Gullspyrnur Gylfa í Grikklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2016 06:00 Strákarnir fagna sigurmark Kolbeins Sigþórssonar. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Skallamörk Sverris Inga Ingasonar og Kolbeins Sigþórssonar í seinni hálfleik tryggðu Íslandi 3-2 sigur á Grikkjum eftir að hafa lent 2-0 undir eftir hálftíma leik. Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn fyrir hálfleik og íslenska liðið tók síðan öll völd í seinni hálfleik og vann flottan sigur en hversu mikilvægur var hann? „Þetta var ekki nauðsynlegt en þetta var gott samt,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir leikinn. Ísland hafði tapaði þremur leikjum í röð fyrir leikinn og margir lykilmannanna höfðu ekki unnið landsleik síðan í september síðastliðnum. Það var aðallega hvernig strákarnir unnu leikinn sem gladdi þjálfarann. „Það var karakter í strákunum.Við ákváðum að pressa þá í seinni hálfleik og það gekk upp. Mér fannst þetta vera flottur karaktersigur og gott fyrir hugarfarið að sýna það að við getum snúið leikjum við,“ sagði Heimir. Íslenska liðið fékk á sig tvö klaufamörk í fyrri hálfleik en strákarnir fengu þó engan hárblástur í hálfleik. „Við sögðum í hálfleik við strákana að við værum þokkalega sáttir við spilamennskuna þrátt fyrir að við hefðum fengið á okkur þessi tvö mörk. Það var ekki mikið meira sem þeir gerðu í þessum fyrri hálfleik en að skora þessi tvö mörk. Þeir nýttu sín tækifæri hundrað prósent og við gátum ekkert verið pirraðir í hálfleik,“ sagði Heimir. Það voru þrjú föst leikatriði sem skiluðu öllum mörkum íslenska liðsins, þar af komu þau tvö síðustu með skalla eftir gullsendingar frá Gylfa. „Hann er ágætis sparkari,“ sagði Heimir í léttum tón. Hann var sammála því að Arnór Ingvi Traustason hefði nýtt tækifæri sitt vel með þremur mörkum á þessu ári. „Hann er klókur að finna svæði og hann er afslappaður í teignum. Hann er bara markaskorari,“ sagði Heimir. „Við erum búnir að vera að reyna ýmsa hluti og það hefur allt tekist í rauninni, það sem við höfum verið að leita eftir,“ segir Heimir. Hann gerði lítið úr þeim kenningum að öll töpin væru farin að herja á sál og sjálfstraust leikmanna. „Þetta er klisja sem blaðamenn taka oft ef það vinnast ekki tveir leikir í röð, að það sé þá komin einhver sálfræðikrísa. Ég held að þetta hafi verið gott til þess að slá á blaðamenn frekar en okkur,“ sagði Heimir og hann hrósaði íslenska liðinu. „Mér fannst þetta góð frammistaða og það er það sem skiptir öllu máli. Ef við getum síðan byggt ofan á þetta og gert betur hluti sem við vorum að vinna í eftir þennan Danaleik. Mér fannst við gera það nokkuð vel í dag. Mér fannst við svara nokkuð mörgum spurningum sem við vildum frá svör við áður en við fórum út í þetta verkefni. Svo var gaman að fá að spila við lið sem eru með þrjá miðverði. Það var líka lærdómur í því,“ segir Heimir að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Heimir eftir sigurinn á Grikkjum: Meira til að slá á fjölmiðlana Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld þegar Ísland vann 3-2 endurkomusigur á Grikkjum í Aþenu. 29. mars 2016 21:05 Leik lokið: Grikkland - Ísland 2-3 | Loksins íslenskur sigur Ísland lenti 2-0 undir í Grikklandi en Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í hálfleik og lagði upp tvö mörk. 29. mars 2016 19:15 Ólíkt gengi hjá tveimur mótherjum Íslands í kvöld | Ronaldo skoraði Portúgal og Austurríki eru í riðli Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og það gekk misvel hjá þeim í vináttulandsleikjum í kvöld. 29. mars 2016 21:42 Heimir um Hjört: Sorglegt ef að þetta er eins slæmt og þetta lítur út núna Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði A-landsliðs Íslands í fyrsta sinn í kvöld þegar Ísland vann 3-2 endurkomu sigur á Grikkjum í Aþenu. 29. mars 2016 20:38 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira
Skallamörk Sverris Inga Ingasonar og Kolbeins Sigþórssonar í seinni hálfleik tryggðu Íslandi 3-2 sigur á Grikkjum eftir að hafa lent 2-0 undir eftir hálftíma leik. Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn fyrir hálfleik og íslenska liðið tók síðan öll völd í seinni hálfleik og vann flottan sigur en hversu mikilvægur var hann? „Þetta var ekki nauðsynlegt en þetta var gott samt,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir leikinn. Ísland hafði tapaði þremur leikjum í röð fyrir leikinn og margir lykilmannanna höfðu ekki unnið landsleik síðan í september síðastliðnum. Það var aðallega hvernig strákarnir unnu leikinn sem gladdi þjálfarann. „Það var karakter í strákunum.Við ákváðum að pressa þá í seinni hálfleik og það gekk upp. Mér fannst þetta vera flottur karaktersigur og gott fyrir hugarfarið að sýna það að við getum snúið leikjum við,“ sagði Heimir. Íslenska liðið fékk á sig tvö klaufamörk í fyrri hálfleik en strákarnir fengu þó engan hárblástur í hálfleik. „Við sögðum í hálfleik við strákana að við værum þokkalega sáttir við spilamennskuna þrátt fyrir að við hefðum fengið á okkur þessi tvö mörk. Það var ekki mikið meira sem þeir gerðu í þessum fyrri hálfleik en að skora þessi tvö mörk. Þeir nýttu sín tækifæri hundrað prósent og við gátum ekkert verið pirraðir í hálfleik,“ sagði Heimir. Það voru þrjú föst leikatriði sem skiluðu öllum mörkum íslenska liðsins, þar af komu þau tvö síðustu með skalla eftir gullsendingar frá Gylfa. „Hann er ágætis sparkari,“ sagði Heimir í léttum tón. Hann var sammála því að Arnór Ingvi Traustason hefði nýtt tækifæri sitt vel með þremur mörkum á þessu ári. „Hann er klókur að finna svæði og hann er afslappaður í teignum. Hann er bara markaskorari,“ sagði Heimir. „Við erum búnir að vera að reyna ýmsa hluti og það hefur allt tekist í rauninni, það sem við höfum verið að leita eftir,“ segir Heimir. Hann gerði lítið úr þeim kenningum að öll töpin væru farin að herja á sál og sjálfstraust leikmanna. „Þetta er klisja sem blaðamenn taka oft ef það vinnast ekki tveir leikir í röð, að það sé þá komin einhver sálfræðikrísa. Ég held að þetta hafi verið gott til þess að slá á blaðamenn frekar en okkur,“ sagði Heimir og hann hrósaði íslenska liðinu. „Mér fannst þetta góð frammistaða og það er það sem skiptir öllu máli. Ef við getum síðan byggt ofan á þetta og gert betur hluti sem við vorum að vinna í eftir þennan Danaleik. Mér fannst við gera það nokkuð vel í dag. Mér fannst við svara nokkuð mörgum spurningum sem við vildum frá svör við áður en við fórum út í þetta verkefni. Svo var gaman að fá að spila við lið sem eru með þrjá miðverði. Það var líka lærdómur í því,“ segir Heimir að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Heimir eftir sigurinn á Grikkjum: Meira til að slá á fjölmiðlana Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld þegar Ísland vann 3-2 endurkomusigur á Grikkjum í Aþenu. 29. mars 2016 21:05 Leik lokið: Grikkland - Ísland 2-3 | Loksins íslenskur sigur Ísland lenti 2-0 undir í Grikklandi en Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í hálfleik og lagði upp tvö mörk. 29. mars 2016 19:15 Ólíkt gengi hjá tveimur mótherjum Íslands í kvöld | Ronaldo skoraði Portúgal og Austurríki eru í riðli Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og það gekk misvel hjá þeim í vináttulandsleikjum í kvöld. 29. mars 2016 21:42 Heimir um Hjört: Sorglegt ef að þetta er eins slæmt og þetta lítur út núna Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði A-landsliðs Íslands í fyrsta sinn í kvöld þegar Ísland vann 3-2 endurkomu sigur á Grikkjum í Aþenu. 29. mars 2016 20:38 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira
Heimir eftir sigurinn á Grikkjum: Meira til að slá á fjölmiðlana Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld þegar Ísland vann 3-2 endurkomusigur á Grikkjum í Aþenu. 29. mars 2016 21:05
Leik lokið: Grikkland - Ísland 2-3 | Loksins íslenskur sigur Ísland lenti 2-0 undir í Grikklandi en Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í hálfleik og lagði upp tvö mörk. 29. mars 2016 19:15
Ólíkt gengi hjá tveimur mótherjum Íslands í kvöld | Ronaldo skoraði Portúgal og Austurríki eru í riðli Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og það gekk misvel hjá þeim í vináttulandsleikjum í kvöld. 29. mars 2016 21:42
Heimir um Hjört: Sorglegt ef að þetta er eins slæmt og þetta lítur út núna Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði A-landsliðs Íslands í fyrsta sinn í kvöld þegar Ísland vann 3-2 endurkomu sigur á Grikkjum í Aþenu. 29. mars 2016 20:38