Starfsfólk Alþingis þurfti að taka til fyrir utan þinghúsið í dag þar sem skyri hafði verið slett á þinghúsið. Orðatiltækið „að sletta fyrsta skyrinu“ er vel þekkt en það er notað í háði um ásakanir annarra, til dæmis um þá sem tala eða láta sem þeir hafi ráð á einhverju eða geti leyft sér eitthvað að því er segir í útskýringu á Vísindavef Háskóla Íslands.
Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Austurvelli á öðrum tímanum í dag og fylgdist með undirbúningi lögreglu og hreinsunarstörfum.
Að neðan má sjá myndband frá hreinsunarstörfum við þinghúsið.

