Porsche sýknað af stefnu ekkju Paul Walker í Fast & Furious Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 16:00 Paul Walker úr Fast & Furious myndunum. Paul Walker, leikarinn kunni úr Fast & Furious myndunum, lést árið 2013 í Porsche Carrera GT bíl ásamt vini sínum, Roger Rodas sem ók bílnum. Í kjölfarið stefndi ekkja Paul Walker Porsche bílaframleiðandann á grundvelli þess að bíllinn sem þeir óku fyllti ekki öryggiskröfur og væri með gallað fjöðrun hægra megin að aftan. Dómari í Bandaríkjunum hefur nú vísað ákærunni frá og sýknað Porsche og í niðurstöðum dómsins kemur fram að enginn galli hefði fundist í fjöðrun bílsins og að ekki væri hægt að gera þá kröfu að bíllinn ætti að vera með veltigrind, þó svo öflugur væri. Þegar Paul Walker og Roger Rodas lentu á ljósastaur var bíll þeirra á 130 til 150 km hraða á götu þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst. Dekkin undir bílnum voru 9 ára gömul og á það væntanlega þátt í hve illa fór. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent
Paul Walker, leikarinn kunni úr Fast & Furious myndunum, lést árið 2013 í Porsche Carrera GT bíl ásamt vini sínum, Roger Rodas sem ók bílnum. Í kjölfarið stefndi ekkja Paul Walker Porsche bílaframleiðandann á grundvelli þess að bíllinn sem þeir óku fyllti ekki öryggiskröfur og væri með gallað fjöðrun hægra megin að aftan. Dómari í Bandaríkjunum hefur nú vísað ákærunni frá og sýknað Porsche og í niðurstöðum dómsins kemur fram að enginn galli hefði fundist í fjöðrun bílsins og að ekki væri hægt að gera þá kröfu að bíllinn ætti að vera með veltigrind, þó svo öflugur væri. Þegar Paul Walker og Roger Rodas lentu á ljósastaur var bíll þeirra á 130 til 150 km hraða á götu þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst. Dekkin undir bílnum voru 9 ára gömul og á það væntanlega þátt í hve illa fór.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent