Fernando Torres var allt í öllu í fyrri hálfleik. Hann keyrði á öllum hestöflum og kom Atletico yfir í fyrri hálfleik.
Hann keyrði þó allt of hratt því hann nældi sér í tvö heimskuleg gul spjöld og var kominn í sturtu eftir 35 mínútna leik.
Þennan liðsmun nýtti Barcelona sér í síðari hálfleik er það setti gríðarlega pressu á vörn Atletico sem þó varðist vel.
Eitthvað varð undan að láta og það gerði það er Suarez mokaði boltanum yfir línuna og hann bætti öðru marki við skömmu síðar.
Börsungar sóttu áfram og reyndu að bæta við en það gekk ekki.