Aukning bílasölu 36,9% í mars Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 14:43 Bílasala hefst með krafti á fyrsta ársfjórðungi þó svo aukningin sé minni í mars en fyrstu tvo mánuði ársins. Aukning í nýskráningum fólksbíla í mars nam 36,9% samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1.338 nýir fólksbílar í mars síðastliðnum á móti 977 á síðasta ári. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 31. mars hefur samtals aukist um 57,5% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 3.605 á móti 2.289 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 1.316 bíla. Því hefur hægt á aukningunni í mars miðað við fyrstu tvo mánuði ársins. Nýskráðir bílaleigubílar frá 1. janúar til 31. mars eru 1.488 stk. eða 41% af heildarnýskráningum. Sala á nýjum bílum er góð og hafa bæði einstaklingar og fyrirtæki farið vel af stað með endurnýjun á bílum í ár. Einnig er mikil aukning í nýskráningum bílaleigubíla og hlutfall þeirra hátt í heildarskráningum. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent
Aukning í nýskráningum fólksbíla í mars nam 36,9% samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1.338 nýir fólksbílar í mars síðastliðnum á móti 977 á síðasta ári. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 31. mars hefur samtals aukist um 57,5% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 3.605 á móti 2.289 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 1.316 bíla. Því hefur hægt á aukningunni í mars miðað við fyrstu tvo mánuði ársins. Nýskráðir bílaleigubílar frá 1. janúar til 31. mars eru 1.488 stk. eða 41% af heildarnýskráningum. Sala á nýjum bílum er góð og hafa bæði einstaklingar og fyrirtæki farið vel af stað með endurnýjun á bílum í ár. Einnig er mikil aukning í nýskráningum bílaleigubíla og hlutfall þeirra hátt í heildarskráningum.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent