Friður gegn fólki Frosti Logason skrifar 7. apríl 2016 07:00 Friðurinn í núverandi ríkisstjórn er friður gegn fólkinu í landinu, friður utan um ekki neitt. Þetta er friður hins þrönga og lokaða flokkavalds, friður til varnar völdum og hagsmunum. Þess vegna væri best að vantraust væri samþykkt og ríkisstjórnin færi þegar frá. Svona mælti Vilmundar Gylfason í þingræðu árið 1982. Ræðu sem hefur átt vel við í stjórnarkreppum síðustu ára. Enn er engin niðurstaða í sjónmáli. Enginn úr liði stjórnarflokkanna hefur viðurkennt hrópandi dómgreindarleysi forsætisráðherra. Allt var gefið upp til skatts segja þeir og ráðherrann er hetja fyrir að stíga til hliðar. Enginn stjórnarherranna skeytir um það sem í hugum almennings er algerlega óásættanlegt. Það kemur þeim ekki við. Að ráðherrar eigi að vera hafnir yfir allan vafa. Skítt með það. Þeirra eina verkefni er að halda völdum. Enginn virðist fær um að tala frá hjartanu og sýna auðmýkt. Allt snýst um að tala í frösum og svara fréttamönnum einhverju öðru en um var spurt. Ráðherra sem stendur í þrasi við blaðamenn um hvers vegna nafn hans endaði á alþjóðlegum lista yfir aflandsfélög í skattaskjólum áttar sig ekki á því að persóna hans skaðar embættið. Allir aðrir eru þá betur til þess fallnir að vera ráðherrar. Um þáverandi ríkisstjórn og vantraustið sagði Vilmundur: Samandregið er svarið einfalt. Ríkisstjórnin er ónýt og á að fara frá. Hann talaði um varðhunda valdsins. Þeir voru ekki ósammála um neitt sem máli skipti. Voru í raun allir eins. Munurinn var aðeins sá, að sumir voru ráðherrar á meðan aðrir vildu vera ráðherrar. Hringir þetta einhverjum bjöllum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Panama-skjölin Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Friðurinn í núverandi ríkisstjórn er friður gegn fólkinu í landinu, friður utan um ekki neitt. Þetta er friður hins þrönga og lokaða flokkavalds, friður til varnar völdum og hagsmunum. Þess vegna væri best að vantraust væri samþykkt og ríkisstjórnin færi þegar frá. Svona mælti Vilmundar Gylfason í þingræðu árið 1982. Ræðu sem hefur átt vel við í stjórnarkreppum síðustu ára. Enn er engin niðurstaða í sjónmáli. Enginn úr liði stjórnarflokkanna hefur viðurkennt hrópandi dómgreindarleysi forsætisráðherra. Allt var gefið upp til skatts segja þeir og ráðherrann er hetja fyrir að stíga til hliðar. Enginn stjórnarherranna skeytir um það sem í hugum almennings er algerlega óásættanlegt. Það kemur þeim ekki við. Að ráðherrar eigi að vera hafnir yfir allan vafa. Skítt með það. Þeirra eina verkefni er að halda völdum. Enginn virðist fær um að tala frá hjartanu og sýna auðmýkt. Allt snýst um að tala í frösum og svara fréttamönnum einhverju öðru en um var spurt. Ráðherra sem stendur í þrasi við blaðamenn um hvers vegna nafn hans endaði á alþjóðlegum lista yfir aflandsfélög í skattaskjólum áttar sig ekki á því að persóna hans skaðar embættið. Allir aðrir eru þá betur til þess fallnir að vera ráðherrar. Um þáverandi ríkisstjórn og vantraustið sagði Vilmundur: Samandregið er svarið einfalt. Ríkisstjórnin er ónýt og á að fara frá. Hann talaði um varðhunda valdsins. Þeir voru ekki ósammála um neitt sem máli skipti. Voru í raun allir eins. Munurinn var aðeins sá, að sumir voru ráðherrar á meðan aðrir vildu vera ráðherrar. Hringir þetta einhverjum bjöllum?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun