Manchester City mun mæta margföldum Evrópumeisturum Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun.
City er nú í undanúrslitum keppninnar í fyrsta sinn í sögunni og fær nú það verkefni að kljást við Cristiano Ronaldo og félaga í Real Madrid. Ronaldo snýr því aftur til Manchester en hann lék sem kunnugt er með Manchester United um árabil.
Atletico Madrid, sem sló Barcelona úr leik í 8-liða úrslitunum, mætir því þýska stórveldinu Bayern München í hinni undanúrslitaviðureigninni.
Leikirnir fara fram 26./27. apríl og 3./4. maí.
Undanúrslit Meistaradeildarinnar: Ronaldo aftur til Manchester
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn