Maggi í Texasborgurum býður sig fram til forseta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2016 16:18 Maggi býður þeim sem skrifa undir meðmælendalistann í hamborgara. Vísir/GVA Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Maggi á Texasborgurum, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Er hann fimmtándi frambjóðandinn til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fara fram í júní. Magnús segir í tilkynningu um framboð sitt að meðmælalistar liggi frammi á veitingastað sínum, Texasborgurum. Ætlar hann að bjóða þeim sem skrifa undir að fá hamborgara. „Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið,“ segir í tilkynningunni. Magnús er fæddur árið 1960 og hefur verið kvæntur Analisa Montecello frá Filippseyjum til tíu ára. Magnús segist ekki eiga peninga í skattaskjólum eða á aflandseyjum en hann sé hlynntur því að virkja auðlindir þjóðarinnar og þá vill hann öflugt velferðarkerfi hér á landi. Magnús hefur um nokkurt skeið stýrt sjónvarpsþættinum Eldhúsi meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN auk þess sem hann hefur rekið veitingastað sinn, Texasborgara. Auk þess hefur hann í gegnum tíðina unnið fjölmörg störf í veitingageiranum. Magnús er nú orðinn fimmtándi forsetaframbjóðandinn en lista yfir alla frambjóðendur má sjá hér fyrir neðan.Listi yfir forsetaframbjóðendur Ari Jósepsson - Youtube-listamaður Andri Snær Magnason - Rithöfundur Ástþór Magnússon - Athafnamaður Benedikt Kristján Mewes - Mjólkurfræðingur Bæring Ólafsson - Forstjóri Elísabet Kristín Jökulsdóttir - Rithöfundur Guðmundur Franklín Jónsson - Athafnamaður Guðrún Margrét Pálsdóttir Halla Tómasdóttir - Athafnakona Heimir Örn Hólmarsson - Rafmagnstæknifræðingur Hildur Þórðardóttir - Þjóðfræðingur Hrannar Pétursson - fyrrverandi upplýsingafulltrúi Sturla Jónsson - Bílstjóri Vigfús Bjarni Albertsson - SjúkrahúspresturYfirlýsing Magnúsar Inga í heild sinniÉg, undirritaður, Magnús Ingi Magnússon veitingamaður, hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands og tel mig þannig geta gert gagn og komið mörgu góðu til leiðar. Í þessu embætti er hægt að vinna að hagsmunum heildarinnar þvert á alla flokka, valdablokkir og hagsmunaöfl. Ég hef vilja og dug til að leiða fólk saman og þykir vænt um land okkar og þjóð.Hér fyrir neðan geri ég grein fyrir þeim málum sem ég legg mesta áherslu á, bakgrunni mínum og því sem ég stend fyrir.Ég fæddist árið 1960 og hlaut heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili.Ég bý að góðri menntun og reynslu frá Íslandi, hef rekið mitt eigið fyrirtæki í langan tíma og verið í sambandi við fjöldann allan af góðu fólki í gegnum tíðina.Ég er kvæntur til tíu ára Analisa Montecello frá Filippseyjum.Ég er trúaður kristinn maður og ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum. Eiginkona mín er kaþólskrar trúar.Ég er ekki tengdur neinum stjórnmálaflokki og hef kosið eftir sannfæringu hverju sinni.Ég vil jafnrétti kvenna og karla og vil vinna að jafnrétti fyrir alla.Ég vil að við tökum vel á móti öllu erlendu fólki sem hingað kemur og að við komum fram við það af virðingu.Ég er fylgjandi öflugu velferðarkerfi og vil efla heilbrigðiskerfið. Ég er hlynntur einkavæðingu samhliða ríkisreknu heilbrigðiskerfi.Ég er fylgjandi öflugu menntakerfi með áherslu á sköpun og frumkvæði þar sem allir hafa jöfn tækifæri á öllum sviðum samfélags okkar.Ég er fylgjandi skýrum leikreglum sem gera okkur kleift að veita bæði einstaklingum og fyrirtækjum athafnafrelsi innan skýrs ramma. Ég tel slíkt athafnafrelsi og sköpunargleði vera forsendur framfara í okkar samfélagi.Ég er meðmæltur því að virkja auðlindir þjóðarinnar. Við verðum að komast að samkomulagi um hvaða orkulindir á að virkja og hverjar á að vernda. Þetta samkomulag verður að vinna af heilindum og með víðtækri framtíðarsýn.Ég hef ekki áhuga á inngöngu Íslands í Evrópusambandið en er hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp viðræður við sambandið.Ég er fylgjandi skýrum leikreglum og vil að Bessastaðir séu vettvangur umræðu og farvegur fyrir vilja þjóðarinnar. Ég tel því mikilvægt að fá niðurstöðu í stjórnarskrármálin.Ég á ekki peninga á aflandseyjum og skattaskjólum.Ég tala og skil ensku, dönsku, sænsku og norsku.Áhugamál mín eru matur, ferðalög innanlands og erlendis, myndlist, tónlist, mótorhjólaferðir og samneyti við góða vini og vinahópa.Ég er stoltur af minni ferilskrá. Mér hefur auðnast að framkvæma margt og hef starfað með góðu fólki hér heima og erlendis.Ég hef starfað mikið úti á landi, t.d. í Munaðarnesi í Borgarfirði, Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi og Laugum í Þingeyjarsýslu.Svo hef ég ferðast mikið um landið allt og tekið upp þætti í Eldhúsi meistaranna á ÍNN og kynnst skemmtilegu fólki.Ég er matreiðslumeistari og veitingamaður. Sautján ára fór ég í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns. Vann á millilandaskipum áður en ég fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann ég á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Fór til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Starfaði á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin hef ég svo rekið Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Árum saman hef ég haldið úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið er afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tek ég menn tali sem eru tengdir mat allsstaðar að af landinu og eru þættirnir orðnir um 300 talsins.Ég hyggst fjármagna mitt framboð sjálfur en tek á móti framlögum ef einhverjir vilja styrkja mig samkvæmt þeim reglum sem um það gilda.Meðmælalistar liggja frammi á Texasborgurum. Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið. Allir eru velkomnir og ég hvet landsbyggðarfólk sérstaklega til að koma við á Texasborgurum þegar það á leið í bæinn. Skilyrði fyrir undirskrift á meðmælalista er að vera íslenskur ríkisborgari og hafa gild skilríki meðferðis. Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Maggi á Texasborgurum, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Er hann fimmtándi frambjóðandinn til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fara fram í júní. Magnús segir í tilkynningu um framboð sitt að meðmælalistar liggi frammi á veitingastað sínum, Texasborgurum. Ætlar hann að bjóða þeim sem skrifa undir að fá hamborgara. „Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið,“ segir í tilkynningunni. Magnús er fæddur árið 1960 og hefur verið kvæntur Analisa Montecello frá Filippseyjum til tíu ára. Magnús segist ekki eiga peninga í skattaskjólum eða á aflandseyjum en hann sé hlynntur því að virkja auðlindir þjóðarinnar og þá vill hann öflugt velferðarkerfi hér á landi. Magnús hefur um nokkurt skeið stýrt sjónvarpsþættinum Eldhúsi meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN auk þess sem hann hefur rekið veitingastað sinn, Texasborgara. Auk þess hefur hann í gegnum tíðina unnið fjölmörg störf í veitingageiranum. Magnús er nú orðinn fimmtándi forsetaframbjóðandinn en lista yfir alla frambjóðendur má sjá hér fyrir neðan.Listi yfir forsetaframbjóðendur Ari Jósepsson - Youtube-listamaður Andri Snær Magnason - Rithöfundur Ástþór Magnússon - Athafnamaður Benedikt Kristján Mewes - Mjólkurfræðingur Bæring Ólafsson - Forstjóri Elísabet Kristín Jökulsdóttir - Rithöfundur Guðmundur Franklín Jónsson - Athafnamaður Guðrún Margrét Pálsdóttir Halla Tómasdóttir - Athafnakona Heimir Örn Hólmarsson - Rafmagnstæknifræðingur Hildur Þórðardóttir - Þjóðfræðingur Hrannar Pétursson - fyrrverandi upplýsingafulltrúi Sturla Jónsson - Bílstjóri Vigfús Bjarni Albertsson - SjúkrahúspresturYfirlýsing Magnúsar Inga í heild sinniÉg, undirritaður, Magnús Ingi Magnússon veitingamaður, hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands og tel mig þannig geta gert gagn og komið mörgu góðu til leiðar. Í þessu embætti er hægt að vinna að hagsmunum heildarinnar þvert á alla flokka, valdablokkir og hagsmunaöfl. Ég hef vilja og dug til að leiða fólk saman og þykir vænt um land okkar og þjóð.Hér fyrir neðan geri ég grein fyrir þeim málum sem ég legg mesta áherslu á, bakgrunni mínum og því sem ég stend fyrir.Ég fæddist árið 1960 og hlaut heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili.Ég bý að góðri menntun og reynslu frá Íslandi, hef rekið mitt eigið fyrirtæki í langan tíma og verið í sambandi við fjöldann allan af góðu fólki í gegnum tíðina.Ég er kvæntur til tíu ára Analisa Montecello frá Filippseyjum.Ég er trúaður kristinn maður og ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum. Eiginkona mín er kaþólskrar trúar.Ég er ekki tengdur neinum stjórnmálaflokki og hef kosið eftir sannfæringu hverju sinni.Ég vil jafnrétti kvenna og karla og vil vinna að jafnrétti fyrir alla.Ég vil að við tökum vel á móti öllu erlendu fólki sem hingað kemur og að við komum fram við það af virðingu.Ég er fylgjandi öflugu velferðarkerfi og vil efla heilbrigðiskerfið. Ég er hlynntur einkavæðingu samhliða ríkisreknu heilbrigðiskerfi.Ég er fylgjandi öflugu menntakerfi með áherslu á sköpun og frumkvæði þar sem allir hafa jöfn tækifæri á öllum sviðum samfélags okkar.Ég er fylgjandi skýrum leikreglum sem gera okkur kleift að veita bæði einstaklingum og fyrirtækjum athafnafrelsi innan skýrs ramma. Ég tel slíkt athafnafrelsi og sköpunargleði vera forsendur framfara í okkar samfélagi.Ég er meðmæltur því að virkja auðlindir þjóðarinnar. Við verðum að komast að samkomulagi um hvaða orkulindir á að virkja og hverjar á að vernda. Þetta samkomulag verður að vinna af heilindum og með víðtækri framtíðarsýn.Ég hef ekki áhuga á inngöngu Íslands í Evrópusambandið en er hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp viðræður við sambandið.Ég er fylgjandi skýrum leikreglum og vil að Bessastaðir séu vettvangur umræðu og farvegur fyrir vilja þjóðarinnar. Ég tel því mikilvægt að fá niðurstöðu í stjórnarskrármálin.Ég á ekki peninga á aflandseyjum og skattaskjólum.Ég tala og skil ensku, dönsku, sænsku og norsku.Áhugamál mín eru matur, ferðalög innanlands og erlendis, myndlist, tónlist, mótorhjólaferðir og samneyti við góða vini og vinahópa.Ég er stoltur af minni ferilskrá. Mér hefur auðnast að framkvæma margt og hef starfað með góðu fólki hér heima og erlendis.Ég hef starfað mikið úti á landi, t.d. í Munaðarnesi í Borgarfirði, Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi og Laugum í Þingeyjarsýslu.Svo hef ég ferðast mikið um landið allt og tekið upp þætti í Eldhúsi meistaranna á ÍNN og kynnst skemmtilegu fólki.Ég er matreiðslumeistari og veitingamaður. Sautján ára fór ég í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns. Vann á millilandaskipum áður en ég fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann ég á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Fór til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Starfaði á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin hef ég svo rekið Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Árum saman hef ég haldið úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið er afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tek ég menn tali sem eru tengdir mat allsstaðar að af landinu og eru þættirnir orðnir um 300 talsins.Ég hyggst fjármagna mitt framboð sjálfur en tek á móti framlögum ef einhverjir vilja styrkja mig samkvæmt þeim reglum sem um það gilda.Meðmælalistar liggja frammi á Texasborgurum. Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið. Allir eru velkomnir og ég hvet landsbyggðarfólk sérstaklega til að koma við á Texasborgurum þegar það á leið í bæinn. Skilyrði fyrir undirskrift á meðmælalista er að vera íslenskur ríkisborgari og hafa gild skilríki meðferðis.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira