Forseti La Liga: Megum ekki leyfa ensku úrvalsdeildinni að verða NBA fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2016 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Swansea City á móti Manchester United. Vísir/Getty Javier Tebas, forseti spænsku fótboltadeildarinnar La Liga, hefur áhyggjur af stöðu sinnar deildar gagnvart ensku úrvalsdeildinni. Spænsku liðin hafa verið að standa sig mun betur í Evrópukeppnunum í ár og eiga helming liða í bæði undanúrslitum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar en Tebas hefur sérstakar áhyggjur af peningamálunum. Tímabilið 2013-14 bjó enska úrvalsdeildin til 3,26 milljarða punda á móti „aðeins" 1,51 milljörðum punda hjá La Liga. Við erum að tala um meira en þrjú hundruð milljarða mun í íslenskum krónum. „Við vonumst til þess að geta stækkað svo að enska úrvalsdeildin verði ekki stærsta keppni í heimi og að við getum keppt við hana fjárhagslega," sagði Javier Tebas í viðtali við BBC. „Við viljum ekki að enska úrvalsdeildin sé skrefi á undan hinum. Ef okkur mistekst að ná þessu þá gæti enska úrvalsdeildin orðið NBA fótboltans. Það væri hvorki gott fyrir okkur né fótboltann í heild sinni," sagði Javier Tebas. „Stefnan er að láta meira til sín taka á bæði auglýsinga- og sjónvarpsmarkaðnum til að ná í meiri pening fyrir spænsku deildina," segir Javier Tebas. „Kreppan þvingaði spænsku félögin til að nýta peninga sína betur við kaup á leikmönnum. Þegar þú þénar minna þá þarftu að finna ódýrari leikmenn. Spænski fótboltinn hefur gert vel í þeim efnum," sagði Tebas. „Kreppan kenndi spænskum félögum að leggja meira á sig við að finna góða leikmenn fyrir minni pening. Það hefur verið mun auðveldara fyrir ensku úrvalsdeildina að finna öfluga leikmenn," sagði Tebas. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira
Javier Tebas, forseti spænsku fótboltadeildarinnar La Liga, hefur áhyggjur af stöðu sinnar deildar gagnvart ensku úrvalsdeildinni. Spænsku liðin hafa verið að standa sig mun betur í Evrópukeppnunum í ár og eiga helming liða í bæði undanúrslitum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar en Tebas hefur sérstakar áhyggjur af peningamálunum. Tímabilið 2013-14 bjó enska úrvalsdeildin til 3,26 milljarða punda á móti „aðeins" 1,51 milljörðum punda hjá La Liga. Við erum að tala um meira en þrjú hundruð milljarða mun í íslenskum krónum. „Við vonumst til þess að geta stækkað svo að enska úrvalsdeildin verði ekki stærsta keppni í heimi og að við getum keppt við hana fjárhagslega," sagði Javier Tebas í viðtali við BBC. „Við viljum ekki að enska úrvalsdeildin sé skrefi á undan hinum. Ef okkur mistekst að ná þessu þá gæti enska úrvalsdeildin orðið NBA fótboltans. Það væri hvorki gott fyrir okkur né fótboltann í heild sinni," sagði Javier Tebas. „Stefnan er að láta meira til sín taka á bæði auglýsinga- og sjónvarpsmarkaðnum til að ná í meiri pening fyrir spænsku deildina," segir Javier Tebas. „Kreppan þvingaði spænsku félögin til að nýta peninga sína betur við kaup á leikmönnum. Þegar þú þénar minna þá þarftu að finna ódýrari leikmenn. Spænski fótboltinn hefur gert vel í þeim efnum," sagði Tebas. „Kreppan kenndi spænskum félögum að leggja meira á sig við að finna góða leikmenn fyrir minni pening. Það hefur verið mun auðveldara fyrir ensku úrvalsdeildina að finna öfluga leikmenn," sagði Tebas.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira