Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-25 | Fram nældi í oddaleik eftir framlengingu Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshöllinni skrifar 17. apríl 2016 18:30 Geir Guðmundsson sækir að marki Fram. vísir/pjetur Fram lagði Val 26-25 í framlengdum öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta og tryggði sér oddaleik með að jafna einvígið 1-1. Tvíframlengja þurfti fyrsta leik liðanna í rimmunni og þá vann Valur en nú náði Fram að svara eftir eina framlengingu. Valur hafnaði í öðru sæti Olís deildarinnar en Fram því sjöunda en það er ekki að sjá í þessu hnífjafna einvígi en leikurinn í kvöld var jafn á nánast öllum tölum. Aldrei munaði meira en einu marki á liðunum í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik jöfn, 7-7. Valur varð fyrir miklu áfalli snemma leiks þegar Ómar Ingi meiddist að því er virtist illa á hné. Beðið er frekari fregna af meiðslum hans. Valur byrjaði seinni hálfleikinn betur og náði tveggja marka forystu en munurinn á liðunum var aldrei meiri en það. Bæði lið léku frábærlega í vörn í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma en varnirnar voru ekki eins góðar í seinni hálfleik og fyrir vikið mun meira skorað. Valur var að mestu með frumkvæðið í seinni hálfleik og komst yfir þegar 14 sekúndur voru eftir af leiknum. Valsmenn héldu sig hafa klárað leikinn þegar þeir náðu að brjóta á Þorgrími Smára Ólafssyni en leiktíminn var stöðvaður því Guðmundur Hólmar Helgason fékk tveggja mínútna brottvísun og fjórar sekúndur eftir. Þessi tími dugði Fram til að knýja fram framlengingu því Stefán Baldvin Stefánsson skoraði úr þröngu færi rétt áður en leiktímanum lauk. Fram var með frumkvæðið alla framlenginguna þó jafnt væri á flestum tölum. Valur stal framlengingu undir lok venjulegs leiktíma í fyrsta leiknum og því snérist dæmið algjörlega við í kvöld. Þorgrímur Smári og Stefán Darri fóru fyrir Fram í sóknarleiknum en margir leikmenn settu mark sitt á sóknarleik beggja liða. Oddaleikurinn verður leikinn á þriðjudaginn í Valshöllinn að Hlíðarenda og miðað við gæði og spennu leikjanna tveggja sem búnir eru í einvíginu ætti húsið að verða smekkfullt. Þorgrímur Smári: Stálum þessu í endann„Þetta er frábært. Þetta var spennutryllir og ég held að áhorfendur hafi fengið allt fyrir peninginn sinn,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson eftir sigurinn í dag. „Þeir komust tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik og Gulli tók leikhlé. Þá náðum við að stilla aftur, fá vörnina upp aftur og það gekk upp.“ Valur stal framlengingu í fyrri leiknum með að jafna í lokin og í dag var komið að Fram að jafna á síðustu sekúndunum. „Við ætluðum að vinna síðast og áttum það skilið miðað við hvernig sá leikur spilaðist. Við stálum þessu í endann núna. Við áttum þetta inni. „Nú þurfum við að endurhlaða. Það er bara einn dagur í pásu. Við þurfum nóg af Voltareni, liggja heima uppi í rúmi og fara á æfingar á milli,“ sagði Þorgrímur sem óttaðist það lítið það lykilmenn hafi spilað stóran hluta af framlengdum leikjunum tveimur. „Við erum allir ungir. Ég er næst elstur 26 ára. Þeir eru allir með nóg púst og ég fæ vonandi auka púst frá þeim.“ Óskar Bjarni: Eigum mikið inni„Ég held þetta sé sanngjarnt, út frá leikjunum tveimur, því miður,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað klára þetta og við áttum að vinna þetta í seinni hálfleik. Þetta var mjög vel dæmdur leikur og frábært einvígi. Svona hafa leikirnir okkar verið.“ Óskar Bjarni segir lið sitt geta leikið mun betur nánast hvar sem litið er niður. „Við eigum mikið inni bæði sóknar- og varnarlega. Við þurfum að kíkja í eigin barm. Við náðum ekki að laga nógu mikið fyrir þennan leik. Það snýr að okkur þjálfurunum kannski. „Það þurfa fleiri að stíga upp í svona leik. Menn eiga að elska að spila við svona aðstæður. Við þurfum að stíga meira á bensínið og gera þetta af meiri krafti,“ sagði Óskar Bjarni sem sá húmorinn í því að liðin hafi aðeins skorað 14 mörk samtals í fyrri hálfleik en liðinn skoraði sín hvor 14 mörkin í seinni hálfleik venjulegs leiktíma. „Það var Hálogalandsstemning yfir þessu. Það var ekki búið að finna upp hröðu miðjuna og boltinn var tveimur númerum of stór. „Nei, þetta var spennustig. Tvær frábærar varnir og hægur leikur. Menn voru að spila á kúplingunni. Það þarf að stíga almennilega á bensíngjöfina. Gera þetta af meiri krafti. „Varnarlega vorum við flottir í fyrri hálfleik en ekki nógu góðir í seinni hálfleik og framlengingunni. Það var fínt að skora 14 mörk á móti sterkri vörn í seinni hálfleik. Leikmenn verða að vera þolinmóðir og fá fleiri hraðaupphlaup,“ sagði Óskar Bjarni sem vildi sérstaklega hrósa dómgæslu Heimis Arnar Árnasonar og Sigurðar Hjartar Þrastarsonar. Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Fram lagði Val 26-25 í framlengdum öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta og tryggði sér oddaleik með að jafna einvígið 1-1. Tvíframlengja þurfti fyrsta leik liðanna í rimmunni og þá vann Valur en nú náði Fram að svara eftir eina framlengingu. Valur hafnaði í öðru sæti Olís deildarinnar en Fram því sjöunda en það er ekki að sjá í þessu hnífjafna einvígi en leikurinn í kvöld var jafn á nánast öllum tölum. Aldrei munaði meira en einu marki á liðunum í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik jöfn, 7-7. Valur varð fyrir miklu áfalli snemma leiks þegar Ómar Ingi meiddist að því er virtist illa á hné. Beðið er frekari fregna af meiðslum hans. Valur byrjaði seinni hálfleikinn betur og náði tveggja marka forystu en munurinn á liðunum var aldrei meiri en það. Bæði lið léku frábærlega í vörn í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma en varnirnar voru ekki eins góðar í seinni hálfleik og fyrir vikið mun meira skorað. Valur var að mestu með frumkvæðið í seinni hálfleik og komst yfir þegar 14 sekúndur voru eftir af leiknum. Valsmenn héldu sig hafa klárað leikinn þegar þeir náðu að brjóta á Þorgrími Smára Ólafssyni en leiktíminn var stöðvaður því Guðmundur Hólmar Helgason fékk tveggja mínútna brottvísun og fjórar sekúndur eftir. Þessi tími dugði Fram til að knýja fram framlengingu því Stefán Baldvin Stefánsson skoraði úr þröngu færi rétt áður en leiktímanum lauk. Fram var með frumkvæðið alla framlenginguna þó jafnt væri á flestum tölum. Valur stal framlengingu undir lok venjulegs leiktíma í fyrsta leiknum og því snérist dæmið algjörlega við í kvöld. Þorgrímur Smári og Stefán Darri fóru fyrir Fram í sóknarleiknum en margir leikmenn settu mark sitt á sóknarleik beggja liða. Oddaleikurinn verður leikinn á þriðjudaginn í Valshöllinn að Hlíðarenda og miðað við gæði og spennu leikjanna tveggja sem búnir eru í einvíginu ætti húsið að verða smekkfullt. Þorgrímur Smári: Stálum þessu í endann„Þetta er frábært. Þetta var spennutryllir og ég held að áhorfendur hafi fengið allt fyrir peninginn sinn,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson eftir sigurinn í dag. „Þeir komust tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik og Gulli tók leikhlé. Þá náðum við að stilla aftur, fá vörnina upp aftur og það gekk upp.“ Valur stal framlengingu í fyrri leiknum með að jafna í lokin og í dag var komið að Fram að jafna á síðustu sekúndunum. „Við ætluðum að vinna síðast og áttum það skilið miðað við hvernig sá leikur spilaðist. Við stálum þessu í endann núna. Við áttum þetta inni. „Nú þurfum við að endurhlaða. Það er bara einn dagur í pásu. Við þurfum nóg af Voltareni, liggja heima uppi í rúmi og fara á æfingar á milli,“ sagði Þorgrímur sem óttaðist það lítið það lykilmenn hafi spilað stóran hluta af framlengdum leikjunum tveimur. „Við erum allir ungir. Ég er næst elstur 26 ára. Þeir eru allir með nóg púst og ég fæ vonandi auka púst frá þeim.“ Óskar Bjarni: Eigum mikið inni„Ég held þetta sé sanngjarnt, út frá leikjunum tveimur, því miður,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað klára þetta og við áttum að vinna þetta í seinni hálfleik. Þetta var mjög vel dæmdur leikur og frábært einvígi. Svona hafa leikirnir okkar verið.“ Óskar Bjarni segir lið sitt geta leikið mun betur nánast hvar sem litið er niður. „Við eigum mikið inni bæði sóknar- og varnarlega. Við þurfum að kíkja í eigin barm. Við náðum ekki að laga nógu mikið fyrir þennan leik. Það snýr að okkur þjálfurunum kannski. „Það þurfa fleiri að stíga upp í svona leik. Menn eiga að elska að spila við svona aðstæður. Við þurfum að stíga meira á bensínið og gera þetta af meiri krafti,“ sagði Óskar Bjarni sem sá húmorinn í því að liðin hafi aðeins skorað 14 mörk samtals í fyrri hálfleik en liðinn skoraði sín hvor 14 mörkin í seinni hálfleik venjulegs leiktíma. „Það var Hálogalandsstemning yfir þessu. Það var ekki búið að finna upp hröðu miðjuna og boltinn var tveimur númerum of stór. „Nei, þetta var spennustig. Tvær frábærar varnir og hægur leikur. Menn voru að spila á kúplingunni. Það þarf að stíga almennilega á bensíngjöfina. Gera þetta af meiri krafti. „Varnarlega vorum við flottir í fyrri hálfleik en ekki nógu góðir í seinni hálfleik og framlengingunni. Það var fínt að skora 14 mörk á móti sterkri vörn í seinni hálfleik. Leikmenn verða að vera þolinmóðir og fá fleiri hraðaupphlaup,“ sagði Óskar Bjarni sem vildi sérstaklega hrósa dómgæslu Heimis Arnar Árnasonar og Sigurðar Hjartar Þrastarsonar.
Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira