Fyrstu skrefin Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. apríl 2016 09:35 Fagnaðarefni er að Panama-skjölin svonefndu, upplýsingalekinn frá panömsku lögfræðistofunni Mossack Fonseca, virðist ætla að verða til þess að ríki heims taki sig á við að loka glufum þar sem óvandaðir hafa getað falið fjárhagsupplýsingar sínar. Í gær funduðu í París í Frakklandi fulltrúar skattayfirvalda í á fjórða tug ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, sérstaklega um Panama-skjölin, aðgerðir og samstarf vegna þeirra. Fundurinn var á vettvangi sérstaks samráðshóps, JITSIC, þar sem skipst er á upplýsingum og lagt á ráðin um aðgerðir vegna skattaskjóla. Á vef OECD kemur fram að fulltrúar 35 ríkja eigi aðild að hópnum. Þar á meðal er Ísland, en héðan sóttu fundinn fulltrúar frá ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneyti. Þá er fagnaðarefni að uppljóstranirnar hafa vakið umræðu um hvað sé eðlilegt og hvað ekki þegar kemur að frjálsu flæði fjármagns landa á milli. Útrýma þarf leynd og ólögmætri starfsemi án þess að komi niður á fjárfestingu, hvort heldur sem er út eða inn fyrir landsteinana. Á vef Samtaka atvinnulífsins í gær er til að mynda vitnað til orða Björgólfs Jóhannssonar, formanns samtakanna, á ársfundi þeirra nýverið, um að óásættanlegt sé ef fyrirtæki og stjórnendur ganga á svig við lög og reglur og greiði ekki til samfélagsins til jafns við aðra. Björgólfur benti á að í flestum tilvikum væri tilgangur þess að koma eignum fyrir í aflandsfélagi að dylja eignarhald og mögulega komast hjá skattgreiðslum í heimalandi. Hann benti á að SA hefði tekið einarða afstöðu gegn svartri atvinnustarfsemi og lagt sitt af mörkum til að berjast gegn henni. Svört atvinnustarfsemi hefur engu að síður verið landlæg hér á landi og það er umhugsunarefni að Íslendingar virðist líka eiga met í að nýta sér aflandsfélög. Því vekur von að ákveðin merki eru um hugarfarsbreytingu sem vonandi leiðir í átt til aukins gagnsæis og siðlegri viðskiptahátta. Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokks, velti til dæmis, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær, upp spurningunni um hvort auka ætti upplýsingagjöf frá stjórnmálamönnum hér líkt og til umræðu væri í Bretlandi eftir uppljóstranirnar í Panama-skjölunum. Þá upplýsti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, að vilji væri til þess að fara yfir og skýra reglur um hagsmunaskráningu þingmanna. Allt er þetta í áttina og gott að hér virðist komin hreyfing á viðbrögð stjórnvalda við Panama-skjölunum. Til mikils er að vinna í baráttunni við undanskot frá skatti og rétt sem Elín Hirst benti á í ræðu sinni á Alþingi í gær að skattbyrði hér gæti verið miklu lægri væru menn ekki „í stórum stíl að koma sér undan því að axla sínar byrðar gagnvart samfélaginu, fara á svig við skattalög, fá frítt far“. Hér þurfa viðbrögð stjórnvalda við Panama-skjölunum að vera bæði skýrari og sterkari en annars staðar, enda skuggi þessara uppljóstrana óvíða dekkri.Greinin birtist fyrst i Fréttablaðinu 14. apríl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun
Fagnaðarefni er að Panama-skjölin svonefndu, upplýsingalekinn frá panömsku lögfræðistofunni Mossack Fonseca, virðist ætla að verða til þess að ríki heims taki sig á við að loka glufum þar sem óvandaðir hafa getað falið fjárhagsupplýsingar sínar. Í gær funduðu í París í Frakklandi fulltrúar skattayfirvalda í á fjórða tug ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, sérstaklega um Panama-skjölin, aðgerðir og samstarf vegna þeirra. Fundurinn var á vettvangi sérstaks samráðshóps, JITSIC, þar sem skipst er á upplýsingum og lagt á ráðin um aðgerðir vegna skattaskjóla. Á vef OECD kemur fram að fulltrúar 35 ríkja eigi aðild að hópnum. Þar á meðal er Ísland, en héðan sóttu fundinn fulltrúar frá ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneyti. Þá er fagnaðarefni að uppljóstranirnar hafa vakið umræðu um hvað sé eðlilegt og hvað ekki þegar kemur að frjálsu flæði fjármagns landa á milli. Útrýma þarf leynd og ólögmætri starfsemi án þess að komi niður á fjárfestingu, hvort heldur sem er út eða inn fyrir landsteinana. Á vef Samtaka atvinnulífsins í gær er til að mynda vitnað til orða Björgólfs Jóhannssonar, formanns samtakanna, á ársfundi þeirra nýverið, um að óásættanlegt sé ef fyrirtæki og stjórnendur ganga á svig við lög og reglur og greiði ekki til samfélagsins til jafns við aðra. Björgólfur benti á að í flestum tilvikum væri tilgangur þess að koma eignum fyrir í aflandsfélagi að dylja eignarhald og mögulega komast hjá skattgreiðslum í heimalandi. Hann benti á að SA hefði tekið einarða afstöðu gegn svartri atvinnustarfsemi og lagt sitt af mörkum til að berjast gegn henni. Svört atvinnustarfsemi hefur engu að síður verið landlæg hér á landi og það er umhugsunarefni að Íslendingar virðist líka eiga met í að nýta sér aflandsfélög. Því vekur von að ákveðin merki eru um hugarfarsbreytingu sem vonandi leiðir í átt til aukins gagnsæis og siðlegri viðskiptahátta. Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokks, velti til dæmis, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær, upp spurningunni um hvort auka ætti upplýsingagjöf frá stjórnmálamönnum hér líkt og til umræðu væri í Bretlandi eftir uppljóstranirnar í Panama-skjölunum. Þá upplýsti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, að vilji væri til þess að fara yfir og skýra reglur um hagsmunaskráningu þingmanna. Allt er þetta í áttina og gott að hér virðist komin hreyfing á viðbrögð stjórnvalda við Panama-skjölunum. Til mikils er að vinna í baráttunni við undanskot frá skatti og rétt sem Elín Hirst benti á í ræðu sinni á Alþingi í gær að skattbyrði hér gæti verið miklu lægri væru menn ekki „í stórum stíl að koma sér undan því að axla sínar byrðar gagnvart samfélaginu, fara á svig við skattalög, fá frítt far“. Hér þurfa viðbrögð stjórnvalda við Panama-skjölunum að vera bæði skýrari og sterkari en annars staðar, enda skuggi þessara uppljóstrana óvíða dekkri.Greinin birtist fyrst i Fréttablaðinu 14. apríl