Allt eða ekkert? Þorvaldur Gylfason skrifar 31. mars 2016 07:00 Kunningi minn sagði mér um daginn sögu af banka sem hann hafði og fjölskylda hans öll skipt við um margra áratuga skeið. Bankinn reyndi eftir hrun að hafa af honum húsið eins og mörgum öðrum (tíu þúsund nauðungarsölur hafa farið fram frá hruni, þrjár til fjórar á dag). Bankinn hafði þó að þessu sinni ekki árangur sem erfiði. Á lokafundinum með útibússtjóranum, að lokinni undirskrift samnings sem tryggði kunningja mínum áframhaldandi eignarhald á húsi sínu, fékk hann útibússtjóranum miða með frægri tilvitnun í John F. Kennedy Bandaríkjaforseta líkt og til að lýsa framgöngu bankans eins og hún horfði við honum: „Mitt er mitt. Þitt er samningsatriði.“ Útibússtjórinn leit á miðann og sagði: „Enda var hann skotinn.“Ýta og ýta Donald Trump, kaupsýslumaðurinn sem stefnir á að verða forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum í haust, birti fræga bók um samningatækni 1987, The Art of the Deal. Þar segir hann (í þýðingu minni): „Aðferð mín við samningaborðið er sáraeinföld, hrein og bein. Ég stefni mjög hátt og held áfram að ýta og ýta til að fá mitt fram. Fyrir kemur að ég sem um minna en ég ætlaði, en oftast fæ ég vilja mínum framgengt.“ Aðferð Trumps mætti kalla „Allt eða ekkert“ sem er annað vel þekkt dæmi um ósveigjanleika í samningum. Hvorugur aðilinn getur undir venjulegum kringumstæðum ætlazt til að fá allt sitt fram. Sanngirni og sveigjanleiki í samningum felast í að mætast á miðri leið.Ganga á gerðar sættir Eiga menn þá alltaf að reyna að mætast á miðri leið? Nei. Setjum svo að samningur hafi verið gerður og annar aðilinn biðji strax um betri samning. Á hinn aðilinn þá að setjast aftur að samningaborðinu? Ef Árni og Bjarni sömdu um að skipta landareign til helminga, á Árni þá að setjast niður strax aftur með Bjarna til að semja við hann um að skipta sínum hlut upp á nýtt? Nei, auðvitað ekki eins og ráða má af tilvitnuninni í Kennedy að framan. Þeir voru búnir að semja. Upphafsstaðan skiptir máli. Í nýjum samningum reyna sanngjarnir menn að mætast á miðri leið, en ekki að nýloknum samningum. Orð og undirskriftir skulu standa. Annað heitir að ganga á gerðar sættir.Þjóðaratkvæði sem samningur Því er þessi saga reifuð hér að sumir virðast telja það vitna um óbilgirni og einstrenging að krefjast þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá 2012 sé virt. Hugsunin er þá sú að menn þurfi að mætast á miðri leið. Þeir sem halda þessari skoðun fram flaska á einföldu atriði: þeim láist að gera greinarmun á nýjum samningum og nýloknum samningum. Tökum dæmi. Menn geta samið fyrir fram um úrslit í knattspyrnuleik (það er að vísu brot gegn gildandi reglum, en látum það liggja milli hluta), en menn semja ekki um úrslitin eftir á. Að loknum leik liggja úrslitin fyrir og þeim verður ekki haggað. Líku máli gegnir um kosningar. Menn og flokkar geta gert með sér bandalög fyrir kosningar, en um úrslitin verður ekki samið eftir á. Úrslitin standa. Kosningar eru bindandi. Þær ber því að skoða sem frágengna samninga, gerðar sættir, enda gerist það næstum aldrei að kosningaúrslitum sé breytt eftir á. Þjóðaratkvæðagreiðslu má líkja við bindandi samning um að niðurstaða hennar skuli virt. Gildir þá einu hvort hún er kölluð ráðgefandi eða bindandi þar eð þjóðin er æðri þinginu. Sé atkvæðagreiðslan ráðgefandi skv. lögum þarf e.t.v. ekki að hlíta niðurstöðu hennar út í yztu æsar heldur dugir að hlíta úrslitunum efnislega. Þann skilning lagði meiri hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sex nefndarmenn af níu, í málið á síðasta kjörtímabili og einsetti sér því að gera aðeins orðalagsbreytingar á frumvarpi Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en engar efnisbreytingar. Forsagan var öllum ljós. Alþingi hafði heitið þjóðinni nýrri stjórnarskrá í 70 ár án þess að efna heitið. Hefði Alþingi ætlað að nýta sér að atkvæðagreiðslan var ráðgefandi frekar en bindandi hlaut þingið að ætla sér að styrkja frumvarpið með almannahag að leiðarljósi frekar en veikja það til að þóknast sérhagsmunum. Ef Alþingi hyggst á hinn bóginn skýla sér á bak við þá staðreynd að atkvæðagreiðslan var ráðgefandi með því að brjóta efnislega gegn úrslitum atkvæðagreiðslunnar, þá eru það svik: samningsrof. Valgerður Bjarnadóttir, einn fulltrúinn í stjórnarskrárnefnd Alþingis, lýsir vandanum vel með einkunninni sem hún gefur tillögum nefndarinnar í grein í Herðubreið: „Útkoman er sú sem afturhaldsöflin geta fallist á.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Kunningi minn sagði mér um daginn sögu af banka sem hann hafði og fjölskylda hans öll skipt við um margra áratuga skeið. Bankinn reyndi eftir hrun að hafa af honum húsið eins og mörgum öðrum (tíu þúsund nauðungarsölur hafa farið fram frá hruni, þrjár til fjórar á dag). Bankinn hafði þó að þessu sinni ekki árangur sem erfiði. Á lokafundinum með útibússtjóranum, að lokinni undirskrift samnings sem tryggði kunningja mínum áframhaldandi eignarhald á húsi sínu, fékk hann útibússtjóranum miða með frægri tilvitnun í John F. Kennedy Bandaríkjaforseta líkt og til að lýsa framgöngu bankans eins og hún horfði við honum: „Mitt er mitt. Þitt er samningsatriði.“ Útibússtjórinn leit á miðann og sagði: „Enda var hann skotinn.“Ýta og ýta Donald Trump, kaupsýslumaðurinn sem stefnir á að verða forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum í haust, birti fræga bók um samningatækni 1987, The Art of the Deal. Þar segir hann (í þýðingu minni): „Aðferð mín við samningaborðið er sáraeinföld, hrein og bein. Ég stefni mjög hátt og held áfram að ýta og ýta til að fá mitt fram. Fyrir kemur að ég sem um minna en ég ætlaði, en oftast fæ ég vilja mínum framgengt.“ Aðferð Trumps mætti kalla „Allt eða ekkert“ sem er annað vel þekkt dæmi um ósveigjanleika í samningum. Hvorugur aðilinn getur undir venjulegum kringumstæðum ætlazt til að fá allt sitt fram. Sanngirni og sveigjanleiki í samningum felast í að mætast á miðri leið.Ganga á gerðar sættir Eiga menn þá alltaf að reyna að mætast á miðri leið? Nei. Setjum svo að samningur hafi verið gerður og annar aðilinn biðji strax um betri samning. Á hinn aðilinn þá að setjast aftur að samningaborðinu? Ef Árni og Bjarni sömdu um að skipta landareign til helminga, á Árni þá að setjast niður strax aftur með Bjarna til að semja við hann um að skipta sínum hlut upp á nýtt? Nei, auðvitað ekki eins og ráða má af tilvitnuninni í Kennedy að framan. Þeir voru búnir að semja. Upphafsstaðan skiptir máli. Í nýjum samningum reyna sanngjarnir menn að mætast á miðri leið, en ekki að nýloknum samningum. Orð og undirskriftir skulu standa. Annað heitir að ganga á gerðar sættir.Þjóðaratkvæði sem samningur Því er þessi saga reifuð hér að sumir virðast telja það vitna um óbilgirni og einstrenging að krefjast þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá 2012 sé virt. Hugsunin er þá sú að menn þurfi að mætast á miðri leið. Þeir sem halda þessari skoðun fram flaska á einföldu atriði: þeim láist að gera greinarmun á nýjum samningum og nýloknum samningum. Tökum dæmi. Menn geta samið fyrir fram um úrslit í knattspyrnuleik (það er að vísu brot gegn gildandi reglum, en látum það liggja milli hluta), en menn semja ekki um úrslitin eftir á. Að loknum leik liggja úrslitin fyrir og þeim verður ekki haggað. Líku máli gegnir um kosningar. Menn og flokkar geta gert með sér bandalög fyrir kosningar, en um úrslitin verður ekki samið eftir á. Úrslitin standa. Kosningar eru bindandi. Þær ber því að skoða sem frágengna samninga, gerðar sættir, enda gerist það næstum aldrei að kosningaúrslitum sé breytt eftir á. Þjóðaratkvæðagreiðslu má líkja við bindandi samning um að niðurstaða hennar skuli virt. Gildir þá einu hvort hún er kölluð ráðgefandi eða bindandi þar eð þjóðin er æðri þinginu. Sé atkvæðagreiðslan ráðgefandi skv. lögum þarf e.t.v. ekki að hlíta niðurstöðu hennar út í yztu æsar heldur dugir að hlíta úrslitunum efnislega. Þann skilning lagði meiri hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sex nefndarmenn af níu, í málið á síðasta kjörtímabili og einsetti sér því að gera aðeins orðalagsbreytingar á frumvarpi Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en engar efnisbreytingar. Forsagan var öllum ljós. Alþingi hafði heitið þjóðinni nýrri stjórnarskrá í 70 ár án þess að efna heitið. Hefði Alþingi ætlað að nýta sér að atkvæðagreiðslan var ráðgefandi frekar en bindandi hlaut þingið að ætla sér að styrkja frumvarpið með almannahag að leiðarljósi frekar en veikja það til að þóknast sérhagsmunum. Ef Alþingi hyggst á hinn bóginn skýla sér á bak við þá staðreynd að atkvæðagreiðslan var ráðgefandi með því að brjóta efnislega gegn úrslitum atkvæðagreiðslunnar, þá eru það svik: samningsrof. Valgerður Bjarnadóttir, einn fulltrúinn í stjórnarskrárnefnd Alþingis, lýsir vandanum vel með einkunninni sem hún gefur tillögum nefndarinnar í grein í Herðubreið: „Útkoman er sú sem afturhaldsöflin geta fallist á.“
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun