Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. apríl 2016 07:00 Erlendar sjónvarpsstöðvar fjalla um Ísland. vísir/ÓKÁ Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. Framan af degi voru áberandi fréttir af fundi forsætisráðherra og forseta Íslands. Frétt BBC um málið var efst á fréttasíðu vefsins og þar var farið yfir ákvörðun forseta um að verða ekki við ósk Sigmundar Davíðs um heimild til þingrofs. CNN-fréttastofan greindi frá því sem stórfrétt að Sigmundur Davíð væri hættur og vitnaði í mótmælendur á Austurvelli sem kröfðust kosninga þrátt fyrir að hann hefði stigið til hliðar. „Ísland getur ekki verið eina vestræna evrópska lýðræðisríkið með leiðtoga í þessari stöðu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í viðtali við breska miðilinn The Guardian í gær, sem hefur fjallað ítarlega um Ísland og málefni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fráfarandi forsætisráðherra, undanfarna daga. Við Bessastaði biðu blaðamenn frá norrænum miðlum á borð við Aftenposten. Þá var sjónvarpsstöðin Al-Jazeera með beina útsendingu frá Alþingishúsinu í gær. Fjölmargir aðrir miðlar fjölluðu um málið. Tvær af stærstu fréttaveitum heimsins, AP og AFP, fjalla um málið. Þá eru viðskiptamiðlarnir The Financial Times og Bloomberg með umfjöllun ásamt síðum á borð við Mashable og ABC í Bandaríkjunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. Framan af degi voru áberandi fréttir af fundi forsætisráðherra og forseta Íslands. Frétt BBC um málið var efst á fréttasíðu vefsins og þar var farið yfir ákvörðun forseta um að verða ekki við ósk Sigmundar Davíðs um heimild til þingrofs. CNN-fréttastofan greindi frá því sem stórfrétt að Sigmundur Davíð væri hættur og vitnaði í mótmælendur á Austurvelli sem kröfðust kosninga þrátt fyrir að hann hefði stigið til hliðar. „Ísland getur ekki verið eina vestræna evrópska lýðræðisríkið með leiðtoga í þessari stöðu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í viðtali við breska miðilinn The Guardian í gær, sem hefur fjallað ítarlega um Ísland og málefni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fráfarandi forsætisráðherra, undanfarna daga. Við Bessastaði biðu blaðamenn frá norrænum miðlum á borð við Aftenposten. Þá var sjónvarpsstöðin Al-Jazeera með beina útsendingu frá Alþingishúsinu í gær. Fjölmargir aðrir miðlar fjölluðu um málið. Tvær af stærstu fréttaveitum heimsins, AP og AFP, fjalla um málið. Þá eru viðskiptamiðlarnir The Financial Times og Bloomberg með umfjöllun ásamt síðum á borð við Mashable og ABC í Bandaríkjunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira