Mótmælendur ekki alþýða þessa lands Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. apríl 2016 22:04 Gunnlaugur fylgist vel með framvindu mála í sjónvarpinu í kvöld. Er sáttur við niðurstöðu dagsins. Vísir Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi Alþingismaður, segist stoltur og ánægður með ákvarðanir og gjörðir sonar síns, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, í dag. Hann var eins og aðrir fyrir framan sjónvarpið í allan dag að fylgjast með leikum á Alþingi. Niðurstaða þingflokksfundar Framsóknarflokksins var sú að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, taki við forsætisstólnum en ekkert hefur verið gefið út um það hversu lengi hann eigi að sitja. Sigmundur Davíð hefur sjálfur ekki formlega beðið lausnar á starfi sínu og fer því í rúmið í kvöld sem forsætisráðherra þjóðarinnar. „Þetta var rosa skemmtilegur dagur og flott flétta,“ segir Gunnlaugur um aðgerðir sonar síns í dag. „Ég heyrði í honum fyrir kvöldmat og þá var hann mjög keikur og hress. Ég veit að hann er bara með sinni konu í kvöld að tjilla, eins og unga fólkið segir það. Hann var mjög hress. Það er búið að girða niður um Árna Pál og Óttar Proppé – pjattrófuna þarna með aflitaða hárið. Helgi Pírati stendur eins og álfur út úr hól og veit ekkert hvað er að gerast.“Forystumenn stjórnarandstöðunnar fylgdust með á kantinum á Alþingi í dag.Vísir/StefánGalið ef fólk væri að mótmæla núnaGunnlaugur segir Óttar og Árna Pál hafa verið hvað hávaðasamasta um kröfuna um afsögn. „Svo þegar þeir standa fyrir fléttunni í dag og fyrir því að þurfa að fara tala við forsetann þá standa þeir fyrir því að vilja ekkert fara í kosningar. Nema kannski Árni Páll sem vill komast hjá því að vera settur af í sínum eigin flokk. Núna er búið að „call their bluff,““ segir hann eins og þaulvanur pókerspilari.Hver heldur þú að verði viðbrögð almennings við þessari fléttu í dag?„Það fer eftir því hvað við köllum almenning? Ef við tölum um þetta venjulega fólk sem vinnur vinnuna sína, stritar og gleðst með fjölskyldunni sinni heima og mætir svo til vinnu aftur að morgni. Þetta fólk sem vill stöðugleika í þjóðfélagið, sömu ríkisstjórn vitandi það að hér er allt á fleygiferð í átt að aukinni velseld. Þá veit ég að það er ánægt með daginn. Ef þú ert að tala um þetta lið sem var öskrandi fyrir utan Valhöll áðan, þá segi ég bara að það eru ekki alþýða þessa lands.“En hvað með viðbrögð þeirra 20 þúsund einstaklinga sem mættu til að mótmæla á Austurvelli í gær?„Það var rosalega gott veður í gær og gaman að vera úti og fylgjast með hvað var að gerast. Það væri alveg galið ef fólk væri að mótmæla ástandinu í þjóðfélaginu núna. Það er svo almennt gott. Það eru til öryrkjar og veikt fólk, sem er alltaf að verða minna af, en þarf samt að laga. Ef við hættum að tala um jaðarinn og tölum bara um massann þá hefur það fólk það svo miklu betur en áður. Það er allt á réttri leið, þannig að ég er mjög sáttur við að ríkisstjórnin skuli standa.“Bankaviðskipti voru latína fyrir forsætisráðherra og konu hansÞú tjáðir þig um Wintris-félagið í viðtali við DV fyrr í kvöld. Erlendir fjölmiðlar eru aðallega að leggja áherslu á þá ákvörðun að stofna reikninga á svona stöðum þar sem þeir eru þekktir fyrir að vera notaðir sem skattaskjól. Að það sé þess vegna sem slíkt athæfi sé tortryggilegt.„Þetta er fyrir níu árum síðan. Þarna var ung kona sem leitaði til Landsbankans með peningana sína. Þeir settu eitthvað upp fyrir hana. Fólk heldur að á Tortólu sé einhver gullkista. Konan hans hefur sagt mér það að peningarnir hennar eru allir hjá Credit Suisse í London. Þeir eru innan Evrópusambandsins. Ef ríkisskattstjóri eða einhver vill vita meira um það geta þeir bara spurt Credit Suisse.“Getur það gerst að einhver eigi í svona viðskiptum og viti hreinlega ekki af því að stofnað sé bankareikningur í þeirra nafni á svona eyjum?„Ég hugsa að fyrir þetta unga námsfólk á þessum tíma hafi þetta verið latína. Og annað verður ekki lesið í latínu. Þar fyrir utan hafa þau reynt að útskýra það að það eru núll eignir inn í þessu félagi í Tortóla. Hún setur inn hundrað krónur sem fara til Credit Suisse en hún á kröfur sjálf annars staðar upp á hundrað kall. Þannig að virðið er núll. Afhverju er ekki búið að loka þessum reikningi þarna, veit ég ekki.“ Sigurbjörn, hinn sonur Gunnlaugs, á afmæli á morgun og þá stendur til að halda fjölskylduboð. Hann vonast til þess að forsætisráðherra mæti. Sama hvort að hann verði núverandi eða fyrrverandi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Það sem Sigmundur gæti gert Ég hef því ákveðið að setja ykkur og hagsmuni þjóðarinnar í forgang. 5. apríl 2016 13:20 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi Alþingismaður, segist stoltur og ánægður með ákvarðanir og gjörðir sonar síns, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, í dag. Hann var eins og aðrir fyrir framan sjónvarpið í allan dag að fylgjast með leikum á Alþingi. Niðurstaða þingflokksfundar Framsóknarflokksins var sú að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, taki við forsætisstólnum en ekkert hefur verið gefið út um það hversu lengi hann eigi að sitja. Sigmundur Davíð hefur sjálfur ekki formlega beðið lausnar á starfi sínu og fer því í rúmið í kvöld sem forsætisráðherra þjóðarinnar. „Þetta var rosa skemmtilegur dagur og flott flétta,“ segir Gunnlaugur um aðgerðir sonar síns í dag. „Ég heyrði í honum fyrir kvöldmat og þá var hann mjög keikur og hress. Ég veit að hann er bara með sinni konu í kvöld að tjilla, eins og unga fólkið segir það. Hann var mjög hress. Það er búið að girða niður um Árna Pál og Óttar Proppé – pjattrófuna þarna með aflitaða hárið. Helgi Pírati stendur eins og álfur út úr hól og veit ekkert hvað er að gerast.“Forystumenn stjórnarandstöðunnar fylgdust með á kantinum á Alþingi í dag.Vísir/StefánGalið ef fólk væri að mótmæla núnaGunnlaugur segir Óttar og Árna Pál hafa verið hvað hávaðasamasta um kröfuna um afsögn. „Svo þegar þeir standa fyrir fléttunni í dag og fyrir því að þurfa að fara tala við forsetann þá standa þeir fyrir því að vilja ekkert fara í kosningar. Nema kannski Árni Páll sem vill komast hjá því að vera settur af í sínum eigin flokk. Núna er búið að „call their bluff,““ segir hann eins og þaulvanur pókerspilari.Hver heldur þú að verði viðbrögð almennings við þessari fléttu í dag?„Það fer eftir því hvað við köllum almenning? Ef við tölum um þetta venjulega fólk sem vinnur vinnuna sína, stritar og gleðst með fjölskyldunni sinni heima og mætir svo til vinnu aftur að morgni. Þetta fólk sem vill stöðugleika í þjóðfélagið, sömu ríkisstjórn vitandi það að hér er allt á fleygiferð í átt að aukinni velseld. Þá veit ég að það er ánægt með daginn. Ef þú ert að tala um þetta lið sem var öskrandi fyrir utan Valhöll áðan, þá segi ég bara að það eru ekki alþýða þessa lands.“En hvað með viðbrögð þeirra 20 þúsund einstaklinga sem mættu til að mótmæla á Austurvelli í gær?„Það var rosalega gott veður í gær og gaman að vera úti og fylgjast með hvað var að gerast. Það væri alveg galið ef fólk væri að mótmæla ástandinu í þjóðfélaginu núna. Það er svo almennt gott. Það eru til öryrkjar og veikt fólk, sem er alltaf að verða minna af, en þarf samt að laga. Ef við hættum að tala um jaðarinn og tölum bara um massann þá hefur það fólk það svo miklu betur en áður. Það er allt á réttri leið, þannig að ég er mjög sáttur við að ríkisstjórnin skuli standa.“Bankaviðskipti voru latína fyrir forsætisráðherra og konu hansÞú tjáðir þig um Wintris-félagið í viðtali við DV fyrr í kvöld. Erlendir fjölmiðlar eru aðallega að leggja áherslu á þá ákvörðun að stofna reikninga á svona stöðum þar sem þeir eru þekktir fyrir að vera notaðir sem skattaskjól. Að það sé þess vegna sem slíkt athæfi sé tortryggilegt.„Þetta er fyrir níu árum síðan. Þarna var ung kona sem leitaði til Landsbankans með peningana sína. Þeir settu eitthvað upp fyrir hana. Fólk heldur að á Tortólu sé einhver gullkista. Konan hans hefur sagt mér það að peningarnir hennar eru allir hjá Credit Suisse í London. Þeir eru innan Evrópusambandsins. Ef ríkisskattstjóri eða einhver vill vita meira um það geta þeir bara spurt Credit Suisse.“Getur það gerst að einhver eigi í svona viðskiptum og viti hreinlega ekki af því að stofnað sé bankareikningur í þeirra nafni á svona eyjum?„Ég hugsa að fyrir þetta unga námsfólk á þessum tíma hafi þetta verið latína. Og annað verður ekki lesið í latínu. Þar fyrir utan hafa þau reynt að útskýra það að það eru núll eignir inn í þessu félagi í Tortóla. Hún setur inn hundrað krónur sem fara til Credit Suisse en hún á kröfur sjálf annars staðar upp á hundrað kall. Þannig að virðið er núll. Afhverju er ekki búið að loka þessum reikningi þarna, veit ég ekki.“ Sigurbjörn, hinn sonur Gunnlaugs, á afmæli á morgun og þá stendur til að halda fjölskylduboð. Hann vonast til þess að forsætisráðherra mæti. Sama hvort að hann verði núverandi eða fyrrverandi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Það sem Sigmundur gæti gert Ég hef því ákveðið að setja ykkur og hagsmuni þjóðarinnar í forgang. 5. apríl 2016 13:20 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Það sem Sigmundur gæti gert Ég hef því ákveðið að setja ykkur og hagsmuni þjóðarinnar í forgang. 5. apríl 2016 13:20
Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04