Bjarni Ben og Sigmundur Davíð boða komu sína á Alþingi í dag Ingvar Haraldsson skrifar 4. apríl 2016 05:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Fréttablaðið/Valli Stjórnarandstaðan hyggst leggja fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof á næstu dögum. „Í alþjóðlegu samhengi kemur þetta skelfilega út fyrir íslenskt samfélag og forsætisráðherra segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna. Fjallað var um aflandsfélög tengd Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og öðrum íslenskra stjórnmálamönnum í fjölmiðlum um allan heim í gær. Katrín segir að Sigmundur hefði átt að gera grein fyrir félaginu Wintris, þegar hann var kosinn á þing árið 2009 og með því hafi Sigmundur ákveðið að spila ekki eftir reglum samfélagsins með því að halda félaginu leyndu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segist ekki sjá aðra leið en að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ segir Helgi. Þá segir Helgi Hrafn skýringar Sigmundar á aðkomu sinni að félaginu Wintris ekki standast. Til að mynda segist Helgi Hrafn ekki skilja þá útskýringu Sigmundar að mistök bankans hafi orðið til þess að forsætisráðherra hafi átt helmingshlut í Wintris, miðað við upplýsingar sem birtust í gær. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir málið mun alvarlegra en hann hafi búist við. Þá dugi ekki þær skýringar sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi gefið á sínum málum. Ríkisstjórnin sé rúin trausti og að hans mati er engin leið að komast hjá vantrauststillögu við þessar aðstæður „Við þessar aðstæður, þegar þessi ásýnd af Íslandi blasir við, einu vestrænna lýðræðisríkja, að þar sé stjórnmálastéttin á bólakafi í skattsvikum það kallar auðvitað á það að við sameinumst hér á vettvangi Alþingis um það að bjarga ásýnd lýðræðis og góðra stjórnarhátta í landinu,“ segir Árni Páll. Stjórnarandstaðan hafði óskað eftir því að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis yrði kallaður fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis. Árni Páll segir Birgi Ármannsson, starfandi formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafa sagt að ekki væri ástæða til að kalla Tryggva fyrir nefndina en ekki náðist í Birgi í gær. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðu ríkisstjórnarinnar verða rædda á þingflokksfundi í dag og hvort styðja eigi áfram Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem forsætisráðherra. Nú bíði hann hins vegar eftir því að forsætisráðherra svari því sem kom fram í þætti Kastljóssins í gær. Hann segir það hins vegar þannig að hann treysti Sigmundi sem forsætisráðherra og það hafi ekki breyst. „Ég tala auðvitað ekki fyrir hönd flokksins en þetta verður rætt á fundi í dag. Við ræðum stöðu ríkisstjórnarinnar í hverri viku og á því verður engin breyting á þingflokksfundinum,“ segir Brynjar. „Þetta lítur hins vegar verr út fyrir Sigmund eftir Kastljósþáttinn og þetta er pólitískt erfitt fyrir forsætisráðherrann.“ Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hafa boðað komu í óundirbúinn fyrirspurnartíma Alþingi klukkan þrjú í dag. Hvorki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra né aðra ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir ítarlegar tilraunir. Þá náðist ekki heldur í Vigdísi Hauksdóttir, formann fjárlaganefndar, Ásmund Einar Daðason, þingsflokksformann Framsóknarflokksins, eða Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vildu ekki tjá sig um málið. Panama-skjölin Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Stjórnarandstaðan hyggst leggja fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof á næstu dögum. „Í alþjóðlegu samhengi kemur þetta skelfilega út fyrir íslenskt samfélag og forsætisráðherra segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna. Fjallað var um aflandsfélög tengd Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og öðrum íslenskra stjórnmálamönnum í fjölmiðlum um allan heim í gær. Katrín segir að Sigmundur hefði átt að gera grein fyrir félaginu Wintris, þegar hann var kosinn á þing árið 2009 og með því hafi Sigmundur ákveðið að spila ekki eftir reglum samfélagsins með því að halda félaginu leyndu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segist ekki sjá aðra leið en að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ segir Helgi. Þá segir Helgi Hrafn skýringar Sigmundar á aðkomu sinni að félaginu Wintris ekki standast. Til að mynda segist Helgi Hrafn ekki skilja þá útskýringu Sigmundar að mistök bankans hafi orðið til þess að forsætisráðherra hafi átt helmingshlut í Wintris, miðað við upplýsingar sem birtust í gær. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir málið mun alvarlegra en hann hafi búist við. Þá dugi ekki þær skýringar sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi gefið á sínum málum. Ríkisstjórnin sé rúin trausti og að hans mati er engin leið að komast hjá vantrauststillögu við þessar aðstæður „Við þessar aðstæður, þegar þessi ásýnd af Íslandi blasir við, einu vestrænna lýðræðisríkja, að þar sé stjórnmálastéttin á bólakafi í skattsvikum það kallar auðvitað á það að við sameinumst hér á vettvangi Alþingis um það að bjarga ásýnd lýðræðis og góðra stjórnarhátta í landinu,“ segir Árni Páll. Stjórnarandstaðan hafði óskað eftir því að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis yrði kallaður fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis. Árni Páll segir Birgi Ármannsson, starfandi formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafa sagt að ekki væri ástæða til að kalla Tryggva fyrir nefndina en ekki náðist í Birgi í gær. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðu ríkisstjórnarinnar verða rædda á þingflokksfundi í dag og hvort styðja eigi áfram Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem forsætisráðherra. Nú bíði hann hins vegar eftir því að forsætisráðherra svari því sem kom fram í þætti Kastljóssins í gær. Hann segir það hins vegar þannig að hann treysti Sigmundi sem forsætisráðherra og það hafi ekki breyst. „Ég tala auðvitað ekki fyrir hönd flokksins en þetta verður rætt á fundi í dag. Við ræðum stöðu ríkisstjórnarinnar í hverri viku og á því verður engin breyting á þingflokksfundinum,“ segir Brynjar. „Þetta lítur hins vegar verr út fyrir Sigmund eftir Kastljósþáttinn og þetta er pólitískt erfitt fyrir forsætisráðherrann.“ Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hafa boðað komu í óundirbúinn fyrirspurnartíma Alþingi klukkan þrjú í dag. Hvorki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra né aðra ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir ítarlegar tilraunir. Þá náðist ekki heldur í Vigdísi Hauksdóttir, formann fjárlaganefndar, Ásmund Einar Daðason, þingsflokksformann Framsóknarflokksins, eða Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vildu ekki tjá sig um málið.
Panama-skjölin Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira