Stjórn Bílgreinasambandsins endurkjörin Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2016 09:56 Jón Trausti Ólafsson var endurkjörinn formaður Bílgreinasambandsins. Stjórn Bílgreinasambandsins var endurkjörin á aðalfundi þess í gær. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju er áfram formaður Bílgreinsambandsins og aðrir í stjórn BGS eru Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri hjá BL, Sverrir Gunnarsson, frá Nýsprautun, Lárus Sigurðsson, forstjóri Bílanaust, Einar Sigursson frá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. Varamenn eru Atli Vilhjálmsson frá Betri bílum og Benedikt Eyjólfsson frá Bílabúð Benna. Góð mæting var á aðalfund BGS þar sem Gísli Hauksson, forstjóri Gamma, hélt fyrirlestur og fjallaði m.a. um fjárfestingaþörf í samgöngumannvirkjum. Gísli sagði meðal annars að mjög mikið vantaði upp á fjárfestingar í samgöngumannvirkjum á Íslandi. Gísli sagði ennfremur að miklir fjármunir töpuðust árlega vegna ágangs á þau samgöngumannvirki sem fyrir eru vegna aukningar í umferð og það væri mjög mikilvægt að endurnýja og bæta við nýjum samgöngumannvirkjum. Hann sagði afar brýnt að ráðast í gerð Sundabrautar og tvöföldunar í Hvalfjarðargöngunum. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, hélt erindi um þjónustu og framtíðarhorfur bílaleigugeirans, en sú grein hefur mikið með umhverfi bílgreinarinnar að gera í nútíð og framtíð. Að lokum hélt Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur erindi sem hann kallaði að vinna sigra saman. ,,Það er mikill uppgangur í bílgreininni það sem af er ári og aukningin í nýskráningum fólksbíla sem af er þessu ári miðað við sama tíma í ári er 57%. Allar ytri aðstæður eru góðar og almenn bjarsýni virðist ríkja. Það er góður gangur á bílasölum, verkstæðum og varahlutasölum," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri BGS. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent
Stjórn Bílgreinasambandsins var endurkjörin á aðalfundi þess í gær. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju er áfram formaður Bílgreinsambandsins og aðrir í stjórn BGS eru Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri hjá BL, Sverrir Gunnarsson, frá Nýsprautun, Lárus Sigurðsson, forstjóri Bílanaust, Einar Sigursson frá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. Varamenn eru Atli Vilhjálmsson frá Betri bílum og Benedikt Eyjólfsson frá Bílabúð Benna. Góð mæting var á aðalfund BGS þar sem Gísli Hauksson, forstjóri Gamma, hélt fyrirlestur og fjallaði m.a. um fjárfestingaþörf í samgöngumannvirkjum. Gísli sagði meðal annars að mjög mikið vantaði upp á fjárfestingar í samgöngumannvirkjum á Íslandi. Gísli sagði ennfremur að miklir fjármunir töpuðust árlega vegna ágangs á þau samgöngumannvirki sem fyrir eru vegna aukningar í umferð og það væri mjög mikilvægt að endurnýja og bæta við nýjum samgöngumannvirkjum. Hann sagði afar brýnt að ráðast í gerð Sundabrautar og tvöföldunar í Hvalfjarðargöngunum. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, hélt erindi um þjónustu og framtíðarhorfur bílaleigugeirans, en sú grein hefur mikið með umhverfi bílgreinarinnar að gera í nútíð og framtíð. Að lokum hélt Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur erindi sem hann kallaði að vinna sigra saman. ,,Það er mikill uppgangur í bílgreininni það sem af er ári og aukningin í nýskráningum fólksbíla sem af er þessu ári miðað við sama tíma í ári er 57%. Allar ytri aðstæður eru góðar og almenn bjarsýni virðist ríkja. Það er góður gangur á bílasölum, verkstæðum og varahlutasölum," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri BGS.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent