Vantrauststillaga gæti verið úrelt á morgun Bjarki Ármannsson skrifar 6. apríl 2016 14:54 Þingflokksformenn funda með forseta þingsins í hádeginu. vísir/stefán Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður ekki tekin til afgreiðslu á þingfundi í fyrramálið. Þingfundur hefst klukkan 10.30 og hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, ákveðið að aðeins eitt mál verði á dagskrá; óundirbúinn fyrirspurnartími þar sem ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson sitja meðal annarra fyrir svörum. „Niðurstaðan er sú að þessi fundartími, sem jafnan er hálftími, verður tvöfalt lengri að þessu sinni vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu og á þinginu,“ segir Einar. „Síðan verðum við auðvitað að sjá hvernig framvindan verður í dag.“ Einar fundaði með fulltrúum þingflokkanna í hádeginu í dag og fór stjórnarandstaðan þar fram á að vantrauststillaga á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs yrði tekin til afgreiðslu í fyrramálið. „Það var mín niðurstaða að ekki væri skynsamlegt að leggja tillöguna um vantraust á dagskrá á morgun í ljósi þess að það eru hér viðræður í gangi um myndun nýs ráðuneytis undir stjórn nýs forsætisráðherra og þess vegna taldi ég betra að sjá hvað út úr því kæmi,“ segir Einar. „Enda gæti slík tillaga þess vegna orðið úrelt á morgun, leiði þessar viðræður í dag til þess að mynduð verði ríkisstjórn undir nýju forsæti.“Sérðu þá ekki fyrir þér að vantrauststillaga geti verið tekin fyrir fyrr en niðurstaða úr viðræðunum liggur fyrir?„Ég vil að minnsta kosti, af þessum ástæðum, sjá myndina skýrar fyrir mér. En auðvitað kemur að því að vantrauststillagan verður tekin fyrir, eða ný vantrauststillaga ef efni standa til þess.“ Einar segist aðspurður ekki treysta sér til þess að segja til um hvernig dagskránni á þinginu verður háttað til lengri tíma. Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi hafa þangað til í fyrramálið að skýra stöðu mála Forseti Alþingis féllst ekki á tillögu stjórnarandstöðunnar að kalla saman þing í dag. Alþingi kemur saman 10:30 í fyrramálið. 6. apríl 2016 12:55 Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður ekki tekin til afgreiðslu á þingfundi í fyrramálið. Þingfundur hefst klukkan 10.30 og hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, ákveðið að aðeins eitt mál verði á dagskrá; óundirbúinn fyrirspurnartími þar sem ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson sitja meðal annarra fyrir svörum. „Niðurstaðan er sú að þessi fundartími, sem jafnan er hálftími, verður tvöfalt lengri að þessu sinni vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu og á þinginu,“ segir Einar. „Síðan verðum við auðvitað að sjá hvernig framvindan verður í dag.“ Einar fundaði með fulltrúum þingflokkanna í hádeginu í dag og fór stjórnarandstaðan þar fram á að vantrauststillaga á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs yrði tekin til afgreiðslu í fyrramálið. „Það var mín niðurstaða að ekki væri skynsamlegt að leggja tillöguna um vantraust á dagskrá á morgun í ljósi þess að það eru hér viðræður í gangi um myndun nýs ráðuneytis undir stjórn nýs forsætisráðherra og þess vegna taldi ég betra að sjá hvað út úr því kæmi,“ segir Einar. „Enda gæti slík tillaga þess vegna orðið úrelt á morgun, leiði þessar viðræður í dag til þess að mynduð verði ríkisstjórn undir nýju forsæti.“Sérðu þá ekki fyrir þér að vantrauststillaga geti verið tekin fyrir fyrr en niðurstaða úr viðræðunum liggur fyrir?„Ég vil að minnsta kosti, af þessum ástæðum, sjá myndina skýrar fyrir mér. En auðvitað kemur að því að vantrauststillagan verður tekin fyrir, eða ný vantrauststillaga ef efni standa til þess.“ Einar segist aðspurður ekki treysta sér til þess að segja til um hvernig dagskránni á þinginu verður háttað til lengri tíma.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi hafa þangað til í fyrramálið að skýra stöðu mála Forseti Alþingis féllst ekki á tillögu stjórnarandstöðunnar að kalla saman þing í dag. Alþingi kemur saman 10:30 í fyrramálið. 6. apríl 2016 12:55 Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Bjarni og Sigurður Ingi hafa þangað til í fyrramálið að skýra stöðu mála Forseti Alþingis féllst ekki á tillögu stjórnarandstöðunnar að kalla saman þing í dag. Alþingi kemur saman 10:30 í fyrramálið. 6. apríl 2016 12:55
Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01