Forstjóri Nissan fagnar 276.000 pöntunum í Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 13:06 Nissan Leaf hefur selst í 201.000 eintökum frá upphafi. Fæstir bílaframleiðendur fagna velgengni annarra bílaframleiðenda en það á ekki við í tilviki forstjóra Nissan/Renault, Carlos Ghosn. Hann fagnar því að heimsbyggðin sé svo móttækileg fyrir rafmagnsbílum og telur að þessi áhugi nú á Tesla Model 3 muni aðeins auka eftirspurnina eftir rafmagnsbílum. Nissan er stærsti seljandi rafmagnsbíla heims og á Nissan Leaf þar stærstan skerf. Carlos Ghosn hugsar sér gott til glóðarinnar og telur að með þessum fréttum muni Nissan og Renault bara selja fleiri rafmagnsbíla, þó svo Tesla Model 3 hafi fundið 276.000 nýja kaupendur. Það sem vinnur með Carlos Ghosn er sú staðreynd að bílafyrirtæki hans eru nú þegar með í sölu rafmagnsbíla, en talsvert er í að fyrstu Model 3 bílarnir vera afhentir, eða seinni hluta næsta árs ef áætlanir ganga eftir og því mun Nissan og Renault selja margan rafmagnsbílinn þar til þess kemur. Fyrirfram pantanir á Tesla Model 3 eru nú orðnar nærri þrefalt fleiri en öll sala Tesla á Model S og Model X bílum sínum árin 2012 til 2015, sem seldust þessi ár í 107.000 eintökum. Allir þeir sem pantað hafa sér Tesla Model 3 bíl hafa greitt fyrirfram 1.000 dollara til að staðfesta pöntun sína. Því hefur Tesla nú safnað 276 milljónum dollara vegna þessa, eða 34,4 milljörðum króna. Tesla segist ætla að afhenda 80-90.000 Model S og X bíla í ár, en heildarsalan mun aukast mjög á næsta ári þegar afhendingar á Model 3 hefjast. Nissan hefur selt alls 201.000 Leaf rafmagnsbíla frá árinu 2010 og er hann mest seldi einstaki rafmagnsbíll heims. Kannski nær Tesla Model 3 þessum titli af Nissan, en þó eru líklega einhver ár í það. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent
Fæstir bílaframleiðendur fagna velgengni annarra bílaframleiðenda en það á ekki við í tilviki forstjóra Nissan/Renault, Carlos Ghosn. Hann fagnar því að heimsbyggðin sé svo móttækileg fyrir rafmagnsbílum og telur að þessi áhugi nú á Tesla Model 3 muni aðeins auka eftirspurnina eftir rafmagnsbílum. Nissan er stærsti seljandi rafmagnsbíla heims og á Nissan Leaf þar stærstan skerf. Carlos Ghosn hugsar sér gott til glóðarinnar og telur að með þessum fréttum muni Nissan og Renault bara selja fleiri rafmagnsbíla, þó svo Tesla Model 3 hafi fundið 276.000 nýja kaupendur. Það sem vinnur með Carlos Ghosn er sú staðreynd að bílafyrirtæki hans eru nú þegar með í sölu rafmagnsbíla, en talsvert er í að fyrstu Model 3 bílarnir vera afhentir, eða seinni hluta næsta árs ef áætlanir ganga eftir og því mun Nissan og Renault selja margan rafmagnsbílinn þar til þess kemur. Fyrirfram pantanir á Tesla Model 3 eru nú orðnar nærri þrefalt fleiri en öll sala Tesla á Model S og Model X bílum sínum árin 2012 til 2015, sem seldust þessi ár í 107.000 eintökum. Allir þeir sem pantað hafa sér Tesla Model 3 bíl hafa greitt fyrirfram 1.000 dollara til að staðfesta pöntun sína. Því hefur Tesla nú safnað 276 milljónum dollara vegna þessa, eða 34,4 milljörðum króna. Tesla segist ætla að afhenda 80-90.000 Model S og X bíla í ár, en heildarsalan mun aukast mjög á næsta ári þegar afhendingar á Model 3 hefjast. Nissan hefur selt alls 201.000 Leaf rafmagnsbíla frá árinu 2010 og er hann mest seldi einstaki rafmagnsbíll heims. Kannski nær Tesla Model 3 þessum titli af Nissan, en þó eru líklega einhver ár í það.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent