Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 07:48 „Ég vona að hann Sigmundur Davíð skilji alvarleika málsins og sjái sóma sinn í því að segja af sér fyrir þingfund í dag. Mikil er ábyrgð hans ef hann gerir það ekki. Það er gríðarleg ólga í samfélaginu eftir að hann var afhjúpaður í Kastljósi í gær sem loddari og lygari með vænissýki á háu stigi.“ Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni nú í morgunsárið. Tilefnið er flestum kunnugt; ítarleg umfjöllun í Kastljósi í gær um tengsl forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjunum.Ég vona að hann Sigmundur Davíð skilji alvarleika málsins og sjái sóma sinn í því að segja af sér fyrir þingfund í dag....Posted by Birgitta Jónsdóttir on Sunday, 3 April 2016Það er ekki ofsögum sagt að mikil ólga sé í samfélaginu vegna málsins. Um 7.500 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 17 í dag og þá hafa tæplega 22 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem forsætisráðherra er sagt upp störfum. Þá hefur verið sett upp vefsíða þar sem einfaldlega er spurt hvort að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér. Sé smellt á síðuna fær maður svar við þessari einföldu spurningu. Þing kemur saman á ný í dag eftir páskahlé klukkan 15 og eiga bæði forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þá mun stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis funda í hádeginu til að ræða aflandsfélög og hæfi Sigmundar Davíðs. Nú klukkan 8.15 munu síðan formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar funda en að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, er ætlunin að fara yfir daginn og stilla saman strengi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Bjarni Ben og Sigmundur Davíð boða komu sína á Alþingi í dag Stjórnarandstaðan mun leggja fram vantrauststillögu þar sem ljóst sé að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um hagsmunatengsl sín. 4. apríl 2016 05:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
„Ég vona að hann Sigmundur Davíð skilji alvarleika málsins og sjái sóma sinn í því að segja af sér fyrir þingfund í dag. Mikil er ábyrgð hans ef hann gerir það ekki. Það er gríðarleg ólga í samfélaginu eftir að hann var afhjúpaður í Kastljósi í gær sem loddari og lygari með vænissýki á háu stigi.“ Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni nú í morgunsárið. Tilefnið er flestum kunnugt; ítarleg umfjöllun í Kastljósi í gær um tengsl forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjunum.Ég vona að hann Sigmundur Davíð skilji alvarleika málsins og sjái sóma sinn í því að segja af sér fyrir þingfund í dag....Posted by Birgitta Jónsdóttir on Sunday, 3 April 2016Það er ekki ofsögum sagt að mikil ólga sé í samfélaginu vegna málsins. Um 7.500 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 17 í dag og þá hafa tæplega 22 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem forsætisráðherra er sagt upp störfum. Þá hefur verið sett upp vefsíða þar sem einfaldlega er spurt hvort að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér. Sé smellt á síðuna fær maður svar við þessari einföldu spurningu. Þing kemur saman á ný í dag eftir páskahlé klukkan 15 og eiga bæði forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þá mun stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis funda í hádeginu til að ræða aflandsfélög og hæfi Sigmundar Davíðs. Nú klukkan 8.15 munu síðan formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar funda en að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, er ætlunin að fara yfir daginn og stilla saman strengi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Bjarni Ben og Sigmundur Davíð boða komu sína á Alþingi í dag Stjórnarandstaðan mun leggja fram vantrauststillögu þar sem ljóst sé að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um hagsmunatengsl sín. 4. apríl 2016 05:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00
Bjarni Ben og Sigmundur Davíð boða komu sína á Alþingi í dag Stjórnarandstaðan mun leggja fram vantrauststillögu þar sem ljóst sé að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um hagsmunatengsl sín. 4. apríl 2016 05:00