Vantrauststillaga gæti verið úrelt á morgun Bjarki Ármannsson skrifar 6. apríl 2016 14:54 Þingflokksformenn funda með forseta þingsins í hádeginu. vísir/stefán Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður ekki tekin til afgreiðslu á þingfundi í fyrramálið. Þingfundur hefst klukkan 10.30 og hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, ákveðið að aðeins eitt mál verði á dagskrá; óundirbúinn fyrirspurnartími þar sem ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson sitja meðal annarra fyrir svörum. „Niðurstaðan er sú að þessi fundartími, sem jafnan er hálftími, verður tvöfalt lengri að þessu sinni vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu og á þinginu,“ segir Einar. „Síðan verðum við auðvitað að sjá hvernig framvindan verður í dag.“ Einar fundaði með fulltrúum þingflokkanna í hádeginu í dag og fór stjórnarandstaðan þar fram á að vantrauststillaga á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs yrði tekin til afgreiðslu í fyrramálið. „Það var mín niðurstaða að ekki væri skynsamlegt að leggja tillöguna um vantraust á dagskrá á morgun í ljósi þess að það eru hér viðræður í gangi um myndun nýs ráðuneytis undir stjórn nýs forsætisráðherra og þess vegna taldi ég betra að sjá hvað út úr því kæmi,“ segir Einar. „Enda gæti slík tillaga þess vegna orðið úrelt á morgun, leiði þessar viðræður í dag til þess að mynduð verði ríkisstjórn undir nýju forsæti.“Sérðu þá ekki fyrir þér að vantrauststillaga geti verið tekin fyrir fyrr en niðurstaða úr viðræðunum liggur fyrir?„Ég vil að minnsta kosti, af þessum ástæðum, sjá myndina skýrar fyrir mér. En auðvitað kemur að því að vantrauststillagan verður tekin fyrir, eða ný vantrauststillaga ef efni standa til þess.“ Einar segist aðspurður ekki treysta sér til þess að segja til um hvernig dagskránni á þinginu verður háttað til lengri tíma. Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi hafa þangað til í fyrramálið að skýra stöðu mála Forseti Alþingis féllst ekki á tillögu stjórnarandstöðunnar að kalla saman þing í dag. Alþingi kemur saman 10:30 í fyrramálið. 6. apríl 2016 12:55 Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Sjá meira
Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður ekki tekin til afgreiðslu á þingfundi í fyrramálið. Þingfundur hefst klukkan 10.30 og hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, ákveðið að aðeins eitt mál verði á dagskrá; óundirbúinn fyrirspurnartími þar sem ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson sitja meðal annarra fyrir svörum. „Niðurstaðan er sú að þessi fundartími, sem jafnan er hálftími, verður tvöfalt lengri að þessu sinni vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu og á þinginu,“ segir Einar. „Síðan verðum við auðvitað að sjá hvernig framvindan verður í dag.“ Einar fundaði með fulltrúum þingflokkanna í hádeginu í dag og fór stjórnarandstaðan þar fram á að vantrauststillaga á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs yrði tekin til afgreiðslu í fyrramálið. „Það var mín niðurstaða að ekki væri skynsamlegt að leggja tillöguna um vantraust á dagskrá á morgun í ljósi þess að það eru hér viðræður í gangi um myndun nýs ráðuneytis undir stjórn nýs forsætisráðherra og þess vegna taldi ég betra að sjá hvað út úr því kæmi,“ segir Einar. „Enda gæti slík tillaga þess vegna orðið úrelt á morgun, leiði þessar viðræður í dag til þess að mynduð verði ríkisstjórn undir nýju forsæti.“Sérðu þá ekki fyrir þér að vantrauststillaga geti verið tekin fyrir fyrr en niðurstaða úr viðræðunum liggur fyrir?„Ég vil að minnsta kosti, af þessum ástæðum, sjá myndina skýrar fyrir mér. En auðvitað kemur að því að vantrauststillagan verður tekin fyrir, eða ný vantrauststillaga ef efni standa til þess.“ Einar segist aðspurður ekki treysta sér til þess að segja til um hvernig dagskránni á þinginu verður háttað til lengri tíma.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi hafa þangað til í fyrramálið að skýra stöðu mála Forseti Alþingis féllst ekki á tillögu stjórnarandstöðunnar að kalla saman þing í dag. Alþingi kemur saman 10:30 í fyrramálið. 6. apríl 2016 12:55 Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Sjá meira
Bjarni og Sigurður Ingi hafa þangað til í fyrramálið að skýra stöðu mála Forseti Alþingis féllst ekki á tillögu stjórnarandstöðunnar að kalla saman þing í dag. Alþingi kemur saman 10:30 í fyrramálið. 6. apríl 2016 12:55
Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01