Ssangyong til Bandaríkjanna árið 2019? Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 11:15 SsanYong XLV á bílasýningu. Forstjóri S-kóreska bílaframleiðandans Ssangyong hefur látið hafa eftir sér að fyrirtækið hafi í hyggju að hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum árið 2019. Ssangyong er fjórði stærsti bílaframleiðandi S-Kóreu og bílar Ssangyong hafa verið til sölu hérlendis hjá Bílabúð Benna og er Musso jeppi Ssangyoung líklega þekktasti bíll þeirra hér á landi. Ssangyong leggur í bílaflóru sinni mikla áherslu á jeppa og jepplinga og rýmar það vel við mikla eftirspurn eftir slíkum bílum í heiminum, ekki síst vestanhafs. Forstjóri Ssangyong sagði að sala bíla í Bandaríkjunum gæti haft úrslitaáhrif á framtíð fyrirtækisins, góður árangur þar gæti fært því nýtt líf en fjarvera á þeim markaði gæti ráðið fyrirtækinu að fullu. Ssangyong er nú í eigu bílaframleiðandans Mahindra á Indlandi og bjargaði Mahindra Ssangyong frá gjaldþroti árið 2011 með kaupum á félaginu. Forstjóri Mahindra hefur ekki úttalað sig um áhugann á Bandaríkjamarkaði og fremur talað um Kína sem lykilmarkað, en þar hefur þó hægst mjög á bílasölu á meðan vöxturinn hefur verið mikill í Bandaríkjunum. Stærsti útflutningsmarkaður Ssangyong hefur verið í Rússlandi undanfarin ár en salan þar hefur minnkað mjög á síðustu árum og gert Ssangyong erfitt um vik að undanförnu. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent
Forstjóri S-kóreska bílaframleiðandans Ssangyong hefur látið hafa eftir sér að fyrirtækið hafi í hyggju að hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum árið 2019. Ssangyong er fjórði stærsti bílaframleiðandi S-Kóreu og bílar Ssangyong hafa verið til sölu hérlendis hjá Bílabúð Benna og er Musso jeppi Ssangyoung líklega þekktasti bíll þeirra hér á landi. Ssangyong leggur í bílaflóru sinni mikla áherslu á jeppa og jepplinga og rýmar það vel við mikla eftirspurn eftir slíkum bílum í heiminum, ekki síst vestanhafs. Forstjóri Ssangyong sagði að sala bíla í Bandaríkjunum gæti haft úrslitaáhrif á framtíð fyrirtækisins, góður árangur þar gæti fært því nýtt líf en fjarvera á þeim markaði gæti ráðið fyrirtækinu að fullu. Ssangyong er nú í eigu bílaframleiðandans Mahindra á Indlandi og bjargaði Mahindra Ssangyong frá gjaldþroti árið 2011 með kaupum á félaginu. Forstjóri Mahindra hefur ekki úttalað sig um áhugann á Bandaríkjamarkaði og fremur talað um Kína sem lykilmarkað, en þar hefur þó hægst mjög á bílasölu á meðan vöxturinn hefur verið mikill í Bandaríkjunum. Stærsti útflutningsmarkaður Ssangyong hefur verið í Rússlandi undanfarin ár en salan þar hefur minnkað mjög á síðustu árum og gert Ssangyong erfitt um vik að undanförnu.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent