Skoda kaupir í kínverska bílaframleiðandanum SAIC Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2016 11:24 Skoda VisionS jeppinn mun fást strax á fyrsta ársfjórðungi næsta árs í Kína. Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda hefur fjárfest í kínverska bílaframleiðandanum SAIC fyrir 2 milljarða evra, eða 282 milljarða króna og ætlar með því að tvöfalda sölu bíla sinna í Kína í lok þessa áratugar. Volkswagen, sem er móðurfyrirtæki Skoda, á einnig í SAIC og bílar Volkswagen eru framleiddir í verksmiðjum SAIC. Skoda seldi 281.700 bíla í Kína í fyrra og ef áætlanir Skoda ganga eftir í Kína verður salan komin yfir hálfa milljón bíla þarlendis árið 2020. Sala Skoda í Kína nam um fjórðungi í heildarsölu Skoda í heiminum öllum í fyrra. Skoda ætlar að bæta við þremur nýjum gerðum jeppa og jepplinga í viðbót við það fólksbílaúrval sem Skoda býður nú í Kína. Skoda selur nú aðeins Yeti jepplinginn í Kína. Skoda ætlar meðal annars að hefja sölu VisionS jeppans á fyrsta fjórðungi næsta árs í Kína. Skoda VisionS jeppinn var kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Genf fyrr í þessum mánuði og hann verður einnig sýndur á komandi bílasýningu í Peking. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent
Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda hefur fjárfest í kínverska bílaframleiðandanum SAIC fyrir 2 milljarða evra, eða 282 milljarða króna og ætlar með því að tvöfalda sölu bíla sinna í Kína í lok þessa áratugar. Volkswagen, sem er móðurfyrirtæki Skoda, á einnig í SAIC og bílar Volkswagen eru framleiddir í verksmiðjum SAIC. Skoda seldi 281.700 bíla í Kína í fyrra og ef áætlanir Skoda ganga eftir í Kína verður salan komin yfir hálfa milljón bíla þarlendis árið 2020. Sala Skoda í Kína nam um fjórðungi í heildarsölu Skoda í heiminum öllum í fyrra. Skoda ætlar að bæta við þremur nýjum gerðum jeppa og jepplinga í viðbót við það fólksbílaúrval sem Skoda býður nú í Kína. Skoda selur nú aðeins Yeti jepplinginn í Kína. Skoda ætlar meðal annars að hefja sölu VisionS jeppans á fyrsta fjórðungi næsta árs í Kína. Skoda VisionS jeppinn var kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Genf fyrr í þessum mánuði og hann verður einnig sýndur á komandi bílasýningu í Peking.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent