Píratar mælast með 43 prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Stjórnarandstöðuflokkarnir bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Stjórnarflokkarnir tapa hins vegar. Píratar bæta mestu við sig milli kannana og eru sem fyrr stærsti flokkur landsins og eru nú með 43 prósenta fylgi. Það er mesta fylgi sem þeir hafa mælst með í könnunum Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður næststærsti flokkurinn. Atburðir liðinna daga hafa verið án fordæma sé litið til stjórnmálanna. Um miðjan mars viðurkenndi forsætisráðherrafrúin, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, að hún ætti félag sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum og hefði gert kröfu í föllnu bankana samtals að fjárhæð 500 milljónir króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sætti mikilli gagnrýni fyrir að þessar upplýsingar hefðu ekki verið birtar fyrr. Gagnrýnin náði svo hámarki eftir viðtal sem birtist í Kastljósi á sunnudaginn, þar sem forsætisráðherrann gekk út í miðju viðtali. Í gær var því svo lýst yfir að Sigmundur myndi segja af sér embætti. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þau Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal, tengjast einnig aflandsfélögum sem stofnuð voru fyrir bankahrun.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/ValliÍ könnun sem Fréttablaðið gerði 4. og 5. apríl var afstaða til stjórnmálaflokkanna könnuð. Flestir, eða 43 prósent svarenda, segjast myndu kjósa Pírata ef kosið yrði í dag, næstflestir eða 21,6 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 11,2 prósent myndu kjósa Vinstri græna, 10,2 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, 7,9 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 3,8 prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Þá sögðust 15,5 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 14 prósent sögðust vera óákveðið en 13,9 prósent svöruðu ekki. „Það er marktækur munur á fylgi stjórnarflokkanna á milli kannana og þeir eru að missa fylgi. Hins vegar breytast stjórnmálin á hverri klukkustund og það er erfitt að segja hvaða vísbendingu þetta gefur um framtíðina,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöðuna. Hann segir enn fremur áhugavert að sjá að stuðningur við Pírata aukist frekar en stuðningurinn við gömlu flokkana, Samfylkinguna og VG. Hringt var í 1.052 þangað til náðist í 800 svarendur og var svarhlutfall því 76,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með lagskiptu slembiúrtaki úr þjóðskrá. 56,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Skilgreiningar súlnanna hafa víxlast í blaðinu, en myndin hefur verið leiðrétt. Panama-skjölin Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Stjórnarflokkarnir tapa hins vegar. Píratar bæta mestu við sig milli kannana og eru sem fyrr stærsti flokkur landsins og eru nú með 43 prósenta fylgi. Það er mesta fylgi sem þeir hafa mælst með í könnunum Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður næststærsti flokkurinn. Atburðir liðinna daga hafa verið án fordæma sé litið til stjórnmálanna. Um miðjan mars viðurkenndi forsætisráðherrafrúin, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, að hún ætti félag sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum og hefði gert kröfu í föllnu bankana samtals að fjárhæð 500 milljónir króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sætti mikilli gagnrýni fyrir að þessar upplýsingar hefðu ekki verið birtar fyrr. Gagnrýnin náði svo hámarki eftir viðtal sem birtist í Kastljósi á sunnudaginn, þar sem forsætisráðherrann gekk út í miðju viðtali. Í gær var því svo lýst yfir að Sigmundur myndi segja af sér embætti. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þau Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal, tengjast einnig aflandsfélögum sem stofnuð voru fyrir bankahrun.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/ValliÍ könnun sem Fréttablaðið gerði 4. og 5. apríl var afstaða til stjórnmálaflokkanna könnuð. Flestir, eða 43 prósent svarenda, segjast myndu kjósa Pírata ef kosið yrði í dag, næstflestir eða 21,6 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 11,2 prósent myndu kjósa Vinstri græna, 10,2 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, 7,9 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 3,8 prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Þá sögðust 15,5 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 14 prósent sögðust vera óákveðið en 13,9 prósent svöruðu ekki. „Það er marktækur munur á fylgi stjórnarflokkanna á milli kannana og þeir eru að missa fylgi. Hins vegar breytast stjórnmálin á hverri klukkustund og það er erfitt að segja hvaða vísbendingu þetta gefur um framtíðina,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöðuna. Hann segir enn fremur áhugavert að sjá að stuðningur við Pírata aukist frekar en stuðningurinn við gömlu flokkana, Samfylkinguna og VG. Hringt var í 1.052 þangað til náðist í 800 svarendur og var svarhlutfall því 76,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með lagskiptu slembiúrtaki úr þjóðskrá. 56,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Skilgreiningar súlnanna hafa víxlast í blaðinu, en myndin hefur verið leiðrétt.
Panama-skjölin Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira