Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mun láta af embætti forsætisráðherra en halda áfram þingmennsku. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, greindu frá því í gær að þeir myndu reyna stjórnarmyndun á næstu dögum. „Ef við horfum á það sem gerst hefur á þessu kjörtímabili þá er það ekki svo að það hafi verið stjórnarstefnan eða verk ríkisstjórnarinnar sem hafi sætt sérstakri gagnrýni. Það eru þessir atburðir síðustu daga sem hafa dregið fram þessi miklu mótmæli og kröfu um breytingar,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir að hann átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í gær. Öll spjót hafa staðið á Sigmundi Davíð frá því að Kastljósið sýndi viðtal sænsks fjölmiðlamanns við ráðherrann á sunnudag þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris, sem er í eigu eiginkonu hans. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúaeyjum. Eins og áður hefur verið rakið tengdist Bjarni Benediktsson hlut í félaginu Falson & Co sem stofnað var fyrir tíu árum og skráð á Seychelles-eyjum. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði, ásamt eiginmanni sínum, prókúru fyrir félagið Dooley Securities sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði 2006. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Fréttablaðið gerði í gærkvöldi og mánudagskvöld vilja 56 prósent svarenda að Bjarni segi af sér ráðherraembætti vegna tengsla sinna við aflandsfélagið, 25 prósent vilja ekki að hann segi af sér, 17 prósent eru óákveðin og tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent vilja að Bjarni segi af sér en 31 prósent vill það ekki. Einnig voru svarendur spurðir að því hvort þeir teldu að Ólöf Nordal innanríkisráðherra ætti að segja af sér. Alls 48 prósent telja að hún eigi að segja af sér en 28 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér, 22 prósent eru óákveðin en tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 63 prósent vilja að Ólöf segi af sér en 37 prósent vilja það ekki. Í könnun Fréttablaðsins var fylgi flokka kannað eins og sjá má í Fréttablaðinu í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mun láta af embætti forsætisráðherra en halda áfram þingmennsku. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, greindu frá því í gær að þeir myndu reyna stjórnarmyndun á næstu dögum. „Ef við horfum á það sem gerst hefur á þessu kjörtímabili þá er það ekki svo að það hafi verið stjórnarstefnan eða verk ríkisstjórnarinnar sem hafi sætt sérstakri gagnrýni. Það eru þessir atburðir síðustu daga sem hafa dregið fram þessi miklu mótmæli og kröfu um breytingar,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir að hann átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í gær. Öll spjót hafa staðið á Sigmundi Davíð frá því að Kastljósið sýndi viðtal sænsks fjölmiðlamanns við ráðherrann á sunnudag þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris, sem er í eigu eiginkonu hans. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúaeyjum. Eins og áður hefur verið rakið tengdist Bjarni Benediktsson hlut í félaginu Falson & Co sem stofnað var fyrir tíu árum og skráð á Seychelles-eyjum. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði, ásamt eiginmanni sínum, prókúru fyrir félagið Dooley Securities sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði 2006. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Fréttablaðið gerði í gærkvöldi og mánudagskvöld vilja 56 prósent svarenda að Bjarni segi af sér ráðherraembætti vegna tengsla sinna við aflandsfélagið, 25 prósent vilja ekki að hann segi af sér, 17 prósent eru óákveðin og tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent vilja að Bjarni segi af sér en 31 prósent vill það ekki. Einnig voru svarendur spurðir að því hvort þeir teldu að Ólöf Nordal innanríkisráðherra ætti að segja af sér. Alls 48 prósent telja að hún eigi að segja af sér en 28 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér, 22 prósent eru óákveðin en tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 63 prósent vilja að Ólöf segi af sér en 37 prósent vilja það ekki. Í könnun Fréttablaðsins var fylgi flokka kannað eins og sjá má í Fréttablaðinu í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels