Ólafía Þórunn er í 19. sæti: Ætla að slappa aðeins meira af á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2016 17:40 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék á einu höggi undir pari á öðrum keppnisdegi á Terre Blanche golfmótinu á LET Access atvinnumótaröðinni í Frakklandi í dag. Ólafía Þórunn lék holurnar átján á 72 höggum, fékk alls þrjá fugla og tvo skolla. Ólafía var hinsvegar í fjölmörgum færum að fá fleiri fugla og kom sér ítrekað í góð færi á hringnum. Hún hefur þar með leiki tvo fyrstu hringina á 74 og 72 höggum og er á pari eftir tvo fyrstu keppnisdagana. Þessi spilamennska skilaði Ólafíu Þórunni í 19. til 25. sætið fyrir lokahringinn á morgun. Þrír áhugakylfingar eru í þremur efstu sætunum en Luna Sobron frá Spáni er þar efst á ellefu höggum undir pari. Holur fimm og sautján hafa reynst íslenska kylfingnum vel en hún hefur verið með fugla á þeim á báðum hringum. „Það var meiri stöðugleiki í golfinu mínu í dag og lengdarstjórnunin var betri í dag en í gær. Það var smá pirringur í mér af og til. Það var hinsvegar mjög fínt að vera einn undir en mér leið eins og ég væri yfir pari vallar. Á morgun ætla ég að reyna að hafa gaman þessu og slappa aðeins meira af,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali á heimasíðu Golfsambandsins.pic.twitter.com/OFYaOSxsv5— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) April 1, 2016 Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék á einu höggi undir pari á öðrum keppnisdegi á Terre Blanche golfmótinu á LET Access atvinnumótaröðinni í Frakklandi í dag. Ólafía Þórunn lék holurnar átján á 72 höggum, fékk alls þrjá fugla og tvo skolla. Ólafía var hinsvegar í fjölmörgum færum að fá fleiri fugla og kom sér ítrekað í góð færi á hringnum. Hún hefur þar með leiki tvo fyrstu hringina á 74 og 72 höggum og er á pari eftir tvo fyrstu keppnisdagana. Þessi spilamennska skilaði Ólafíu Þórunni í 19. til 25. sætið fyrir lokahringinn á morgun. Þrír áhugakylfingar eru í þremur efstu sætunum en Luna Sobron frá Spáni er þar efst á ellefu höggum undir pari. Holur fimm og sautján hafa reynst íslenska kylfingnum vel en hún hefur verið með fugla á þeim á báðum hringum. „Það var meiri stöðugleiki í golfinu mínu í dag og lengdarstjórnunin var betri í dag en í gær. Það var smá pirringur í mér af og til. Það var hinsvegar mjög fínt að vera einn undir en mér leið eins og ég væri yfir pari vallar. Á morgun ætla ég að reyna að hafa gaman þessu og slappa aðeins meira af,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali á heimasíðu Golfsambandsins.pic.twitter.com/OFYaOSxsv5— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) April 1, 2016
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira