinn síðan 2009 sem Kobe nær að skora fimmtíu stig í leik og lokaleikurinn komst upp í fimmta sætið yfir stigahæstu leiki hans á ferlinum. Kobe sem er að verða 38 ára á árinu varð ennfremur elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora yfir 50 stig í einum leik. Wilt Chamberlain var áður sá elsti til að skora 60 stig í NBA og hann var meira en fimm árum yngri en Kobe sem var 37 ára og 234 daga í lokaleiknum sínum. Kobe nýtti alls 22 af 50 skotum sínum í leiknum þar af 6 af 21 þriggja stiga skoti. Hann var einnig með 4 fráköst og 4 stoðsendingar.Kobe skoraði 48 stigum meira en næststigahæsti leikmaður Lakers-liðsins sem var Jordan Clarkson með 12 stig. Það var boðið upp á mikla sýningu í nótt þegar Kobe Bryant sagði bless og má sjá myndbönd frá þessu sögulega kvöldi hér í fréttinni þar á meðal hvað nokkrar af mestu goðsögnum NBA-deildarinnar sögðu um hann í myndbandi sem var sýnt fyrir leikinn. NBA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. Kobe Bryant þurfti vissulega að spila í 42 mínútur og taka 50 skot í leiknum en hann ætlaði sér að enda á alvöru Kobe frammistöðu og sigri eftir alla þessa tapleiki á tímabilinu. Hann hefur aldrei tekið fleiri skot í einum leik ekki einu sinni þegar hann skoraði 81 stig fyrir tíu árum. Sigrarnir voru aðeins 17 hjá Lakers en Svarta mamban neitaði hreinlega að enda á tapi. Hann fór fyrir endurkomu Lakers sem lenti fimmtán stigum undir í leiknum. Síðustu sekúndurnar voru líka magnaðar enda skoraði Kobe þrist þegar 59 sekúndur voru eftir og önnur þriggja stiga karfa hans 31 sekúndum fyrir leikslok kom Lakers yfir í 97-96. Hann náði síðan sextugasta stiginu með því nýta tvö víti fjórtán sekúndum fyrir leikslok. Bryant endaði síðan á því að gefa stoðsendingu á Jordan Clarkson áður en hann yfirgaf völlinn í síðasta sinn 4,1 sekúndum fyrir leikslok. Allir í Staples Center höfðu staðið á fætur fyrir lokakaflann og það var vissulega Kobe-legt að skora átta stig á síðustu 55 sekúndum sínum í NBA hvað þá að ná 60 stigum í síðasta leiknum.Þetta var í fyrsta sinn síðan 2009 sem Kobe nær að skora fimmtíu stig í leik og lokaleikurinn komst upp í fimmta sætið yfir stigahæstu leiki hans á ferlinum. Kobe sem er að verða 38 ára á árinu varð ennfremur elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora yfir 50 stig í einum leik. Wilt Chamberlain var áður sá elsti til að skora 60 stig í NBA og hann var meira en fimm árum yngri en Kobe sem var 37 ára og 234 daga í lokaleiknum sínum. Kobe nýtti alls 22 af 50 skotum sínum í leiknum þar af 6 af 21 þriggja stiga skoti. Hann var einnig með 4 fráköst og 4 stoðsendingar.Kobe skoraði 48 stigum meira en næststigahæsti leikmaður Lakers-liðsins sem var Jordan Clarkson með 12 stig. Það var boðið upp á mikla sýningu í nótt þegar Kobe Bryant sagði bless og má sjá myndbönd frá þessu sögulega kvöldi hér í fréttinni þar á meðal hvað nokkrar af mestu goðsögnum NBA-deildarinnar sögðu um hann í myndbandi sem var sýnt fyrir leikinn.
NBA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira