Með hendurnar í alls kyns deigi Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. apríl 2016 09:00 Sigurður Guðmundsson, tónlistarmaður og bakari, er alltaf skælbrosandi í bakaríinu. Vísir/Vilhelm Sigurður er óneitanlega töluvert þekktari fyrir störf sín sem tónlistarmaður með Hjálmum, Baggalút og fleirum, svo að það er von að þeir sem sjá hann í bakaríinu með hendurnar á kafi í deigi velti því fyrir sér hvort hann sé menntaður bakari. „Nei, ég er bara vitleysingur,“ segir Sigurður og hlær, „en ég hef samt verið að baka heima hjá mér í svona 4 -5 ár. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á alvöru brauðbakstri, súrdeigsbrauði og öðru þar sem er unnið með alvöru hráefni,“ útskýrir Sigurður. Það hljómar eins og það sé nokkuð stórt skref að stökkva úr því að vera áhugamaður um bakstur og beint ofan í djúpu laugina í atvinnubrauðbakstri „Ég frétti af því að hann Ágúst Einþórsson (eigandi Brauð&co.) væri að opna þetta bakarí og ég hringdi beint í hann og sótti um starf, hann var alveg til í að fá mig í vinnu hjá sér.“ Vísir/VilhelmÞað hlýtur að vera töluverð tilbreyting að fara af sviðinu og inn í bakarí. „Hér er góður fílingur og við erum brosandi og hressir í vinnunni. Þetta er opið bakarí, fólk getur séð inn í vinnsluna og það er ekki verið að fela neitt hérna. Fólki finnst þetta skemmtilegt, það er mikið verið að taka myndir af starfseminni. Hér notum við líka alvöru, lífræn hráefni – ekkert bull.“ Stemmingin hljómar vissulega ekki svo ólík þeirri stemmingu sem ríkir á tónleikum og Sigurður virðist vera á heimavelli í bakstrinum. „Ég er alltaf að gera einhverja músík, maður er alltaf að henda í eitthvert deig,“ svarar Sigurður kíminn spurður að því hvort hann sé að vinna í einhverri tónlist þessa dagana. „Brauðdeigið er samt orðið stór partur af tilveru minni. Það er rosalega fínt að skipta svona um vettvang og einbeita sér aðeins að öðruvísi hlutum en tónlistinni tímabundið,“ segir Sigurður sem lætur baksturinn greinilega ekki aftra sér frá að skapa tónlist. Brauð&co. er mörgum kærkomin viðbót í bakarísflóru miðbæjarins og fólk streymir þangað alls staðar að úr bænum. „Það var t.d. gjörsamlega fullt út úr dyrum alla páskana, það seldist allt saman upp rétt fyrir hádegi. Fólk er að koma hingað úr Kópavogi og Garðabæ og yfirgefa staðinn skælbrosandi,“ segir Sigurður hæstánægður með velgengnina. Hjálmar spila í kvöld í Gamla bíói á styrktartónleikum Blás apríls, styrktarfélags barna með einhverfu. Þar koma þeir fram ásamt Júníusi Meyvant og hljómsveitinni Valdimar, kynnir verður Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Miðasala er í fullum gangi á Miði.is. Tónlist Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Sigurður er óneitanlega töluvert þekktari fyrir störf sín sem tónlistarmaður með Hjálmum, Baggalút og fleirum, svo að það er von að þeir sem sjá hann í bakaríinu með hendurnar á kafi í deigi velti því fyrir sér hvort hann sé menntaður bakari. „Nei, ég er bara vitleysingur,“ segir Sigurður og hlær, „en ég hef samt verið að baka heima hjá mér í svona 4 -5 ár. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á alvöru brauðbakstri, súrdeigsbrauði og öðru þar sem er unnið með alvöru hráefni,“ útskýrir Sigurður. Það hljómar eins og það sé nokkuð stórt skref að stökkva úr því að vera áhugamaður um bakstur og beint ofan í djúpu laugina í atvinnubrauðbakstri „Ég frétti af því að hann Ágúst Einþórsson (eigandi Brauð&co.) væri að opna þetta bakarí og ég hringdi beint í hann og sótti um starf, hann var alveg til í að fá mig í vinnu hjá sér.“ Vísir/VilhelmÞað hlýtur að vera töluverð tilbreyting að fara af sviðinu og inn í bakarí. „Hér er góður fílingur og við erum brosandi og hressir í vinnunni. Þetta er opið bakarí, fólk getur séð inn í vinnsluna og það er ekki verið að fela neitt hérna. Fólki finnst þetta skemmtilegt, það er mikið verið að taka myndir af starfseminni. Hér notum við líka alvöru, lífræn hráefni – ekkert bull.“ Stemmingin hljómar vissulega ekki svo ólík þeirri stemmingu sem ríkir á tónleikum og Sigurður virðist vera á heimavelli í bakstrinum. „Ég er alltaf að gera einhverja músík, maður er alltaf að henda í eitthvert deig,“ svarar Sigurður kíminn spurður að því hvort hann sé að vinna í einhverri tónlist þessa dagana. „Brauðdeigið er samt orðið stór partur af tilveru minni. Það er rosalega fínt að skipta svona um vettvang og einbeita sér aðeins að öðruvísi hlutum en tónlistinni tímabundið,“ segir Sigurður sem lætur baksturinn greinilega ekki aftra sér frá að skapa tónlist. Brauð&co. er mörgum kærkomin viðbót í bakarísflóru miðbæjarins og fólk streymir þangað alls staðar að úr bænum. „Það var t.d. gjörsamlega fullt út úr dyrum alla páskana, það seldist allt saman upp rétt fyrir hádegi. Fólk er að koma hingað úr Kópavogi og Garðabæ og yfirgefa staðinn skælbrosandi,“ segir Sigurður hæstánægður með velgengnina. Hjálmar spila í kvöld í Gamla bíói á styrktartónleikum Blás apríls, styrktarfélags barna með einhverfu. Þar koma þeir fram ásamt Júníusi Meyvant og hljómsveitinni Valdimar, kynnir verður Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Miðasala er í fullum gangi á Miði.is.
Tónlist Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira