„Þú verður að spyrja strákana í Framsókn að því“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 12:42 Vigdís Hauksdóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson í hádeginu. „Ég er orðin svo vön að ég er alveg hætt að taka það nærri mér,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, um þá staðreynd að hún er ekki ráðherraefni flokksins. Lilja Alfreðsdóttir mun taka við embætti utanríkisráðherra á ríkisráðsfundi klukkan 15 í dag. Þegar ljóst var að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stigi til hliðar úr embætti forsætisráðherra varð ljóst að fylla þyrfti eitt ráðherrasæti í nýrri ríkisstjórn. Vigdís var nefnd til sögunnar, líkt og árið 2013, en hlotnaðist ekki embættið. Vigdís segir eftirsjá að Sigmundi Davíð. „Já, ég dauðsé á eftir Sigmundi Davíð úr forsætisráðherraembættinu því þjóðin er búin að fara í gegnum stórkostlega tíma Hann eigi framtíð fyrir sér, hvort sem er í stjórnmálum eða annars staðar. „Hann getur valið það sem hann vill vera, hann hefur það mikla yfirsýn og er það klár að hann á framtíð fyrir sér í stjórnmálum eða hvar sem hann kýs að drepa niður fæti í framtíðinni.“ Aðspurð hvort hún telji að Sigmundur Davíð muni ekki stjórna málunum áfram á bak við tjöldin segir: „Þú verður að spyrja strákana sem stjórna framsókn að því hvernig þeir ætla að gera það,“ segir Vigdís sem er formaður fjárlaganefndar. „Ég er kannski bara í aftursætinu sem formaður fjárlaganefndar, að ég hafi verið það síðan í kosningunum 2013,“ segir Vigdís og brosir. Hún vonast til þess að nú skapist ró í samfélaginu og hugnast það best að ríkisstjórnin komist að samkomulagi við stjórnarandstöðuna um tíu til fimmtán forgangsmál til að koma í gegnum þingið fyrir kosningar sem boðaðar hafa verið síðar á árinu. Panama-skjölin Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
„Ég er orðin svo vön að ég er alveg hætt að taka það nærri mér,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, um þá staðreynd að hún er ekki ráðherraefni flokksins. Lilja Alfreðsdóttir mun taka við embætti utanríkisráðherra á ríkisráðsfundi klukkan 15 í dag. Þegar ljóst var að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stigi til hliðar úr embætti forsætisráðherra varð ljóst að fylla þyrfti eitt ráðherrasæti í nýrri ríkisstjórn. Vigdís var nefnd til sögunnar, líkt og árið 2013, en hlotnaðist ekki embættið. Vigdís segir eftirsjá að Sigmundi Davíð. „Já, ég dauðsé á eftir Sigmundi Davíð úr forsætisráðherraembættinu því þjóðin er búin að fara í gegnum stórkostlega tíma Hann eigi framtíð fyrir sér, hvort sem er í stjórnmálum eða annars staðar. „Hann getur valið það sem hann vill vera, hann hefur það mikla yfirsýn og er það klár að hann á framtíð fyrir sér í stjórnmálum eða hvar sem hann kýs að drepa niður fæti í framtíðinni.“ Aðspurð hvort hún telji að Sigmundur Davíð muni ekki stjórna málunum áfram á bak við tjöldin segir: „Þú verður að spyrja strákana sem stjórna framsókn að því hvernig þeir ætla að gera það,“ segir Vigdís sem er formaður fjárlaganefndar. „Ég er kannski bara í aftursætinu sem formaður fjárlaganefndar, að ég hafi verið það síðan í kosningunum 2013,“ segir Vigdís og brosir. Hún vonast til þess að nú skapist ró í samfélaginu og hugnast það best að ríkisstjórnin komist að samkomulagi við stjórnarandstöðuna um tíu til fimmtán forgangsmál til að koma í gegnum þingið fyrir kosningar sem boðaðar hafa verið síðar á árinu.
Panama-skjölin Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira