Strax komnar 133.000 pantanir í Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 09:10 Tesla Model 3 bíllinn á sviðinu í gærkvöldi og pantanir í bílinn orðnar 133.116 talsins. Tesla Model 3 bíllinn var kynntur í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Samtímis voru opnaðar pantanir fyrir þennan ódýrasta bíl Tesla, sem ekki mun kosta nema 35.000 dollara í sinni ódýrustu mynd. Búist hafði verið við allt að 100.000 pöntunum í bílinn fyrsta sólarhringinn en bara á meðan Elon Musk, forstjóri og eigandi Tesla, kynnti gripinn voru pantanirnar komnar í 115.000. Klukkustund síðar voru þær komnar í 133.000 og nýir kaupendur komu inn um það bil á hverri sekúndu. Hver sá sem festi sér kaup á nýjum Tesla Model 3 bíl þurfti að leggja til 1.000 dollara pöntunargreiðslu og því duttu 133 milljónir dollara inní peningahirslur Tesla í gær. Til frumsýningarinnar á bílnum var boðið 850 manns og var einn Íslendingur þar á meðal, Gísli Gíslason eigandi rafmagnsbílasölunnar Even. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent
Tesla Model 3 bíllinn var kynntur í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Samtímis voru opnaðar pantanir fyrir þennan ódýrasta bíl Tesla, sem ekki mun kosta nema 35.000 dollara í sinni ódýrustu mynd. Búist hafði verið við allt að 100.000 pöntunum í bílinn fyrsta sólarhringinn en bara á meðan Elon Musk, forstjóri og eigandi Tesla, kynnti gripinn voru pantanirnar komnar í 115.000. Klukkustund síðar voru þær komnar í 133.000 og nýir kaupendur komu inn um það bil á hverri sekúndu. Hver sá sem festi sér kaup á nýjum Tesla Model 3 bíl þurfti að leggja til 1.000 dollara pöntunargreiðslu og því duttu 133 milljónir dollara inní peningahirslur Tesla í gær. Til frumsýningarinnar á bílnum var boðið 850 manns og var einn Íslendingur þar á meðal, Gísli Gíslason eigandi rafmagnsbílasölunnar Even.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent