Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Snærós Sindradóttir skrifar 5. apríl 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sat og teiknaði dúllur á meðan stjórnarandstaðan hélt þrumuræður um meint vanhæfi hans. vísir/Vilhelm Traust á milli ríkisstjórnarflokkana er horfið. Megn óánægja ríkir innan beggja flokka, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, með forsætisráðherra Sigmund Davíð Gunnlaugsson í aflandsfélagamálinu síðustu daga. Beðið er eftir viðbrögðum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en hann er væntanlegur heim úr fríi frá Flórida í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins einróma í þeirri skoðun sinni að traust á milli samstarfsflokkanna sé við frostmark. Enginn vilji sé til þess að „fara í slag við þjóðina.“ Stjórnarandstaðan hefur borið fram þingsályktunartillögu um vantraust og þingrof. Tillagan kemur til umræðu á Alþingi næstu daga.Helgi Hjörvar þingflokksformaður Ssamfylkingar. Fréttablaðið/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær í þættinum Ísland í dag að til greina kæmi að opna bókhald sitt og eiginkonu sinnar til að sanna að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Áður hafði félagið verið skráð í helmings eigu Sigmundar til 31. desember 2009. Degi síðar gengu í gildi lög um skattlagningu erlendra félaga. Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, tók af skarið í gær og lýsti því yfir að félagið myndi ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs. Þá skora bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri á Sigmund að segja af sér. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sé sammála því að Sigmundi sé ekki sætt í embætti. Bjarni Benediktsson vildi ekki lýsa yfir stuðningi við Sigmund í þeim viðtölum sem hann fór í, í gær. Ein fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar fóru fram á Austurvelli í gær. Þar voru samankomin á milli tíu og tuttugu þúsund manns.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Panama-skjölin Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Traust á milli ríkisstjórnarflokkana er horfið. Megn óánægja ríkir innan beggja flokka, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, með forsætisráðherra Sigmund Davíð Gunnlaugsson í aflandsfélagamálinu síðustu daga. Beðið er eftir viðbrögðum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en hann er væntanlegur heim úr fríi frá Flórida í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins einróma í þeirri skoðun sinni að traust á milli samstarfsflokkanna sé við frostmark. Enginn vilji sé til þess að „fara í slag við þjóðina.“ Stjórnarandstaðan hefur borið fram þingsályktunartillögu um vantraust og þingrof. Tillagan kemur til umræðu á Alþingi næstu daga.Helgi Hjörvar þingflokksformaður Ssamfylkingar. Fréttablaðið/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær í þættinum Ísland í dag að til greina kæmi að opna bókhald sitt og eiginkonu sinnar til að sanna að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Áður hafði félagið verið skráð í helmings eigu Sigmundar til 31. desember 2009. Degi síðar gengu í gildi lög um skattlagningu erlendra félaga. Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, tók af skarið í gær og lýsti því yfir að félagið myndi ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs. Þá skora bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri á Sigmund að segja af sér. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sé sammála því að Sigmundi sé ekki sætt í embætti. Bjarni Benediktsson vildi ekki lýsa yfir stuðningi við Sigmund í þeim viðtölum sem hann fór í, í gær. Ein fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar fóru fram á Austurvelli í gær. Þar voru samankomin á milli tíu og tuttugu þúsund manns.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels