Mansal í Vík: Sætir nálgunarbanni gegn eiginkonu sinni Bjarki Ármannsson skrifar 21. mars 2016 14:13 Húsið þar sem konurnar munu hafa starfað og búið. Vísir/Þórhildur Karlmaður frá Sri Lanka sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða nálgunarbann gagnvart eiginkonu sinni. Að mati lögreglustjórans á Suðurlandi er fyrir hendi rökstuddur grunur um að maðurinn hafi ítrekað beitt konu sína ofbeldi. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni en það var í nóvember síðastliðnum. Þá hafði lögregla verið kölluð til vegna ofbeldis sem konan sagði hann hafa beitt sig. Konan óskaði þó stuttu síðar sjálf eftir því að nálgunarbannið yrði fellt úr gildi, þar sem hún vildi reyna að láta hjónabandið ganga.Að því er segir í úrskurði Hæstaréttar frá því fyrir helgi var maðurinn þó ákærður fyrir hina meintu árás og hófst aðalmeðferð í því máli í byrjun febrúar. Eftir aðalmeðferðina hafði konan samband við réttargæslumann sinn og óskaði eftir aðstoð af ótta við manninn, sem hún sagði hafa reiðst eftir aðalmeðferðina.Sjá einnig: Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Manninum var því vísað af heimili þeirra og hann látinn sæta nálgunarbanni með ákvörðun lögreglustjóra þann 10. febrúar, rétt rúmri viku áður en lögreglan á Suðurlandi réðst í umfangsmiklar aðgerðir vegna hins meinta mansals og vinnuþrælkunar og handtók manninn. Í úrskurði Hæstaréttar var meðal annars litið til þess að konan saki mann sinn, sem látinn hefur verið laus úr gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins en sætir enn farbanni, meðal annars um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð hennar við skýrslugjöf fyrir dómi við aðalmeðferð líkamsárásarmálsins. Brotin sem manninum eru gerð að sök í mansalsmálinu varða allt að tólf ára fangelsi. Lögregla segir rannsókn sína hafa leitt það í ljós að maðurinn hafi nær daglega flutt inn ófullunnar vörur frá saumastofu sinni í Vík, Vonta International, á heimili sitt og látið konurnar þar vinna að þeim í leyni. Þær hafi aldrei fengið launagreiðslur í hefðbundnum skilningi fyrir vinnuna. Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Karlmaður frá Sri Lanka sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða nálgunarbann gagnvart eiginkonu sinni. Að mati lögreglustjórans á Suðurlandi er fyrir hendi rökstuddur grunur um að maðurinn hafi ítrekað beitt konu sína ofbeldi. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni en það var í nóvember síðastliðnum. Þá hafði lögregla verið kölluð til vegna ofbeldis sem konan sagði hann hafa beitt sig. Konan óskaði þó stuttu síðar sjálf eftir því að nálgunarbannið yrði fellt úr gildi, þar sem hún vildi reyna að láta hjónabandið ganga.Að því er segir í úrskurði Hæstaréttar frá því fyrir helgi var maðurinn þó ákærður fyrir hina meintu árás og hófst aðalmeðferð í því máli í byrjun febrúar. Eftir aðalmeðferðina hafði konan samband við réttargæslumann sinn og óskaði eftir aðstoð af ótta við manninn, sem hún sagði hafa reiðst eftir aðalmeðferðina.Sjá einnig: Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Manninum var því vísað af heimili þeirra og hann látinn sæta nálgunarbanni með ákvörðun lögreglustjóra þann 10. febrúar, rétt rúmri viku áður en lögreglan á Suðurlandi réðst í umfangsmiklar aðgerðir vegna hins meinta mansals og vinnuþrælkunar og handtók manninn. Í úrskurði Hæstaréttar var meðal annars litið til þess að konan saki mann sinn, sem látinn hefur verið laus úr gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins en sætir enn farbanni, meðal annars um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð hennar við skýrslugjöf fyrir dómi við aðalmeðferð líkamsárásarmálsins. Brotin sem manninum eru gerð að sök í mansalsmálinu varða allt að tólf ára fangelsi. Lögregla segir rannsókn sína hafa leitt það í ljós að maðurinn hafi nær daglega flutt inn ófullunnar vörur frá saumastofu sinni í Vík, Vonta International, á heimili sitt og látið konurnar þar vinna að þeim í leyni. Þær hafi aldrei fengið launagreiðslur í hefðbundnum skilningi fyrir vinnuna.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01
Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30
Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07
Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00
Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15