"Forsetinn tekur að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 13:10 Björg Thorarensen er prófessor í stjórnskipunarrétti. Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti segir ákvörðun forseta Íslands um að neita Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um heimild til þingrofs fordæmislausa og óvenjulega. Þetta sagði hún í beinni útsendingu á RÚV nú klukkan eitt. Eins og fram hefur komið kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta lýðveldisins nú í hádeginu. Erindið var að biðja um heimild til þingrofs, nú eða síðar. Ólafur Ragnar hafnaði beiðninni eins og greint hefur verið frá á Vísi.Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Bessastöðum í dag.Vísir/Anton Brink„Ég myndi segja að forsetinn stígi þarna með mjög afgerandi hætti inn á pólitískan vettvang. Ég þekki ekki dæmi þess að forsetinn hafi formlega og með rökstuddri afstöðu hafnað ósk um þingrof. Mér sýnist það að forseti taki sér það hlutverk að ganga og gæta hagsmuna meirihluta þingsins vegna þess að hann telur að forsætisráðherra hafi ekki stuðning á bakvið þessa tillögu um þingrof eins og hann ber hana fram.“ Björg segir þetta í meira lagi óvenjulegt. Hún segir jafnframt að ekki hæfi að vísa til sögunnar í þessu samhengi eftir breytingu á lögum um stjórnskipun. Þingið sjálft getur brugðist við ef forsætisráðherra gengur gegn vilja meirihluta þingsins. „Þótt að þing yrði rofið þá myndi það sitja áfram og takast á við pólitískar afleiðingar af þessari mjög svo óvenjulegu tillögu sem kemur fram frá forsætisráðherra.“ „Forsetinn hér tekur að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar.“ Þá sagði Björg ómögulegt að spá fyrir um framtíð ríkisstjórnar Íslands. Panama-skjölin Tengdar fréttir Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði eftir heimild frá Forseta til að rjúfa þing. 5. apríl 2016 12:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti segir ákvörðun forseta Íslands um að neita Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um heimild til þingrofs fordæmislausa og óvenjulega. Þetta sagði hún í beinni útsendingu á RÚV nú klukkan eitt. Eins og fram hefur komið kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta lýðveldisins nú í hádeginu. Erindið var að biðja um heimild til þingrofs, nú eða síðar. Ólafur Ragnar hafnaði beiðninni eins og greint hefur verið frá á Vísi.Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Bessastöðum í dag.Vísir/Anton Brink„Ég myndi segja að forsetinn stígi þarna með mjög afgerandi hætti inn á pólitískan vettvang. Ég þekki ekki dæmi þess að forsetinn hafi formlega og með rökstuddri afstöðu hafnað ósk um þingrof. Mér sýnist það að forseti taki sér það hlutverk að ganga og gæta hagsmuna meirihluta þingsins vegna þess að hann telur að forsætisráðherra hafi ekki stuðning á bakvið þessa tillögu um þingrof eins og hann ber hana fram.“ Björg segir þetta í meira lagi óvenjulegt. Hún segir jafnframt að ekki hæfi að vísa til sögunnar í þessu samhengi eftir breytingu á lögum um stjórnskipun. Þingið sjálft getur brugðist við ef forsætisráðherra gengur gegn vilja meirihluta þingsins. „Þótt að þing yrði rofið þá myndi það sitja áfram og takast á við pólitískar afleiðingar af þessari mjög svo óvenjulegu tillögu sem kemur fram frá forsætisráðherra.“ „Forsetinn hér tekur að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar.“ Þá sagði Björg ómögulegt að spá fyrir um framtíð ríkisstjórnar Íslands.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði eftir heimild frá Forseta til að rjúfa þing. 5. apríl 2016 12:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði eftir heimild frá Forseta til að rjúfa þing. 5. apríl 2016 12:47