Sigrún fagnar því að fá fjölskylduvin í ríkisstjórn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 14:12 Sigrún Magnúsdóttir var sveipuð Framsóknargrænum hálsklút. Vísir/Birgir Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra sér mikið eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra en er ánægð með að fá Lilju Alfreðsdóttur inn í ríkisstjórn. Þetta kom fram í aukafréttatíma Stöðvar 2 sem sendur er út frá Bessastöðum í beinni. Sigrún segir að um fjölskylduvin sé að finna í Lilju enda starfaði Sigrún náið með föður hennar, Alfreð Þorsteinssyni. Alfreð var mikilsmetinn innan Framsóknarflokksins og gegndi stöðu borgarfulltrúa fram til ársins 2006. „Auðvitað erum við í sárum. Vitaskuld. Mér finnst þetta persónulegur harmleikur og auðvitað líður manni illa út af því. En lífið heldur áfram.“ Heimir Már Pétursson náði tali af Sigrúnu á Bessastöðum þar sem hún kom til ríkisráðsfundar sem haldinn verður í dag. Þar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Í kjölfarið mun ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar taka við. Gunnar Bragi Sveinsson verðandi fyrrum utanríkisráðherra.Vísir/BirgirÞá náði Heimir tali af Gunnari Braga Sveinssyni, fyrirrennara Lilju í starfi en hún mun taka við utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi fer í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og líst vel á það. „Ég er sáttur,“ sagði Gunnar Bragi. „Ég sé mjög eftir Sigmundi Davíð. Hann stóð sig gríðarlega vel sem ráðherra.“ Gunnar Bragi segir að Sigmundur þurfi nú að slaka á og hugsa sinn gang. Gunnar Bragi segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að honum hafi verið skipt úr utanríkisráðuneytinu. „Ég hef verið mikið í burtu og því er ekkert leiðinlegt að koma heim.“ Gunnar Bragði segist munu staðfesta nýjan búvörusamning. Spurður hvort það sé forgangsmál sagði hann: „Hann er tilbúinn.“ Bæði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra sögðust ánægð með breytingarnar sem gera þurfti á ríkisstjórninni þegar þau voru spurð af fjölmiðlum við komuna til Bessastaða. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra sér mikið eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra en er ánægð með að fá Lilju Alfreðsdóttur inn í ríkisstjórn. Þetta kom fram í aukafréttatíma Stöðvar 2 sem sendur er út frá Bessastöðum í beinni. Sigrún segir að um fjölskylduvin sé að finna í Lilju enda starfaði Sigrún náið með föður hennar, Alfreð Þorsteinssyni. Alfreð var mikilsmetinn innan Framsóknarflokksins og gegndi stöðu borgarfulltrúa fram til ársins 2006. „Auðvitað erum við í sárum. Vitaskuld. Mér finnst þetta persónulegur harmleikur og auðvitað líður manni illa út af því. En lífið heldur áfram.“ Heimir Már Pétursson náði tali af Sigrúnu á Bessastöðum þar sem hún kom til ríkisráðsfundar sem haldinn verður í dag. Þar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Í kjölfarið mun ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar taka við. Gunnar Bragi Sveinsson verðandi fyrrum utanríkisráðherra.Vísir/BirgirÞá náði Heimir tali af Gunnari Braga Sveinssyni, fyrirrennara Lilju í starfi en hún mun taka við utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi fer í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og líst vel á það. „Ég er sáttur,“ sagði Gunnar Bragi. „Ég sé mjög eftir Sigmundi Davíð. Hann stóð sig gríðarlega vel sem ráðherra.“ Gunnar Bragi segir að Sigmundur þurfi nú að slaka á og hugsa sinn gang. Gunnar Bragi segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að honum hafi verið skipt úr utanríkisráðuneytinu. „Ég hef verið mikið í burtu og því er ekkert leiðinlegt að koma heim.“ Gunnar Bragði segist munu staðfesta nýjan búvörusamning. Spurður hvort það sé forgangsmál sagði hann: „Hann er tilbúinn.“ Bæði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra sögðust ánægð með breytingarnar sem gera þurfti á ríkisstjórninni þegar þau voru spurð af fjölmiðlum við komuna til Bessastaða.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels