Fundar olíurisa heimsins beðið með eftirvæntingu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. apríl 2016 16:08 Olíuverð hefur lækkað mjög undanfarna mánuði. vísir/getty Varasjóðir helstu olíuríkja heimsins hafa minnkað um 315 milljarða dollara eftir verðfall á olíu undanfarna mánuði. Upphæðin nemur tæplega 39,2 billjónum íslenskra króna en það er rúmlega átjánföld landsframleiðsla Íslands. Upphæðin samsvarar um fimmtungshluta af varasjóðum ríkjanna. Fjallað er um málið á vef Bloomberg. Sádi-Arabía á langstærsta hluta eyðslunnar eða um 138 milljarða dollara. Næst á eftir þeim fylgja Rússar með um 60 milljarða dollara. Næstu ríki á eftir eru Alsír, Líbýa og Nígería. Eina OPEC-ríkið sem býr við þann veruleik að varasjóðir þess hafa stækkað er Sameinuðu arabísku furstadæmin. Fulltrúar OPEC-ríkjanna auk fulltrúa frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Kanada munu hittast á fundi í Doha, höfuðborg Katar, sem hefst á sunnudag. Þar verða til umræðu aðgerðir til að stemma stigu við frekari verðlækkunum.Niðurstöðu fundarins beðið „Olíuríki heimsins verða að sameinast um að koma jafnvægi á markaðinn á ný. Afleiðingin verður sú að efnahagskerfi heimsins verður betra. Staðan eins og hún er gagnast engum,“ sagði í bréfi Mohammed Al Sada, orkumálaráðherra Katar, þar sem hann bauð ríkjunum á fundinn. Verðhrunið á olíu hefur verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Um mitt ár 2014 stóð það í 114 dollurum á tunnuna en um ára mótið 2015 hafði það lækkað í rúmum fimmtíu dollurum á hráolíutunnuna. Verðið hækkaði í upphafi síðasta árs áður en það hrundi á ný í nóvember í fyrra. Um áramótin nú var það til að mynda 35 dollarar á tunnuna. Verðlækkunina nú má rekja til þeirrar ákvörðunar OPEC-ríkjanna að taka slaginn við Bandaríkin um markaðshlutdeild í stað þess að draga úr framleiðslu til að sporna við offramboði á mörkuðum. Komist ríki fundarins að samkomulagi má gera ráð fyrir því að heimsmarkaðsverð á olíu muni hækka. Árangurslaus fundur gæti hins vegar haft frekari verðlækkanir í för með sér. Tengdar fréttir Hrávörumarkaður fer að hafa meiri áhrif hér með losun hafta Fjárfestingastjóri hjá VÍB segir stríð ríkja á olíumarkaði. 13. janúar 2016 08:00 Olíuverð ekki verið lægra frá árinu 2003 Hráolíutunnan fór niður fyrir 28 dollara í morgun. Talið er líklegt að tunnan muni lækka enn frekar. 18. janúar 2016 11:01 Eru OPEC ríkin að gera bandaríska olíuvinnslu óarðbæra? Olíuvinnsla með "fracking"-aðferð er mun kostnaðarsamari en hjá OPEC ríkjunum. 6. janúar 2015 09:11 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Varasjóðir helstu olíuríkja heimsins hafa minnkað um 315 milljarða dollara eftir verðfall á olíu undanfarna mánuði. Upphæðin nemur tæplega 39,2 billjónum íslenskra króna en það er rúmlega átjánföld landsframleiðsla Íslands. Upphæðin samsvarar um fimmtungshluta af varasjóðum ríkjanna. Fjallað er um málið á vef Bloomberg. Sádi-Arabía á langstærsta hluta eyðslunnar eða um 138 milljarða dollara. Næst á eftir þeim fylgja Rússar með um 60 milljarða dollara. Næstu ríki á eftir eru Alsír, Líbýa og Nígería. Eina OPEC-ríkið sem býr við þann veruleik að varasjóðir þess hafa stækkað er Sameinuðu arabísku furstadæmin. Fulltrúar OPEC-ríkjanna auk fulltrúa frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Kanada munu hittast á fundi í Doha, höfuðborg Katar, sem hefst á sunnudag. Þar verða til umræðu aðgerðir til að stemma stigu við frekari verðlækkunum.Niðurstöðu fundarins beðið „Olíuríki heimsins verða að sameinast um að koma jafnvægi á markaðinn á ný. Afleiðingin verður sú að efnahagskerfi heimsins verður betra. Staðan eins og hún er gagnast engum,“ sagði í bréfi Mohammed Al Sada, orkumálaráðherra Katar, þar sem hann bauð ríkjunum á fundinn. Verðhrunið á olíu hefur verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Um mitt ár 2014 stóð það í 114 dollurum á tunnuna en um ára mótið 2015 hafði það lækkað í rúmum fimmtíu dollurum á hráolíutunnuna. Verðið hækkaði í upphafi síðasta árs áður en það hrundi á ný í nóvember í fyrra. Um áramótin nú var það til að mynda 35 dollarar á tunnuna. Verðlækkunina nú má rekja til þeirrar ákvörðunar OPEC-ríkjanna að taka slaginn við Bandaríkin um markaðshlutdeild í stað þess að draga úr framleiðslu til að sporna við offramboði á mörkuðum. Komist ríki fundarins að samkomulagi má gera ráð fyrir því að heimsmarkaðsverð á olíu muni hækka. Árangurslaus fundur gæti hins vegar haft frekari verðlækkanir í för með sér.
Tengdar fréttir Hrávörumarkaður fer að hafa meiri áhrif hér með losun hafta Fjárfestingastjóri hjá VÍB segir stríð ríkja á olíumarkaði. 13. janúar 2016 08:00 Olíuverð ekki verið lægra frá árinu 2003 Hráolíutunnan fór niður fyrir 28 dollara í morgun. Talið er líklegt að tunnan muni lækka enn frekar. 18. janúar 2016 11:01 Eru OPEC ríkin að gera bandaríska olíuvinnslu óarðbæra? Olíuvinnsla með "fracking"-aðferð er mun kostnaðarsamari en hjá OPEC ríkjunum. 6. janúar 2015 09:11 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Hrávörumarkaður fer að hafa meiri áhrif hér með losun hafta Fjárfestingastjóri hjá VÍB segir stríð ríkja á olíumarkaði. 13. janúar 2016 08:00
Olíuverð ekki verið lægra frá árinu 2003 Hráolíutunnan fór niður fyrir 28 dollara í morgun. Talið er líklegt að tunnan muni lækka enn frekar. 18. janúar 2016 11:01
Eru OPEC ríkin að gera bandaríska olíuvinnslu óarðbæra? Olíuvinnsla með "fracking"-aðferð er mun kostnaðarsamari en hjá OPEC ríkjunum. 6. janúar 2015 09:11
Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23