Þorsteinn Már: Ég mæti bara og spila fótbolta 19. apríl 2016 09:30 Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ólafsvík 11. sætinu í Pepsi-deild karla eins og kom fram í morgun. Sóknarmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson segir að það sé þó skýrt hjá hans mönnum að Víkingur muni ekki falla úr Pepsi-deildinni í ár. „Það kemur okkur ekki á óvart að þið spáið okkur falli enda nýliðar í deildinni. En við reynum bara að afsanna það,“ sagði Þorsteinn Már en viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan. Hann segir að Víkingar séu sáttir við undirbúningstímabilið. „Við töpuðum ekki leik og fengum fá mörk á okkur. En við erum með tvö hópa - annan í Ólafsvík og hinn í Reykjavík og það mætti auðvitað vera betra. En við vorum að koma frá Spáni og erum að verða tilbúnir.“Eins og svart og hvítt Þorsteinn Már er kominn aftur „heim“ í Víking eftir nokkurra ára dvöl í KR þar sem hann fékk oft minna að spila en hann kaus sjálfur. Hann viðurkennir að það sé mikill munur á félögunum. „Þetta er eins og svart og hvítt. Það verður bara að viðurkennast. Við Ólsarar erum ekki með alveg nógu góða aðstöðu og æfum til dæmis inni á handboltavelli - á dúki.“ „Það er ekki hægt að bera þetta saman, hvað aðstöðuna varðar,“ segir Þorsteinn sem segir það gott að liðið náði að styrkja sig með mörgum íslenskum leikmönnum í vetur. „Það er frábært að fá Íslendinga. Það hefur gengið erfiðlega að fá þá vestur. En það er gott fyrir liðið að fá þá. Það eru allir vel gíraðir fyrir sumrinu og allir að verða klárir.“Óeðlilegt ef Ejub myndi ekki æsa sig Ejub Purisevic hefur afrekað að koma Víkingi upp í Pepsi-deildina tvívegis á skömmum tíma en Þorsteinn Már lýsir honum sem ströngum en sanngjörnum þjálfara. „Menn vita alveg hvað þeir eiga að gera. Það fá allir sitt hlutverk og það er ekkert flóknara en það. Hann skilar sínu með aga og festu.“ „Hann hefur gert ótrúlega hluti miðað við aðstöðu - að koma liðinu úr 3. deildinni og í Pepsi-deildina. Fólk áttar sig því kannski ekki alveg á því sem hann hefur náð að gera og samhenginu sem er þarna á milli.“ Ejub hefur ávallt verið líflegur á hliðarlínunni og Þorsteinn Már reiknar ekki með öðru í ár. „Hann heldur bara sínu striki. Það væri óeðlilegt ef hann væri ekki að æsa sig.“Hefði viljað spila meira í KR Þorsteinn Már upplifði stundum sérstaka tíma í KR og sérstaklega á síðasta tímabili þegar hann var þrálátlega orðaður við Ólafsvíkinga. Hann lætur þó ekki fjölmiðlaathygli á sig fá. „Ég æsi mig ekki yfir svona hlutum. Ég mæti bara og spila fótbolta fyrir það lið sem ég er í. Ég er mjög sáttur við minn tíma í KR en það eina sem ég hefði viljað var að spila meira.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ólafsvík 11. sætinu í Pepsi-deild karla eins og kom fram í morgun. Sóknarmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson segir að það sé þó skýrt hjá hans mönnum að Víkingur muni ekki falla úr Pepsi-deildinni í ár. „Það kemur okkur ekki á óvart að þið spáið okkur falli enda nýliðar í deildinni. En við reynum bara að afsanna það,“ sagði Þorsteinn Már en viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan. Hann segir að Víkingar séu sáttir við undirbúningstímabilið. „Við töpuðum ekki leik og fengum fá mörk á okkur. En við erum með tvö hópa - annan í Ólafsvík og hinn í Reykjavík og það mætti auðvitað vera betra. En við vorum að koma frá Spáni og erum að verða tilbúnir.“Eins og svart og hvítt Þorsteinn Már er kominn aftur „heim“ í Víking eftir nokkurra ára dvöl í KR þar sem hann fékk oft minna að spila en hann kaus sjálfur. Hann viðurkennir að það sé mikill munur á félögunum. „Þetta er eins og svart og hvítt. Það verður bara að viðurkennast. Við Ólsarar erum ekki með alveg nógu góða aðstöðu og æfum til dæmis inni á handboltavelli - á dúki.“ „Það er ekki hægt að bera þetta saman, hvað aðstöðuna varðar,“ segir Þorsteinn sem segir það gott að liðið náði að styrkja sig með mörgum íslenskum leikmönnum í vetur. „Það er frábært að fá Íslendinga. Það hefur gengið erfiðlega að fá þá vestur. En það er gott fyrir liðið að fá þá. Það eru allir vel gíraðir fyrir sumrinu og allir að verða klárir.“Óeðlilegt ef Ejub myndi ekki æsa sig Ejub Purisevic hefur afrekað að koma Víkingi upp í Pepsi-deildina tvívegis á skömmum tíma en Þorsteinn Már lýsir honum sem ströngum en sanngjörnum þjálfara. „Menn vita alveg hvað þeir eiga að gera. Það fá allir sitt hlutverk og það er ekkert flóknara en það. Hann skilar sínu með aga og festu.“ „Hann hefur gert ótrúlega hluti miðað við aðstöðu - að koma liðinu úr 3. deildinni og í Pepsi-deildina. Fólk áttar sig því kannski ekki alveg á því sem hann hefur náð að gera og samhenginu sem er þarna á milli.“ Ejub hefur ávallt verið líflegur á hliðarlínunni og Þorsteinn Már reiknar ekki með öðru í ár. „Hann heldur bara sínu striki. Það væri óeðlilegt ef hann væri ekki að æsa sig.“Hefði viljað spila meira í KR Þorsteinn Már upplifði stundum sérstaka tíma í KR og sérstaklega á síðasta tímabili þegar hann var þrálátlega orðaður við Ólafsvíkinga. Hann lætur þó ekki fjölmiðlaathygli á sig fá. „Ég æsi mig ekki yfir svona hlutum. Ég mæti bara og spila fótbolta fyrir það lið sem ég er í. Ég er mjög sáttur við minn tíma í KR en það eina sem ég hefði viljað var að spila meira.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00