Nýr jepplingur frá Maserati Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 10:15 Þessari mynd af Maserati Kubang hefur verið lekið út. Það er ekki nóg með að Maserati setji á markað jeppann Levante í sumar heldur er ítalska sportfyrirtækið einnig að undirbúa smíði jepplings sem verður öllu minni og fær nafnið Kubang. Hann á að fara í sölu árið 2018. Kubang er mjög líkur Levante og eiginlega eins og smækkuð mynd hans. Hann verður í fyrstu boðinn með 2,0 lítra og fjögurra strokka bensín- og dísilvélum og 9 gíra sjálfskiptingu og mun kosta um 35.000 evrur, eða tæpar 5 milljónir króna. Árið 2019 verður þessi jepplingur einnig í boði með rafmagnsdrifrás eingöngu og á hann að komast heila 800 kílómetra á fullri hleðslu. Rafmótorar hans verða 300 hestöfl svo þar fer nokkuð sprækur bíll. Þessi útfærsla Kubang verður öllu dýrari, eða á um 50.000 evrur. Maserati ætlar síðan að bjóða Kubang í kraftaútfærslu með 4,7 lítra V8 vél sem verður heil 600 hestöfl og öll þau hestöfl verða send til afturhjólanna. Þessi afar öflugi bíll tekur sprettinn í 100 á undir 4 sekúndum. Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent
Það er ekki nóg með að Maserati setji á markað jeppann Levante í sumar heldur er ítalska sportfyrirtækið einnig að undirbúa smíði jepplings sem verður öllu minni og fær nafnið Kubang. Hann á að fara í sölu árið 2018. Kubang er mjög líkur Levante og eiginlega eins og smækkuð mynd hans. Hann verður í fyrstu boðinn með 2,0 lítra og fjögurra strokka bensín- og dísilvélum og 9 gíra sjálfskiptingu og mun kosta um 35.000 evrur, eða tæpar 5 milljónir króna. Árið 2019 verður þessi jepplingur einnig í boði með rafmagnsdrifrás eingöngu og á hann að komast heila 800 kílómetra á fullri hleðslu. Rafmótorar hans verða 300 hestöfl svo þar fer nokkuð sprækur bíll. Þessi útfærsla Kubang verður öllu dýrari, eða á um 50.000 evrur. Maserati ætlar síðan að bjóða Kubang í kraftaútfærslu með 4,7 lítra V8 vél sem verður heil 600 hestöfl og öll þau hestöfl verða send til afturhjólanna. Þessi afar öflugi bíll tekur sprettinn í 100 á undir 4 sekúndum.
Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent