Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2016 18:01 Hér má sjá skjáskot af umfjöllun þýska dagblaðsins. Süddeutsche Zeitung Þýska dagblaðið Süddeutsche Zeitung hefur birt grein þar sem fjallað er um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. Greinin ber heitið „Stormur nálgast“ og er byggð á Panama-skjölunum en þar eru þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra nefnd til sögunnar ásamt Hrólfi Ölvissyni, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins og nokkrum af fyrrverandi æðstu bankamönnunum landsins. Þýska dagblaðið segir fjölda þeirra Íslendinga sem eru tengdir skattaskjólum vera sláandi þegar litið er til þess að íbúafjöldi Íslands telur 330 þúsund manns. Segir blaðið annan storm nálgast Ísland eftir þann sem reið yfir árið 2008 þegar íslenska bankakerfið féll.Teikning þýska dagblaðsins af þjóðarleiðtogum, núverandi og fyrrverandi, sem tengjast Panama-skjölunum. Þar má sjá Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands, Bashar al-Assad forseta Sýrlands, Vladimir Putin forseta Rússlands, Petro Poroshenko forseti Úkraínu og Mahmoud Ahmadinejad fyrrverandi forseti Íran.Vísir/Süddeutsche Zeitung.Fyrir nokkru steig eiginkona Sigmundar Davíð, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, fram á Facebook og greindi frá aflandsfélaginu Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf hennar. Í ljós kom að Anna Sigurlaug hafði stigið fram eftir að hafa fengið spurningar frá blaðamönnum um félagið, sem reyndist vera Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður hjá Reykjavík Media. Í umfjöllun þýska blaðsins er fjallað um eignarhald Sigmundar á félaginu. Þar kemur fram að Wintris var stofnað 9. október árið 2007, reikningur er opnaður fyrir félagið Wintris hjá Credit Suisse 3. apríl árið 2008. 25. apríl árið 2009 er hann kjörinn á þing en á gamlársdag árið 2009 selur hann helmingshlut sinn í Wintris til unnustu sinnar Önnu Sigurlaugar fyrir einn Bandaríkjadollar. Þýska blaðið segir þessi tengsl Sigmundar Davíð koma pólitískum ferli hans illa. Hann er sagður hafa náð miklu fylgi vegna tengsla sinna við In Defence-hópinn sem fór mikinn í vörn fyrir Ísland eftir að Bretar settu hryðjuverkalög á Ísland. Þá er einnig fjallað um þátt In Defence í Icesave-málinu þar sem þjóðin hafnaði samningum við Breta og Hollendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu og fór málið fyrir dómstóla þar sem íslenska ríkið hafði betur. Þýska dagblaðið hefur eftir heimildarmönnum að Sigmundur hafi ekki sagt meðlimum In Defence-hópnum frá Wintris.All information on the biggest data-leak: https://t.co/KsSuPDHG3F #panamapapershttps://t.co/Glg7u0LnQl— Süddeutsche Zeitung (@SZ) April 3, 2016 Leki Panama-skjalanna er afrakstur tíu mánaða rannsóknarvinnu á gögnum úr panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca. Ónefndur heimildarmaður hafði samband við Süddeutsche Zeitung og bauð gögnin en myndbandið hér fyrir ofan sýnir samtalið þegar heimildarmaðurinn setti sig fyrst í samband við miðilinn. Lekinn er einn sá stærsti í sögunni og telur um 11,5 milljónir gagna upp á 2,6 terabæt. Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna og miðlar út um allan heim tóku saman með Süddeutsche Zeitung til að fara yfir Panama-skjölin. Á Íslandi var það fjölmiðlafyrirtækið Reykjavík Media sem fór yfir gögnin en hægt er að skoða úttekt þess á vef Reykjavík Media, rme.is. Mossack Fonseca er fjórða stærsta fyrirtækið sem býður sérstaklega upp á aðstoð við að stofna aflandsfélög. Það hefur starfað fyrir 300 þúsund fyrirtæki og með miklar tengingar við Bretland. Fyrirtækið starfar í skattaskjólum í Sviss, Kýpur, Bresku jómfrúaeyjum og bresku eyjunum Guernesey, Jersey, og Isle of Man.Lekinn er af stærðargráðu sem ekki hefur þekkst áður.Süddeutsche ZeitungHér fyrir neðan má sjá umræðu um #panamapapers sem fram fer á Twitter en hún teygir anga sína um heim allan.#panamapapers Tweets Panama-skjölin Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Þýska dagblaðið Süddeutsche Zeitung hefur birt grein þar sem fjallað er um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. Greinin ber heitið „Stormur nálgast“ og er byggð á Panama-skjölunum en þar eru þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra nefnd til sögunnar ásamt Hrólfi Ölvissyni, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins og nokkrum af fyrrverandi æðstu bankamönnunum landsins. Þýska dagblaðið segir fjölda þeirra Íslendinga sem eru tengdir skattaskjólum vera sláandi þegar litið er til þess að íbúafjöldi Íslands telur 330 þúsund manns. Segir blaðið annan storm nálgast Ísland eftir þann sem reið yfir árið 2008 þegar íslenska bankakerfið féll.Teikning þýska dagblaðsins af þjóðarleiðtogum, núverandi og fyrrverandi, sem tengjast Panama-skjölunum. Þar má sjá Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands, Bashar al-Assad forseta Sýrlands, Vladimir Putin forseta Rússlands, Petro Poroshenko forseti Úkraínu og Mahmoud Ahmadinejad fyrrverandi forseti Íran.Vísir/Süddeutsche Zeitung.Fyrir nokkru steig eiginkona Sigmundar Davíð, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, fram á Facebook og greindi frá aflandsfélaginu Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf hennar. Í ljós kom að Anna Sigurlaug hafði stigið fram eftir að hafa fengið spurningar frá blaðamönnum um félagið, sem reyndist vera Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður hjá Reykjavík Media. Í umfjöllun þýska blaðsins er fjallað um eignarhald Sigmundar á félaginu. Þar kemur fram að Wintris var stofnað 9. október árið 2007, reikningur er opnaður fyrir félagið Wintris hjá Credit Suisse 3. apríl árið 2008. 25. apríl árið 2009 er hann kjörinn á þing en á gamlársdag árið 2009 selur hann helmingshlut sinn í Wintris til unnustu sinnar Önnu Sigurlaugar fyrir einn Bandaríkjadollar. Þýska blaðið segir þessi tengsl Sigmundar Davíð koma pólitískum ferli hans illa. Hann er sagður hafa náð miklu fylgi vegna tengsla sinna við In Defence-hópinn sem fór mikinn í vörn fyrir Ísland eftir að Bretar settu hryðjuverkalög á Ísland. Þá er einnig fjallað um þátt In Defence í Icesave-málinu þar sem þjóðin hafnaði samningum við Breta og Hollendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu og fór málið fyrir dómstóla þar sem íslenska ríkið hafði betur. Þýska dagblaðið hefur eftir heimildarmönnum að Sigmundur hafi ekki sagt meðlimum In Defence-hópnum frá Wintris.All information on the biggest data-leak: https://t.co/KsSuPDHG3F #panamapapershttps://t.co/Glg7u0LnQl— Süddeutsche Zeitung (@SZ) April 3, 2016 Leki Panama-skjalanna er afrakstur tíu mánaða rannsóknarvinnu á gögnum úr panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca. Ónefndur heimildarmaður hafði samband við Süddeutsche Zeitung og bauð gögnin en myndbandið hér fyrir ofan sýnir samtalið þegar heimildarmaðurinn setti sig fyrst í samband við miðilinn. Lekinn er einn sá stærsti í sögunni og telur um 11,5 milljónir gagna upp á 2,6 terabæt. Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna og miðlar út um allan heim tóku saman með Süddeutsche Zeitung til að fara yfir Panama-skjölin. Á Íslandi var það fjölmiðlafyrirtækið Reykjavík Media sem fór yfir gögnin en hægt er að skoða úttekt þess á vef Reykjavík Media, rme.is. Mossack Fonseca er fjórða stærsta fyrirtækið sem býður sérstaklega upp á aðstoð við að stofna aflandsfélög. Það hefur starfað fyrir 300 þúsund fyrirtæki og með miklar tengingar við Bretland. Fyrirtækið starfar í skattaskjólum í Sviss, Kýpur, Bresku jómfrúaeyjum og bresku eyjunum Guernesey, Jersey, og Isle of Man.Lekinn er af stærðargráðu sem ekki hefur þekkst áður.Süddeutsche ZeitungHér fyrir neðan má sjá umræðu um #panamapapers sem fram fer á Twitter en hún teygir anga sína um heim allan.#panamapapers Tweets
Panama-skjölin Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira