Volkswagen væntir mikillar söluaukningar með nýjum Tiguan Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 09:18 Ný kynslóð Volkswagen Tiguan. Í þessum mánuði kemur ný kynslóð Tiguan jepplingsins á markað í Evrópu og væntir Volkswagen talsverðrar söluaukningar frá sama mánuði á síðasta ári. Sala Volkswagen bíla jókst um 3,7% í Evrópu í febrúar en söluminnkun í janúar takmarkaði söluaukninguna samtals á árinu í 0,3%. Volkswagen Tiguan jepplingurinn var næstsöluhæsti jepplingurinn í álfunni í fyrra á eftir Nissan Qashqai og seldust af honum 148.940 eintök og minnkaði salan um 1,3% á milli ára, enda síðasta kynslóð komin til ára sinni. Vænta má þess að sala Tiguan verði öllu meiri í ár með tilkomu nýrrar kynslóðar. Volkswagen hefur nú þegar fengið 10.000 pantanir í Tiguan, án þess að viðskiptavinir hafi séð bílinn, nema þeir sem gerðu sér ferð á bílasýninguna í Frankfürt í haust. Nýir bílar Volkswagen á fjarlægari mörkuðum, eins og nýjum Gol í Brasilíu, hinum stóra Phideon í Kína og Ameo fyrir Indlandsmarkað gæti líka hafið upp sölu Volkswagen á heimsvísu á næstu mánuðum. Þetta ár gæti því orðið ágætasta söluár hjá Volkswagen þrátt fyrir dísilvélasvindlið og minnkandi sölu í Bandaríkjunum í kjölfarið. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent
Í þessum mánuði kemur ný kynslóð Tiguan jepplingsins á markað í Evrópu og væntir Volkswagen talsverðrar söluaukningar frá sama mánuði á síðasta ári. Sala Volkswagen bíla jókst um 3,7% í Evrópu í febrúar en söluminnkun í janúar takmarkaði söluaukninguna samtals á árinu í 0,3%. Volkswagen Tiguan jepplingurinn var næstsöluhæsti jepplingurinn í álfunni í fyrra á eftir Nissan Qashqai og seldust af honum 148.940 eintök og minnkaði salan um 1,3% á milli ára, enda síðasta kynslóð komin til ára sinni. Vænta má þess að sala Tiguan verði öllu meiri í ár með tilkomu nýrrar kynslóðar. Volkswagen hefur nú þegar fengið 10.000 pantanir í Tiguan, án þess að viðskiptavinir hafi séð bílinn, nema þeir sem gerðu sér ferð á bílasýninguna í Frankfürt í haust. Nýir bílar Volkswagen á fjarlægari mörkuðum, eins og nýjum Gol í Brasilíu, hinum stóra Phideon í Kína og Ameo fyrir Indlandsmarkað gæti líka hafið upp sölu Volkswagen á heimsvísu á næstu mánuðum. Þetta ár gæti því orðið ágætasta söluár hjá Volkswagen þrátt fyrir dísilvélasvindlið og minnkandi sölu í Bandaríkjunum í kjölfarið.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent