Körfubolti

Griffin ætlar að spila þrátt fyrir meiðsli

Blake Griffin á erfitt með að bíða á hliðarlínunni á meðan meiðsli hans jafna sig að fullu.
Blake Griffin á erfitt með að bíða á hliðarlínunni á meðan meiðsli hans jafna sig að fullu. vísir/getty
Blake Griffin, leikmaður LA Clippers í NBA, segist ætla að spila leik liðsins gegn Washington Wizards í kvöld þrátt fyrir að vera enn með rifinn lærvöðva.

Griffin hefur ekki spilað með LA Clippers síðustu þrjá mánuði og virðist vera orðinn þreyttur á að horfa á leiki liðsins frá hliðarlínunni.

"Rifan er enn til staðar. Þetta snýst bara um að höndla sársaukan og komast í gegnum þetta," segir Griffin alveg svellkaldur.

Griffin reif lærvöðva á jóladag í leik gegn LA Lakers. Útlit var fyrir að hann gæti byrjað að spila í enda janúar en bakslag kom í meiðslin og ákveðið var að hann skildi ekki spila. Skömmu síðar braut Griffin á sér hendina eftir rifrildi við aðstoðarbúningastjóra liðsins.

"Ég vil ekki segja að meiðslin hafi verið ranglega greind en við vorum ekki að gera rétta hluti. Allt sem ég var að gera jók álagið á lærvöðvann. Lítil rifa varð að þriggja mánaða löngum meiðslum af því að við vorum ekki að gera réttu hlutina þar til við áttuðum okkur á þessu," segir Griffin.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×