Ég vil Kínahverfi Pawel Bartoszek skrifar 16. apríl 2016 07:00 Byrjum á spurningu. Þig vantar flutningabíl. Þú vilt ekki borga fyrir hann. Í hvern hringirðu? Borgina? 112? Rauða krossinn? Nei, líklegast hringirðu í einhvern reddara eða einhvern sem þekkir einhvern reddara. Það er ekkert séríslenskt við það. Svona eru allir. Félagsleg net skipta máli. Þau ráða meiru um heilsu fólks en heilbrigðiskerfi og meiru um tekjur fólks en menntakerfi. Við notum okkur félagsleg net þegar okkur vantar vinnu og þegar við þurfum að flytja sófa. En þegar talið berst að innflytjendum finnst okkur það beinlínis markmið að veikja félagslegu netin þeirra. Fólk segir til dæmis: „Við viljum að innflytjendur dreifist um borgina. Við viljum ekki að þeir rotti sig saman á einum stað.“ Sumir halda að útlendingahverfi séu slæm. En margir þeirra sem skoðað hafa slík samfélög benda á að þau gegni mikilvægu hlutverki í móttöku nýs fólks inn í landið. Þessi hverfi gera fólki kleift að viðhalda félagslegum arfi þegar flutt er á milli landa. Nýir íbúar ganga að einhverju leyti inn í tilbúið tengslanet. Siggi getur reddað vörubíl. Magga rekur gistihús og getur ráðið ungling í vinnu. Gunni skuldar meðlag og þekkir innfæddan lögmann. Stundum gengur þetta ekki alveg svona vel. En uppskriftin að hrakförunum er þá alltaf sú sama: Of margir ungir gaurar sem eiga ekki kærustu og hafa ekkert að gera á daginn. Slíkt er meira vandamál í Evrópu en vestanhafs og því má læra af. Það er atvinnuleysi, fátækt og félagsleg einsleitni sem við þurfum að óttast fremur en það að fólk sem er nýkomið frá öðru landi vilji halda hópinn fyrst um sinn.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Byrjum á spurningu. Þig vantar flutningabíl. Þú vilt ekki borga fyrir hann. Í hvern hringirðu? Borgina? 112? Rauða krossinn? Nei, líklegast hringirðu í einhvern reddara eða einhvern sem þekkir einhvern reddara. Það er ekkert séríslenskt við það. Svona eru allir. Félagsleg net skipta máli. Þau ráða meiru um heilsu fólks en heilbrigðiskerfi og meiru um tekjur fólks en menntakerfi. Við notum okkur félagsleg net þegar okkur vantar vinnu og þegar við þurfum að flytja sófa. En þegar talið berst að innflytjendum finnst okkur það beinlínis markmið að veikja félagslegu netin þeirra. Fólk segir til dæmis: „Við viljum að innflytjendur dreifist um borgina. Við viljum ekki að þeir rotti sig saman á einum stað.“ Sumir halda að útlendingahverfi séu slæm. En margir þeirra sem skoðað hafa slík samfélög benda á að þau gegni mikilvægu hlutverki í móttöku nýs fólks inn í landið. Þessi hverfi gera fólki kleift að viðhalda félagslegum arfi þegar flutt er á milli landa. Nýir íbúar ganga að einhverju leyti inn í tilbúið tengslanet. Siggi getur reddað vörubíl. Magga rekur gistihús og getur ráðið ungling í vinnu. Gunni skuldar meðlag og þekkir innfæddan lögmann. Stundum gengur þetta ekki alveg svona vel. En uppskriftin að hrakförunum er þá alltaf sú sama: Of margir ungir gaurar sem eiga ekki kærustu og hafa ekkert að gera á daginn. Slíkt er meira vandamál í Evrópu en vestanhafs og því má læra af. Það er atvinnuleysi, fátækt og félagsleg einsleitni sem við þurfum að óttast fremur en það að fólk sem er nýkomið frá öðru landi vilji halda hópinn fyrst um sinn.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun