Úrvalsdeildarlið Stjörnunnar í knattspyrnu karla hefur fengið frekari liðstyrk fyrir Pepsi-deildina í sumar. Stjarnan sendi frá sér yfirlýsingu fyrir skömmu þar tilkynnt var að jamaíski markvörðurinn Duwayne Kerr hafi skrifað undir samning við félagið.
Kerr kemur til Stjörnunnar frá norska liðinu Sarpsburg 08. Kerr hefur leikið undanfarin fimm ár í Noregi en hann er 29 ára gamall og er 195 cm. á hæð. Kerr er einn af landsliðsmarkvörðum Jamaíku.
Kerr lék alls 23 leiki fyrir Sarpsburg 08 á síðustu leiktíð í Noregi en liðið fór m.a. í úrslit norsku bikarkeppninnar.
Landsliðsmarkvörður Jamaíku til liðs við Stjörnuna í Garðabæ
